10.12.2008 | 01:26
Einu sinni voru Bláir englar.......
Einu sinni í fyrndinni var hljómsveit sem nefndi sig Bláa engla. Hún var skipuð þrem frábærum hljómlistarmönnum. Hér má sjá eftirlifandi meðlimi bandsins en bassaleikari þeirra, Höskuldur Svavarsson lést fyrr á þessu ári eftir langvarandi veikindi. Blessuð sé minning hans enda drengur góður.
Það skemmtilega við þessa ágætu menn hérna á myndinni er að þeir tengjast bloggheimum hvor á sinn hátt. Annar þeirra er hér virkur meðlimur utan að vera yours truly. Síðan hef ég komist að því að hinn á sér líka ektamaka innan veggja bloggheima og er hann einatt nefndur til leiks í skemmtilegum frásögnum.
Jæja ágætu bloggvinir - hver er hvor og hver á hvern?
Athugasemdir
Myndin er svo lítil og ég get ekki stækkað hana með því að klikka á hana? Ég þekki engann á myndinni enda ekki með stækkunargler á mér
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:37
Ég veit það - ég get ekki stækkað hana án þess að hún fari í rúst. Skal reyna:)
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:40
Lísa ég er alveg á gati, ég þekki fólkið á myndinni ekkert
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:04
Kannski Jón Snæbjörnsson??? vinstra megin á myndinni
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:05
Búin að ná henni stærri - ha ha
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:22
Það skal tekið fram að nokkuð mörg ár er síðan myndin var tekin.....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:25
Ég gat skoðað stærri mynd fyrir löngu síðan, þegar ég klikkaði á myndina til hliðar vinstra megin þá efri, núna í miðjunni :)
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.12.2008 kl. 02:39
Við skulum vona að fleiri kíki hér inn og komi með getgátur áður en ég læt uppi hverjir þetta eru
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 11:38
Hehe, ég er mjög spennt að vita.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2008 kl. 13:59
Noh - áhuginn er gífurlegur
Annar þessara töffara er á vinalistanum mínum........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:30
Eftir mikla rannsóknar og samanburðarvinnu giska ég á : Einar Vilberg og Gunnar Waage
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:31
Til hamingju Sigrún - þú hefur staðið vel að þessari vinnu þinni. Þá geturðu væntanlega bent á hver á hvorn...?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:07
Ég veit að Einar er Jennýjar, þannig að Gunnar er þá þinn
Velkomin í bloggvinahópinn
Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:31
Takk fyrir það. Þar með er gátan ráðin. Minn grettir sig ennþá svona hrikalega stundum þegar hann spilar á settið. Það er alveg hryllilega fyndið....
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.12.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.