Loksins raunhæft sjónarmið á forsjárdeilum

Það var kominn tími til að rannsókn væri gerð á ástæðum forsjárdeilna. Mikið hefur verið deilt um hvort dæma megi sameiginlegt forræði og sitt sýnist hverjum. Þó aðallega þeim sem minnst vita um raunveruleikann eða þeim sem berjast fyrir forræði á sínum eigin forsendum.

Í þessari meistararitgerð sem byggð er á könnunum kemur fram nákvæmlega það sem maður hefur kynnt sér í þessum efnum.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/felagslegur-vandi-a-bak-vid-flestar-forsjardeilur---340-mal-a-5-arum---sattamidlun-urraedi-i-ordi-en-ekki-bordi

Foreldrar barna sem hafa þann þroska til að taka hag barnsins fram yfir eigið sjálf mundi sjaldnast fara í það ferli sem forsjárdeila er. Enda væru þeir meðvitaðir um hvað barninu er fyrir bestu og aldrei að nota það í ágreiningi. Ekki hindra samskipti ef barn óskar eftir þeim eða halda því nauðugu frá örðu foreldri. Horfa á aðstæður og óskir barnsins umfram allt.

Ef sá þroski er hinsvegar ekki fyrir hendi er möguleiki á deilu. Eins og fram kemur í þessari ritgerð er þá oft um að ræða einhvern sjúkdóm s.s. alkóhólista/fíkn (sem er sálrænn en ekki viðurkenndur læknisfræðilegur sjúkdómur), ofbeldi (sem stjórnast oft af yfirgengilegri þörf á að stjórna öllum aðstæðum) eða öðrum röskunum foreldris.

Einnig kemur fram veikleiki kerfisins hvað varðar að hlusta á börnin sjálf og taka tillit til þeirra hagsmuna, enda réttarkerfið ekki beinlínis gert fyrir börnin.

Það er því fagnaðarefni að loksins sé komin fram könnun sem sýnir fram á þennan veikleika kerfisins og bendir á hagsmuni sjálfra barnanna umfram oft á tíðum eigingjarnar og sjálfmiðaðar kröfur foreldris sem setur sjálft sig í fyrsta sæti.

Vonandi verður þessi könnun vel kynnt þeim sem hafa afskipti af þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 15.12.2011 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband