31.8.2008 | 23:51
Eiga blessaðar konurnar að "halda í sér"?
Þegar barn vill út þá er nú lítið annað að gera í málinu en að hjálpa því í heiminn. En hvað gerist nú ef ljósmæður fara í verkfall? Á þá að hjálpa verðandi mæðrum að "halda þeim í sér" með t.d. lyfjum sem draga úr samdráttum (og hægt er að gefa af hjúkrunarfræðingum) eða kalla alla tiltæka fæðingarlækna á vaktina á mun hærri launum? Eða láta pabbana fá bók þegar stundin nálgast " Að taka á móti barni for dummys"?
Ég held að ljósmæður séu nú öllu mikilvægari en stjórnmálamenn. Má ekki segja upp eins og nokkrum slíkum, lækka laun ráðherra, leysa upp einhverjar gamlar og úrelltar nefndir og hækka laun ljósmæðra.
Ég er hrædd um að ríkið verði að fórna einhverju fyrir blessuð litlu börnin.
Ljósmæður svartsýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það fæddust nú börn hér á landi áður en búið var að finna upp 6 ára háskólanám fyrir ljósmæður.
Ætli það verð ekki bara að nota gamla lagið aftur.
Landfari, 31.8.2008 kl. 23:59
Allar konur eiga bara að eignast börnin heima, á eigin vegum. Þau fæðast hvort sem er.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.9.2008 kl. 02:02
Sammála síðasta ræðumanni. Þetta 6 ára háskólanám hefur bjargað mörgum mannslífum bæði börnum og mæðrum á meðgöngu og í fæðingu. Sennilega er Landfari einstæður karlmaður sem hefur ekki þurft á þjónustu ljósmæðra að halda.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.9.2008 kl. 11:55
Allt gott um heimafæðingar að segja. ÞEGAR ALLT ER Í LAGI. Á sjálf ekki því láni að fagna. Má ég biðja um fagmenn á þessu stærsta augnabliki í lífi foreldra og barns. Nema landfari vilji að við t.d. tökum upp skóflu og haka við vegalagnir? Borðum bara súrmat? Þvílíkt rugl.
Rut Sumarliðadóttir, 1.9.2008 kl. 12:52
Sammála þér Lísa
Brynja skordal, 1.9.2008 kl. 17:10
Vona svo sannarlega að það semjist, alveg ófært þetta ástand, ég vildi ekki vera í þeim sporum að vera komin á steypirinn. Kveðja til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 1.9.2008 kl. 20:04
Það hafa nú flestir, sem betur fer, lifað af sína fæðingu og þar með talinn þú baddikeli, þátt fyrir að hafa ekki haft ljósmóður með með sex ára háskólanám til að taka á móti þér.
Get ekki að því gert að mér finnst skrifarar hér gera full lítið úr því mikla og fórnfúsa starfi sem ljósmæður hér hafa genum áratugina unnið við oft miklu erfiðari aðstæður en nú er boðið uppá. Þær hafa, óháskólagengnar, sjálfsagt bjargað fleirum en tölu verðu á komið.
Ef við notum sömu ályktunarhæfni og Lísa B virðist búa yfir gæti maður haldið að hún vissi ekki munin á að eignast barn og hafa hægðir. Ég var einfaldlega að benda á að börnin fæðast nú sama hvort einhver er í verkfalli eða ekki. Það er engu líkara en sumar konur sem skrifa hér skilji það ekki svo ótrúlegt sem það er.
Nema náttúrulega að Lísa búi yfir þeim hæfileika að geta bara "haldið í sér" þar til ljósmæður verða komanar á þokkaleg laun. Var það ekki Vilhjálmur sem söng hérna í den um að hann "vildi að börnin fengju að fæðast stærri / um fermingu það gæti látið nærri"
Landfari, 2.9.2008 kl. 09:46
Tja - ég hef nú átt þrjú börn og þótt það sé ekkert ósvipað því og að hafa hægðir (bara mun verra) þá er ég nú afskaplega fegin þeirri aðstoð sem ég fékk. Ég hefði nefninlega misst tvö þeirra ef ekki hefði komið til reglulegt eftirlit ljósmæðra og lækna því ég fékk lyfi til að halda aftur af samdráttum svo þau kæmu ekki allt of snemma. Ekki svo að segja að slíkt sé hægt að gera þegar kona er komin á tíma en það var hægt í þessu tilfelli. Svo þetta langa háskólanám og hæfni ljósmæðra sem og lækna bjargaði tveim af börnunum mínum. Ef ég hefði átt þau fyrir um 40 árum síðan hefðu þau bæði dáið. Þú mátt kalla það ályktunarhæfni, ég kalla það reynslu.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.9.2008 kl. 14:28
Lísa, kallarðu það reynslu að segja að ég sé "einstæður karlmaður sem hefur ekki þurft á þjónustu ljósmæðra að halda........." vegna þess að ég hélt þeirri staðreynd fram að börn hafi fæðst áður en nám ljósmæðra varð 6 ára háskólanám?
Þína upplifun af meðgöngu og barneignum hef ég hvergi kallað ályktunarhæfni vegna þess að ég veit hvað orðið þýðir.
Þér til upplýsingar vil ég benda á að reynsla og ályktunarhæfni er sitthvor hlutuinn. Staðreyndir er svo enn annað fyrirbrigði. Reynsla getur aldrei orðið að ályktunarhæfni þó hæfni manna til að draga réttar ályktanir geti aukist með aukinni reynslu. Á sama hátt geta menn haft mikla reynslu í að draga ályktanir en það breytir því ekki að þetta er og verður sitthvor hluturinn. Gildir þá einu hvort ljósmæður eru í verkfalli eða ekki.
Landfari, 2.9.2008 kl. 18:27
Ég var bara að segja að þú teldir skrif mín vera ályktunarhæfni - en ég var að tala um mína reynslu. Það er örugglega ákveðin reynsla að vera karlmaður, en það var ekki það sem ég átti við.
Ég var einfaldlega að segja að ef ég hefði átt þessi börn fyrir 40 árum þá hefðu þau bæði dáið. Það er nútíma tækni, framförum og þekkingu að þakka að þau eru á lífi.
Er þetta nógu skýrt?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2008 kl. 01:26
Lísa, þú skrifar í athugasemd nr. 4:
"Sammála síðasta ræðumanni." - Þetta er þín skoðun.
" Þetta 6 ára háskólanám hefur bjargað mörgum mannslífum bæði börnum og mæðrum á meðgöngu og í fæðingu." - Þetta er fullyrðing eða staðhæfing. Rétt eða röng eftir atvikum. Ég tel næsta víst að þó ljósmæðranám væri 4 ár í háskóla hefði engum mannslífum verið fórnað. Held að öll vafatilfelli séu meðhöndluð undir handleiðslu lækna. Allavega var það svo í þínu tilfelli samkvæmt þinni frásögn. Það kemur hinsvegar ekki fram fyrr en í athugasemd þinni nr. 9 að þessi fullyrðing er byggð á persónulegri reynslu. Í athugas. nr. 11 dregurðu svo aftur í land með að þetta sé nú allt 6 ára háskólanámi ljósmæðra að þakka því þar tilekurðu nútímatækni og framfarir sem bjargvætti auk þekkingar sem á þá væntanlega ekki síður við um lækna en ljósmæður.
"Sennilega er Landfari einstæður karlmaður sem hefur ekki þurft á þjónustu ljósmæðra að halda........." - Þetta og aðeins þetta er ályktun í þessari athugasemd þinni. Ályktun sem mér fanst svolítið út í hött. Hana dregurðu af skrifum mínum í athugasemd nr. 1 þar sem ég ég bendi á þá staðreynd að börn hafa fæðst hér gegnum tíðna sama hvort ljósmæður voru sjálfmenntaðar eða með 6 ára háskólnám. Athugasemd sem ég skrifaði því fyrstu viðbrögð mín við lestri pistils þíns var að þér findist að nú þyrfti að stöðva fæðingar þar til verkfallið leystist.
Þó við séum í grunninn sammála um að það séu margar stéttir nauðsynlegri en stjórnmálamenn þá þurfa þeir nú líka að vera til. Annars virkaði samfélagið ekki, frekar en ef aðrar stéttir vantaði. Þveröfugt við þína tillögu um að fækka stjórnmálamönnum hefur einmitt þingönnum verið veitt heimild til að ráða aðstoðarmenn á kostnað ríkisins. Svo einkennilegt sem það er virðast alltaf vera til peningar til að bæta kjör og starfaðstöðu þingmann og ráðherra samanber eftirlaunafrumvarpið sem var ekki vandamál að fá flýtimeðferð fyrir til að samþykkja. Það er hinsvegar ómögulegt að fá það rætt, virðist vera þegar á að afnema þessi nýju lög.
Þó það sé ekki erfitt að vera sammála að ljósmæður eigi allt gott skilið og þar með hærri laun þá er það bara á svo miklu fleiri stöðum sem það á við líka. Það hefur t.d. gengið illa að halda leikskólum opnum vegna manneklu og starfsmannaveltan þar er gríðarleg. Dæmi um að menn ráði sig í vinnu og byrji að morgni, fari í mat á hádegi og sjáist aldrei aftur. Það er nú líka mikilvægt að börn njóti góðrar umönnunar í uppeldinu til að komast til vits og þroska. Ekki fæðumst við fullþroska í þennan heim.
Því miður er það þannig að barnauppelldi lendir í auknu mæli á stofnunum og skólum því foreldrarnir eru of uppteknir ílífsgæðakapphlaupinu. Því er mikilvægt að þær stofnanir séu vel mannaðar. Það gerist ekki með því að krefjast sífellt lengra og lengra háskólanáms starfsmanna. (Er ekki fóstrunám núna 4 ár í háskóla?) Það gerist einfaldlega með því að hafa launin þannig að starfið sé eftirsóknarvert svo hægt sé að velja hæfasta starfsfólkið úr, en ekki þurfa að ráða það sem ekki fær vinnu annars staðar.
Það er engan vegin hægt að sjá á prófskírteini vort viðkomandi er góð fóstra/fóstri eða ekki. Sama á við um kennara og fleiri stéttir. Það er í mörgum störfum sem persónuleiki, frekar en prófgráðan segir til um hæfni til að sinna starfinu. Að sjálfsögðu þarf ákveðin grunnmenntun að vera til staðar, mismikil eftir atvikum. Það má enginn skilja orð mín sem svo að ég sé á móti menntun, síður en svo. Mér finnst það bara ekki rétt aðferð við að ákvarða laun að telja árin í skóla. Þar spilar svo margt annað inn í.
Varðandi fóstrurnar, þar sem gjarnan er vitnað í 6 ára háskólanám og launin í engu samræmi við það, finnst mér að skoða meigi hvort ekki sé hægt að gera námið skilvirkara og stytta það.
Landfari, 3.9.2008 kl. 14:04
Sæll Landfari
Það er bara hiti í málunum. Reyndar er ég nú sammála flestu í skrifum þínum, það er bara eitt sem mér finnst að komi ekki fram. Ljósmæðranámið sem slíkt er 2 ár. Hjúkrunarfræðinámið sem er undanfari þess er 4 ár. Rétt eins og læknanámið er 6 ár og síðan einhver ár í sérhæfingu. Þannig að mér finnst þú horfa eilítið skakkt á þessi 6 ár ljósmæðranna. Þessar kröfur um háskólanámið er þ.e. fyrst hjúkrunarfræði síðan ljósmóðirin er sett af stjórnvöldum. Þær hafa ekkert val um 2ja ára fornám og síðan ljósmóðurnám. Háskólanám, hvert svo sem það er, er mikil vinna og einnig mjög kostnaðarsamt. Mér finnst fullkomlega réttlátt að horft sé til þess hvað einstaklingar þurfa að leggja á sig til að mennta sig á sínu sviði þegar kemur að launakjörum - ertu ósammála því?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2008 kl. 14:44
Sæl Lísa.
Það er engu líkara en við séum bara að verða pennavinir
Ég er auðvitað sammála því að það á að taka tillit til menntunar við launakjör en ekki eingöngu. En það eru ekki stjórnvöld sem einhliða ákveða hversu langt námið er. Frumkvæði kemur yfirleitt frá séttunum sjálfum eða félögum þeirra til þess að ýta upp laununum. Eins nafnabreytingar eins og ræstingarkona varð að ræstitækni, hjúkrunarkona varð að hjúkrunarfræðingi og svo frv.
Þetta hefur einkum átt við hinar "hefðbundnu" kvennastéttir því það er eins og "karlastéttirnar" hafi ekki þurft þess með til að ná háum launum.
Ef við skoðum eins og t.d. flugumferðastjóra sem eru með há laun eftir stutt nám og meira að segja á launum í náminu. Flugstjórar eru líka í hærri kantinum en þeir eru ekki á launum í grunnnáminu þó þeir séu náttúrulega á launum þegar þeir eru að læra á einstakar tegundir.
Það sem gerir starfsstétt auðveldara að ná fram háum launum er nr. 1 að vera tiltölulega fámenn stétt.
Annað sem hjálpar er að eiga um fleiri en einn atvinnurekanda að velja. Þeir sem eiga bara möguleika á vinnu hjá hinu opinbera eru yfirleitt ekki á mjög háum launum. Berðu saman bókasafnsfræðing eða sagnfræðing við tölvufræðing. Held ég megi segja að það sé verulegur munur, var það allavega þegar eftirspurn var mikil eftir tölvukunnáttu.
Svo er það eitt í þessu og það er launamunurinn á milli kalla og kvenna. Það er búið að skýra hann að hluta með meiri vinnu, stundum meiri ábyrgð og alls kyns atriði tínd til og svo kemur alltaf að þessum "óútskýrða launamun"
En það er til skýring á honum. Karlar leita miklu frekar í vel borgaða vinnu en konur. Ekki það að konur vilji ekki vel borgaða vinnu heldur eru þær með aðrar áherslur.
Kona sem athugar með vinnu spyr um vinutíma, starfsaðstöðu, hvernig mórall er á vinnustaðnum og ýmislegt sem henni finnst líka skipta máli, ekki aðallega launin.
Karl sem atugar með vinnu spyr nr. 1 hver launin séu, hvað sé greitt fyrir yfirvinnu og fleira í þeim dúr.
Ljósmóðir er náttúrulega dæmigerð kvennastétt og getur nær eingöngu unnið hjá ríkinu. Ég efast um að konur væru almennt tilbúnar til að njóta þessarar þjónustu frá karlmanni enda mjög erfitt fyrir hann að veita þessa þjónustu í sama gæðaflokki því hann hefur ekki þá persónulega reynslu sem kona hefur, jafnvel þó hún hafi ekki átt barn.
Eins asnalegt og manni finnst að dýralæknar séu með tvöföld laun ljósmæðra þá óttast ég að þær komi ekki til starfa aftur á þessu ári ef þær halda fast í 40% hækkun launa.
Landfari, 4.9.2008 kl. 22:30
Hmm er þá í lagi að laun ljósmæðra taki ekki mið af menntun þeirra vegna þess að þetta er kvennastétt? Líkt og kennarastéttin er að verða og leikskólakennararnir. Sumsé allar stéttir sem sjá um börnin okkar frá fæðingu fram á unglingsár amk. Hvað ef þessar stéttir þurrkuðust út vegna þess hve launin væru lág? Og afhverju eru ljósmæður í þessari baráttu ef þær leggja ekki áherslu á launin? Ég vona bara að allar stéttir sem snúa að börnunum okkar fái að lokum réttlát launakjör þar sem tillit er tekið til þeirrar miklu ábyrgðar sem þær bera.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.9.2008 kl. 19:13
Ef það "að laun ljósmæðra taki ekki mið af menntun þeirra vegna þess að þetta er kvennastétt?" er það sem þú lest út úr skrifum mínum þá ert þú að misskilja mig illa.
Það sem ég vara ð reyna að segja er að þetta verður þungur róður hjá þeim og útilokað að þær geti náð fram 40% launahækkun þegar mikklu lægra launaðar stéttir eru að taka á sig verulega kjaraskerðingu til að reyna að halda þjóðarskútunni réttum kili. Það þýðir ekki að ég sé að segja að fóstrur séu of hátt launaðar. Ég er hinsvegar sannfærður um, eins og ég hef áður bent á að það hlýtur að meiga gera námið þeirra hnitmiðaðra þannig að það taki ekki 6 ár.
Hitt sem ég var að reyna að benda á er að karlar sækja ekki í t.d. fóstrunám því þeir, eins og konur, vita hver launin eru hjá þessum stéttum. Þeir láta það ekki eftir sér, jafnvel þó þeir hafi gaman af börnum.
Ég sé ekki ástæðu til að takmarka óskir um réttlát launakjör við þær stéttir sem snúa að börnum. Þessi ósk á bara við um alla sem á landinu búa því flest öll eigum við börn og það sem börnin þurfa helst á að halda eru fleiri stundir með foreldrum. Þær stundir fá þau ekki nema foreldrarnir geti lifað þokkalega af dagvinnulaunum, sama hvaða starfi þau gegna. Foreldrarnir þurfa flestir líka að taka sig á og láta af eltingaleik við hégóma sem sekkur þeim í botnlausa vinnu til að ná sér upp úr skuldasúpunni.
Það er ótrúlega mikið til í þessum texta sem Vilhjálmur heitinn söng á sínum tíma:
það er nú svo skrítið er á það ég lít,
sú örvænting stórbrotin segja ég hlít,
er finn ég það út, ef fast ég brýt hugann
um ferðalag okkar á þessari storð.
Alveg er sama hve ánægður dvel,
í allsnægtum - mér verður ekkert um sel.
Hamingjan drukknar, sem dægurfluga
í draumnum um meira á allsnægtaborð.
Landfari, 5.9.2008 kl. 20:12
Heill og sæll aftur:) Ég er alveg sammála því að þær munu varla fá 40% enda fæst sjaldnast það úr launabaráttum sem haldið er upp með.
Sennilega mætti flest nám vera hnitmiðaðra en það virðist vera sú lenska í dag að ljúka fyrst almennu BS námi og fara síðan í sérhæfingu. Það er meira að segja verið að lengja sumt nám fremur en að stytta það. Annars tel ég alla menntun af hinu góða og það er gott að vita af því t.d. þegar maður er að eiga börnin sín, að ljósmæður eru vel menntaðar almennt utan bara að vera ljósmæður. Og ljósmæður gera margt annað en bara að taka á móti börnunum. Þær fylgjast með allri meðgöngunni (annað en áður var) svo hægt er að grípa inní ef eitthvað virðist ekki í lagi. Síðan fylgjast þær með krílunum fyrstu vikurnar eftir fæðinguna - sem er sérstaklega gott fyrir ungar óvanar mæður. Það er fyrst og fremst þessi síðarnefnda þjónusta sem liggur niðri núna s.s. meðgöngudeild (sem er mjög mikilvæg og ég hef m.a verið þar sjálf) og heimaþjónustan.
Það eina sem ég er í raun að segja er að ég styð ljósmæður í launabaráttu sinni vegna þess að ég tel þær eigi allt gott skilið (og ég mundi vera sömu skoðunnar með launabaráttu annarra "kvennastétta") - hvort ég trúi að þær fái 40% hækkun - það veit ég hins vegar ekki.
Verð að fá að koma með einn punkt að lokum. Öll erum við í baráttunni við verðbólgudrauginn sem á einkaheimili sitt hér á Íslandi. Það hækkar allt sem við þurfum á að halda og flestir eru með lán á heimilum sínum sem hlaða núna á sig verðbótum. Launin eru yfirleitt það sem síðast nær jafnvægi þegar miklar breytingar eru í hagkerfinu. Það hafa verið miklar breytingar í hagkerfinu og sumar varanlegar - þess vegna verða laun að fylgja á eftir svo hlutirnir nái jafnvægi aftur. Það hlýtur að segja sig sjálft þegar íbúðarverð hefur t.d. hækkað um yfir 100% á fimm árum. Launin verða að fara að skríða uppá við og elta þessar hækkanir. Og það er þá ekki spurningin um alsnægtir heldur hreinlega að geta borgað reikningana sína og lifað sómasamlegu lífi.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.9.2008 kl. 22:55
Mikil skrif hér....viðkvæmt mál.
Innlitskvitt og hafðu góðan dag og fullkomnu börnin þín líka.
Halla Rut , 8.9.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.