Bannað að hnerra á almannafæri

Þar sem þingmenn landsins hafa ekkert við tíma sinn að gera hafa þeir nú ákveðið að fara í alsherjar heilsurassíu.

Í athugun er að setja fram frumvarp þar sem fólki er bannað að hnerra á almannafæri og jafnvel ekki á svölum fjölbýlishúsa. Sýklasmit verður að teljast til alvarlegra heilbrigðisvandamála sem ekki er fært að taka á í þeim niðurskurði sem hér er.

Leikskólum sem og skólum verður lokað á sólardögum. Fólk er þá beðið að halda sig heima þar sem rannsóknir hafa löngum sýnt fram á skaðsemi sólar á húðina. Húðkrabbamein er ekki eitthvað sem Íslenska ríkið hefur tök á því að sinna næstu tíu árin eða svo.

Notkun bifreiða verður bönnuð á næstunni þar sem útblástursefni þeirra eru skaðleg og berast um allt andrúmsloftið - hvort heldur sem er inn um opna glugga, á svalir fjölbýlishúsa eða aðra þá staði þar sem fólk gæti verið á sveimi.

Reykingarfólk verður umsvifalaust handtekið vegna mengunnar af ásettur ráði og því komið fyrir í fangageymslum. Til þess verður þó að losa um í tilfellum sakamanna svosem dópsala og nauðgara, en ekki er hægt að sanna á þessa sakamenn mengun andrúmslofts og munu þeir því ganga frjálsir.

Þess utan er fólk vinsamlegast beðið um að bursta í sér tennur reglulega og leysa ekki vind að óþörfu.

Síðar verður komið fram með frumvarp um táfýlu, andremmu og götótta sokka.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband