16.11.2008 | 00:18
Loftbor? Neiiii - ÞURRKARINN!!!!!!!!
Ég og litla vorum að vasast í þvotti í dag. Það er svo mikið að þvo af svona litlu subbuskoffíni og gelgjustelpu sem er hálfgert skoffín líka og þarf að skifta oooofft um föt.
Sú litla setur í þvottavélina - kát. Vill helst troða endalaust, en ég stoppa hana af. Síðan set ég úr fyrri vélinni í þurrkarann og set hann af stað.
Við litla trítlum inní svefnherbergi til að lesa bók - Herra Kitla - og kúra smá.
Allt í einu þessi svakalegi hávaði. Hva - er fólk að gera við hérna fyrir utan núna? Á laugardegi? Með loftbor og læti?
Hávaðinn magnaðist og ég fór fram á gang til að athuga málið. Mér til skelfingar átta ég mig á því að hávaðinn barst úr mínu eigin þvottahúsi. Og þetta var enginn loftbor, heldur þurrkarinn að gefa upp öndina - með látum. Var búinn að vera með vesen, slá út rafmagninu og svona - en þetta var eiginlega SCARY..........
Slökkti á tækinu í hvelli.
Nú hanga flíkur út um alla íbúð. Hér eru bara snúrur úti í garði. Ég er lítið fyrir að frysta þvottinn minn. Þvottahúsið tekur ekki við snúrum - of lítið. Þurrkarinn var uppi á þvottavélinni. Auk þess yrðu að vera ansi margar snúrur - með mína fjölskyldu - sigh.
Damn Damn - og það er auðvitað rétti tíminn til að kaupa þurrkara ekki satt. Allir að drukkna í peningum þar með talið ég - NOT.
Tja - þetta hefði getað verið verra. Það hefði getað verið þvottavélin. Eða eldavélin.
Nú - eða tölvan
Athugasemdir
Mín tölva dó í síðustu viku og sjónvarpið sem ég er með í láni, er í hættu eigandinn vill fá það aftur núna!!! Þurrkarinn minn er sem betur fer ennþá góður og þvottavélin ekki svo gömul. Mig vantar nýja tölvu og nýtt sjónvarp strax!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.11.2008 kl. 02:15
Mikið óskaplega yrði ég nú hamíngjusamur ef að eitthvað af þeim tækjum sem að ligga urrandi í kínverzka þvottahúzi konudýrs míns gæfu upp önd, gæz, eða rjúpu.
Það eru snúrur úti í garði, kona !
Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:57
Efast um að konudýrið yrði jafnsælt
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.