16.11.2008 | 00:18
Loftbor? Neiiii - ÞURRKARINN!!!!!!!!
Ég og litla vorum að vasast í þvotti í dag. Það er svo mikið að þvo af svona litlu subbuskoffíni og gelgjustelpu sem er hálfgert skoffín líka og þarf að skifta oooofft um föt.
Sú litla setur í þvottavélina - kát. Vill helst troða endalaust, en ég stoppa hana af. Síðan set ég úr fyrri vélinni í þurrkarann og set hann af stað.
Við litla trítlum inní svefnherbergi til að lesa bók - Herra Kitla - og kúra smá.
Allt í einu þessi svakalegi hávaði. Hva - er fólk að gera við hérna fyrir utan núna? Á laugardegi? Með loftbor og læti?
Hávaðinn magnaðist og ég fór fram á gang til að athuga málið. Mér til skelfingar átta ég mig á því að hávaðinn barst úr mínu eigin þvottahúsi. Og þetta var enginn loftbor, heldur þurrkarinn að gefa upp öndina - með látum. Var búinn að vera með vesen, slá út rafmagninu og svona - en þetta var eiginlega SCARY..........
Slökkti á tækinu í hvelli.
Nú hanga flíkur út um alla íbúð. Hér eru bara snúrur úti í garði. Ég er lítið fyrir að frysta þvottinn minn. Þvottahúsið tekur ekki við snúrum - of lítið. Þurrkarinn var uppi á þvottavélinni. Auk þess yrðu að vera ansi margar snúrur - með mína fjölskyldu - sigh.
Damn Damn - og það er auðvitað rétti tíminn til að kaupa þurrkara ekki satt. Allir að drukkna í peningum þar með talið ég - NOT.
Tja - þetta hefði getað verið verra. Það hefði getað verið þvottavélin. Eða eldavélin.
Nú - eða tölvan
Athugasemdir
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2008 kl. 02:15
Mikið óskaplega yrði ég nú hamíngjusamur ef að eitthvað af þeim tækjum sem að ligga urrandi í kínverzka þvottahúzi konudýrs míns gæfu upp önd, gæz, eða rjúpu.
Það eru snúrur úti í garði, kona !
Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:57
Efast um að konudýrið yrði jafnsælt
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.