Heimilin tæknilega gjaldþrota - eða hvað?

Það hefur verið talað um að heimili margra séu tæknilega gjaldþrota. Sumir alþingismanna skammast sín fyrir að vera í þeim hópi sem leyfir þessu að gerast. Er þá rödd Margrétar Tryggvadóttir hve hæst þar sem hún fjallar um þetta í pistli sínum http://blog.eyjan.is/margrett/2011/09/27/verdur-island-i-lagi/ og er það vel. Sú hin sama Jóhanna og sagði verðbólguna einstakt íslenskt fyrirbæri sem þyrfti burt, í nóvember 1996 - er ekki alveg að vera samkvæm sjálfri sér.

johanna.png  Er þetta sama Jóhanna og lofaði heimilunum skjaldborg? Ja svei mér þá ef ekki bara. Nema það að nú er þessi hin nákvæmlega sama verðbólga búin að hækka lán heimila um allt að helming frá árinu 2007. Ekki dettur Jóhönnu tetrinu sem loksins telur sinn tíma kominn, að falast eftir leiðréttingu á þessum algera FORSENDUBRESTI.

Í Kastljósi gærkveldsins vildi þáttarstjórnandi meina að við, almenningur hefðum skrifað undir þennan forsendubrest! http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4605448/2011/09/27/0/ en því fer nú fjarri eins og Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna réttilega benti á.

Þegar lán voru tekin var ákveðið verðbólguviðmið Seðlabanka Íslands sem miðað var við og útreikningar fram í tímann voru gerðir. Sjálf skrifaði ég undir slíka útreikninga. Þær tölur voru fjarri þeim sem við horfum á í dag. En það voru þær tölur sem fólk skrifaði nafn sitt við.Seðlabankinn hefur hinsvegar engin tök til að sporna við verðbólgu meðan verðtryggingar nýtur. Þetta vita fræðimenn og ættu því aldrei að hafa blekkt þjóðina með ótryggum loforðum um verðbólgu og verðbólguspá.

Verðtryggingin hentar hinsvegar lánveitendum - tryggir þá í topp. Jafnvel við náttúruhamförum. Lánin munu samt hækka þó svo landið sé komið undir sjó.

Það hljóta allir að sjá hversu fáránlegt þetta er. Engin lög styðja við núverandi útreikninga þar sem óðaverðbólgu er demt á höfuðstól lána. Og skyndilega - án þess að hafa nokkuð gert - skuldar maður helmingi meira í dag en í gær. Án þess að hafa nokkurn tíma séð það fjármagn. Á sama tíma heldur ríkisstjórnin hjólum atvinnulífs í heljarþröm og kippir þar með fótunum undan fjölda fjölskyldna. Helstu aðferðirnar þar eru skattahækkanir á atvinnulíf og neyslu (sem fara beint í verðbólguna) svo enginn getur sig lengur hreyft.

Á sama tíma er fjármagni dælt í bankana og þeim gefið leyfi til algjörs eignanáms - en ríkið velur úr þau fyrirtæki sem "mega lifa".

Gott fólk. Það eru ekki heimilin sem eru tæknilega gjaldþrota. Það er ríkisstjórnin og bankarnir ef eitthvað er. 

Það hefur verið brotið á okkur. Almenning. Þetta er kallað FORSENDUBRESTUR og ætti ekki að líðast.

Við skulum hittast á Austurvelli 1. október og ræða málin nánar.

Stöndum saman.


mbl.is Mesta verðbólga í 15 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Lísa Björk, æfinlega !

Ég er; foxillur fyrir þína hönd, að þessi þarfa grein þín, skuli ekki hafa fengið meiri athygli lesenda - sem skrifara, og raun ber vitni, um.

Liðið; sem mest kjammsar á stuðningi sínum, við þau Jóhönnu og Stein grím, á sér aukinheldur fyrir dekurrófur; þá Gylfa ASÍ einka eiganda, svo og Rafiðnaðar- Gúnda (Guðmund Gunnarsson), pjakka, sem fremur tækju inn eitur, en að samþykkja niðurlag verðtryggingarinnar, Lísa Björk.

Með beztu kvejum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 00:53

2 identicon

Kæra Lísa: Nú kveður aldeilis við annan tón frá síðustu blogg færslu þinni, mikið rosalega er þetta rétt hjá þér, megir þú hafa bestu þakkir fyrir, þú ert góður penni, bara ef sem flestir myndu lesa þetta svo ekki sé minnst á Jóhönnu kellinguna

Ég samsinni líka Olafi Helga hér að ofan algerlega..........

p.s. Ég veit að þú virðir skoðum mína frá fyrri bloggfærslu þinni, fyrirgefðu ég var kanske aðeins og harður, en ég meina það samt...

Kristinn Jonsson (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband