Er þetta nýr "ljóskubrandari" fyrir Íslendinga?

Kannski er ég farin að heyra illa - misskilja allt og sjálfa mig líka. En á meðan deildir núverandi spítala standa auðar sökum manneklu og niðurskurðar er verið að tala um að byggja nýjan spítala! Hátækni sjúkrahús!!!

Nú hef ég alltaf haft ofsalega gaman af Harry Potter, lesið allar bækurnar með börnunum mínum og farið með þeim á myndirnar. En - hey, ég geri mér samt grein fyrir því að þetta er bara ævintýri. Húsálfar eru ekki til.

Vegna lágra launa (að eigin sögn) og niðurskurðar er ekki hægt að manna þá spítala sem við höfum fyrir. Verið er að loka nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Ok - ég læt sem ég heyri þetta ekki, enda með slæma heyrn. Þetta er bara enn einn ljóskubrandarinn sem er sendur í hausinn á okkur.

Á pantaðan tíma í litun í vikunni.


mbl.is Nýr spítali eins og Kárahnjúkavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það næst mikil hagræðing með þessari nýju byggingu. Sú hagræðing er til frambúðar og getur jafnvel borgað fyrir bygginguna.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2011 kl. 23:40

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrigefðu - sé enga hagræðingu í tómum spítala. Hvernig væri að fara í mál sem þurfa frekari forgang?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.9.2011 kl. 23:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann verður ekki tómur.

Nú eru hús um hvippin og hvappin um alla Reykjavík. Það er hagræðing að hafa þau á sama stað.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 00:15

4 Smámynd: Dexter Morgan

EF þetta er algjör nauðsyn að byggja nýtt sjúkrahús, (sem ég leyfi mér að efa að sé rétt, eins og Lísa bendir réttilega á þá eru ekki til peningar), en væri þá ekki nær að hafa þetta færri og hærri kassa, byggja þetta í 5-7 eða 8 hæðir og nýta þannig undirstöðurnar, staðinn fyrir að drita þessu niður um allt þarnd í kringum gamla LS.

Dexter Morgan, 21.9.2011 kl. 00:41

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

íbúðarsamtökin á svæðinu vilja ekki hærri byggingar.

svo er flugvöllur þarna rétt hjá. frekar tæpt að hafa marga hæða blokkir þar sem flugvélar eru að fara að lenda.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 10:02

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kannski væri nær að huga að fangelsismálum. Spítalarnir eru hálftómir þrátt fyrir langa biðlista. Fangelsin eru hinsvegar yfirfull og þar ættu ekki að vera neinir biðlistar - bara mín skoðun. Mun minna mál að manna slíka stofnun. Kannski eitt "hátækni fangelsi" fyrir útrásarvíkinga væri bara málið. Samkvæmt nýlegum fréttum í DV geta þeir meira að segja borgað kostnaðinn við bygginguna sjálfir af fénu sem stolið var af litla manninum á Íslandi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.9.2011 kl. 10:23

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er verið að byggja nýtt fangelsi. Loksins.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband