Það á að kæra alla banka fyrir þjófnað!

Meðan þúsundir svelta, hundruðir missa heimili sín og yfir tugþúsund eru atvinnulausir - sitja bankarnir og reikna. Reikna og græða. Reikna á fölskum forsendum, lán sem eru dæmd ólögleg. Samkvæmt lögum sem í raun eru líka ólögleg þar sem þau samræmast ekki öðrum lögum. Lög má ekki setja aftur í tímann. Humm.

Auðvitað er þetta ekkert annað en þjófnaður. Forsendubrestur sá sem hér kom upp er hundsaður og fjármögnunarfyrirtækin fá að ganga í vasa fólks líkt og ótýndir þjófar að nóttu - og komast upp með það. Stjórnvöld styðja nefninlega fjármagnið fremur en fólkið. Oliver Twist var flott persóna - en halló, ekki í bankaútgáfu.

Á Íslandi eru hva - 320 þús hræður eftir (þeir sem gátu hafa flúið land) og af þessum hræðum róa að minnsta kosti 5% í vellystingarspiki. Hafa fæðst með silfurskeið í munni (t.d. beint inní stjórnmálaflokk) eða verið afar ástsælir ótýndir þjófar - á kostnað annarra. Slatti af efri millistétt er ekki að hafa hátt um sín mál. Sitja í góðum stöðum og fá sitt sem endranær.

Þorri stjórnmálamanna (þessir í eldri aldurskanntinum) og þeirra vinir á sama aldri í áhrifastöðum, úthrópa verðtrygginguna sem nauðsyn til að viðhalda tikkandi innkomu í lífeyrissjóði þeirra. Þeir vilja nefninlega fá að láta seinni kynslóðir borga sína ellidaga. Rétt eins og seinni kynslóðir greiða fyrir óskuldsettu eignirnar þar sem lánin "brunnu upp" í verðbólgu fyrrum áður en verðtryggingin kom til.

Það fyrsta sem kennarinn minn í viðskiptafræði á sínum tíma sagði við okkur heimsku nemendurna var "þakka ykkur kærlega fyrir að borga námslánin mín og húsnæði foreldra minna". Verðtrygging á höfuðstól og ákveðnar skuldir í reikningsskilum eru ekki lengur reiknaðar þó svo við munum læra um það í þessum áfanga. Síðar verður því sleppt þar sem nú á að halda verðbólgu innan verðbólgumarkmiða og lög um ársreikninga hafa breyst að sama skapi. Við lærðum þá strax að verðtrygging færir auðmagn úr einum vasa í annan. Fjármagnið fer til þeirra sem eiga mest. Svona öfugt Hróa Hattar dæmi.

Þetta var árið 2002.

Ég á ennþá glósur um hvernig reikningshald var þegar verðbólga var tekin inn í reikningsskil - vill einhver eintak?

Nú - ekki. Nei auðvitað. Bestu fyrirtækin fá bara að afskrifa. Já, og bankarnir auðvitað...........

Svo ég segi nú eins og einhver sagði í áramótaskaupi 2010.

"Það er eitthvað svooooo rangt við þetta"


mbl.is Kærir Landsbanka fyrir þjófnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Lísa Björk, jafnan !

I. skrefið, í að sótthreinsa, svokallað Bankakerfi hér, áður en því yrði steypt, ætti að vera, að BERJA forráðamenn þeirra, all- hressilega, fyrst í stað.

En; við vitum bæði Lísa mín, að þar sem Ísland er 5. Heims ríki (ekkert siðferði), þarf víst vart að vænta þess, að til slíkra sjálfsagðra hluta kæmi.

Nema; með utanaðkomandi hjálp, vitaskuld.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það væri nú gaman að stefna þeim öllum. Þá væri virkilega hægt að sjá hvernig lög okkar landsmanna eru túlkuð, hverjum í hag.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.11.2011 kl. 22:40

3 identicon

Sæl á ný; Lísa mín !

Þá: má spyrja, fyrir hvers lenzka dómstóla, skyldi fara með mál, gegn þeim ?

Asíska - Ameríska; eða þá aðra ? Ekki gengju; íslenzkir, eða ESB landa dómstólar, í þeim efnum, svo mikið; er þó víst.

Með, ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband