Það er komið haust

Ég nótt sofnaði ég við að vindurinn hvein í trjánum.  Í morgun var ennþá hvasst og rigningarhljóðið var notalegt. Þó svo laufin séu ekki byrjuð að fjúka af trjánum og fylla garða og holræsi þá eru merki haustsins óneitanlega komin. 

Annað sterkt merki haustsins er það að gangurinn hjá mér er fullur af skólatöskum sem ég þarf að klofa yfir þegar ég kem heim.  Inni í herbergi miðjunnar minnar heyrast hlátrasköll þar sem nokkrar dömur eru að "læra saman" að eigin sögn.  Ískápurinn er líka fljótari að tæmast.

Litlan mín þarf að fara með útigalla með sér á leikskólann eftir helgi í fyrsta skipti.  Best að kaupa vettlinga líka og annað hlýlegt.  Hún er búin að vera lasin í viku litla skottið svo það er eins gott að hafa hana hlýlega klædda.  Það er jú komið haust.

Ég fegin því að renndar lopapeysur eru ennþá í tísku.  Það þýðir að miðjan mín frýs ekki á leið í skólann enn sem komið er.  En skófatnaðurinn er annað mál.  Nú þarf að kaup strigaskó sem "heita eitthvað" sem ég ekki man og kosta álíka mikið og þrjú samskonar pör í Hagkaup.  Svona er þegar gelgjan fer að gera vart við sig.  Það líður varla á löngu þar til mánaðarlaunin fara í tvennar gallabuxur og peysu úr einhverri tískuverslun.  Mér finnst það ætti að hækka barnabæturnar þegar börnin eru að ná 12 ára aldrinum.  Sérstaklega hjá fólki með stelpur.  Man aldrei til þess að stráksi minn hafi verið með neitt fatavesen ever.  Þau þurftu bara að passa og vera ekki of áberandi.

Kannski ég splæsi sjálf á mig nýrri yfirhöfn.  Úlpan mín er eldri en litlan og það má alveg fara að skipta henni út.  Jakkar duga varla mikið lengir svona einir og sér.  Þó maður sé í hóp mengandi mannvera sem ferðast á bifreiðum.  Seint mundi ég setjast á reiðhjól með lítið skott, heila ferðatösku af fötum og bleyjum til að hafa í leikskólann (samkvæmt lista), tölvutösku og  íklædd fötum sem eru gjaldgeng á vinnustað.  Fólk má alveg stofna svona vistvæna klúbba varðandi ferðamáta innan borgarinnar, kolefnisjafna og bara hvað sem er.  Er mjög hlynnt þessu svo lengi sem ég þarf ekki að fara eftir stefnu þeirra sjálf.  Ég vel að ferðast í bíl og nota pappableyjur og blautþurrkur svo eitthvað sé nefnt.  Ef það er merki um sjálfselsku - so be it.  Og ég hef ekki hugmynd um hvort klósettpappírinn hjá mér er endurunninn.

Allavega - haust.  Ég bíð það velkomið.  Nú fer allt í röð og reglu eftir "afruglun" sumarsins.  Allir snemma að sofa og vakna snemma.  Ekki bara ég og síðan fyrir skömmu - sú litla.

Og nú er ég að hugsa um að fara að halla mér enda komið langt fram yfir minn háttatíma.  Vonandi fæ ég smá hvin og rigningu til að sofna við - það er fátt betra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég kannast smá við svona skólabyrjun, skólatöskur í ganginum.  Að snúa sólarhringnum við var ekkert grín, þetta haustið.  Þegar börnin eru orðin þetta gömul vilja þau vaka, alveg endalaust   Ég hef aldrei keypt tískuvörur fyrir dæturnar mínar fimm, bara það ódýrasta og hagkvæmasta sem ég fann í búðunum..   Sonurinn er ekki heldur með miklar kröfur, bara Addidas buxur og svarta skyrtu.   Nokkur sett. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.8.2008 kl. 02:55

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég elska haustið.  Svo ferskt og yndislegt.

Og þá hætta allir að vera á þvælingi út um allar koppagrundir sem er ekki slæmt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 16:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Haustir er sko fallegt. það kólnar og tréin klæðast í litrík föt.  Góð kveðja til þín

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband