26.6.2011 | 20:03
Drífum okkur í drullupyttinn!
Á meðan við heyrum fréttir af falli Evru og skuldsettari ríkjum innan bandalagsins - þá heldur Samfylkingin ótrauð áfram.
Við gætum orðið svo heppin að fá að greiða fyrir skuldir Grikkja og annarra Evrópuríkja, utan okkar eigin. Væri það ekki alveg stórkostlegt!
Þessi ríki eru í skattafjötrum, líkt og verið er að troða uppá okkur - og þessvegna er ekki mögulegt fyrir hagkerfi þeirra að ná sér. Fátæktin eykst, atvinnuleysi eykst og öllu er tjaldað til að borga fjármálafyrirtækjum.
Rosalega langar mig til að vita hverjir hagnast á þessu. Ekki almenningur, svo mikið er víst.
Er ríkisstjórnin búin að lofa einhverju fleiru upp í ermina á sér sem við vitum ekki af?
Fyrir utan að þjást af skattpíningu í boði IMF - hvað er meira í gangi?
Ofboðslega er maður orðinn leiður á því að láta ríkisstjórnina ljúga að sér.
Og fjármagnseigendur (sem eru þeirra bestu vinir).
Ætlar almenningur virkilega ekki að kveikja?
Viðræður um aðild að ESB að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að flestir séu búnir að kveikja, en það gerir enginn neitt í því,,,nema að rífa sig uppá gátt á bloggum. Ég er engin undantekning þar.
Það er bullandi laumuspil í gangi, og örfáir að rannsaka hvað er virkilega í gangi.
Þarf þjóðin ekki að reka upp raust sína!? VIÐ VILJUM EKKI ESB NÚNA.
anna (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 22:32
Gott að sjá ykkur ,,stelpur,, og lesa það sem ykkur býr í brjósti. Oft var þörf en nú er nauðsyn,að reka upp raustina,við erum komin að þolmörkum.Verð að viðurkenna að ég bíð eftir einhverri forystu sem drýfur okkur hin áfram að hrinda þessari ESB. ásókn í burtu. M.B.kv.
Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2011 kl. 23:27
....við bíðum öll eftir þessari forystu, sem er í raun við öll sem ekki viljum þessa óráðsíu lengur. Mér sýnist Össur öllum hættulegri.
anna (IP-tala skráð) 26.6.2011 kl. 23:54
er einhver að fylgjast með fréttum ... breta íhuga að yfirgefa esb .. andstaða við esb vex í örðu hverju ríki ..evran er að deyja ... og svo framvegis ... bara svona smá punktar til að skoða ..
Esb mun að mínu mati sennilega lifa eitthvað áfram en flest ríki virðast vera að sjá að þegar allt fer til fjandans hjá einu ríki þá verða hin að borga brúsan ... það eru menn bara hreinlega ekki tilbúnir til að gera .
þjóðverjar íhuga að taka upp markið aftur og ef það gerist veikir það evruna ef það hreinlega drepur hana ekki ..
ég held við ættum að gefa ESB pásu með þeim skilaboðum að þeir séu hreinlega of valtir þessa dagana til þess að við viljum vera með ..
ég myndi í það minnsta ekki sjá það sem neinn hagnað að stökkva úr skítsæmilegum björgunar bát yfir í sökkvandi skemmtiferðaskip... báturinn mun þó fljóta áfram annað en skipið sem mun enda á hafsbotni.
Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 09:50
Til þess að litli gúmmíbáturinn okkar fljóti þarf að losna við skattpíningu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, spýta fjármagni í atvinnulífið og segja bless við ESB.
Sáraeinfalt í raun - en greinilega ekki að mati ríkisstjórnar.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2011 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.