17.8.2009 | 16:12
Aumingja Þráinn
Nú er hann kominn í þá stöðu sem hann vildi - þarf ekki að vinna með neinum frekar en hann kýs sjálfur. Getur stutt Össur vin sin ef honum sýnist svo.
Aumingja Þráinn - hann er örugglega alsæll með þetta allt saman.
Þráinn úr þingflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- baldvinj
- birgitta
- westurfari
- gleymmerei
- skordalsbrynja
- ding
- einarbb
- einarsmaeli
- eeelle
- elina
- estro
- ea
- fhg
- lillo
- stjornarskrain
- tilveran-i-esb
- bofs
- dramb
- gudruntora
- neytendatalsmadur
- heidathord
- hreyfingin
- hogni
- jenfo
- naflaskodun
- islandsfengur
- huxa
- jonaa
- kristbjorg
- kristinn-karl
- marinogn
- rannsoknarskyrslan
- robertthorh
- runsi
- fullvalda
- amman
- joklamus
- sigur
- siggith
- stjornlagathing
- steffy
- stebbifr
- lehamzdr
- svala-svala
- isspiss
- tigercopper
- tryggvigunnarhansen
- thjodarsalin
- isleifur
- sumri
- thorsteinnhelgi
- thorsaari
- h2o
- bjartsynisflokkurinn
- keli
- olafurjonsson
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 1475
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þráinn á vaflaust marga vini en sjálfur var hann Framsóknarmaður alveg fram á þetta vor. Hann gaf jafnvel kost á sér í framboð fyrir Framsóknarflokkinn í vor en flokkurinn þáði ekki boð hans. - Það er því fráleitt að spyrða hann við Samfylkinguna þó svo Þráinn þekki þar einhvejra, hann hefur aldrei sýnt Samfylkingunni áhuga umfram aðra flokka. Hann þekkir örugglega náðið fólk úr öllum flokkum.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.8.2009 kl. 16:27
Ja, hvað á fólk að halda? Við vitum að Þráinn og Össur fara saman í sumarfrí með fjölskyldurnar sínar. Hví skyldu þeir þá ekki standa saman á þingi?
Borgarahreyfingin lagði upp með að virða "sannfæringu" þingmanna sinna og bókstaflega auglýsti að stefna hreyfingarinnar ætti og mætti vera út og suður allt eftir málefnum hverju sinni og þingmönnum þá (væntanlega?) í sjálfsvald sett hvernig þeir verðu atkvæðum sínum.
Þetta ætti eflaust að gilda um Þráinn líka. Hvað hefur nú breyst þarna innanhreyfingar og hvers vegna - það er spurningin?
Kolbrún Hilmars, 17.8.2009 kl. 16:56
Þráinn hefur ekki verið gerður útlægur úr þinghópi borgarahreyfingarinnar - honum var síðast sent boð á þinghópsfund síðastliðinn miðvikudag sem og boðið að hitta okkur til að fara yfir icesave... ég vona svo sannarlega að honum farnist vel að vinna að málefnum xo sóló:)
Birgitta Jónsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:44
Þú ert eitthvað að snúa þessu á hvolf. Þráinn hefur greitt atkvæði hingað til í samræmi við stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. Í bréfinu segist hann ætla að halda áfram á þeirri braut.
Einar Guðjónsson, 17.8.2009 kl. 18:59
Nei - ég er engu að snúa á hvolf. Það kom skýrt fram í breytingartillögunni sem þremenningarnir studdu (en ekki ÞB) að þingfest yrði að þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðildarviðræðna væri gilt lokasvar um hvort gengið yrði í ESB eða ekki. En það hefði þýtt að þjóðin hefði getað fellt inngönguna - málið dautt. Það gat Jóhanna ekki leyft og Samfylking, stór hluti VG og auðvitað Þráinn felldu þá tillögu.
Sástu ekki útsendinguna frá Alþingi? Það er ekki sama aðildarviðræður og aðildarviðræður með lögfestu ákvæði um að þjóðin taki afstöðu í lokin!
Þremenningarnir stóðu fullkomlega við sína stefnuskrá - þjóðin á þing.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 19:20
Það er rétt Birgitta. Það best ég veit þá var Þráinn aldrei gerður útlægur - hann bara vildi vera útlagi - soldið ég um mig frá mér til mín. Nú hefur hann svona "einhvernskonar sóló" þingsæti, og hlýtur að vera mjög sáttur. Getur rabbað við vini sína á þingi og tekið sína eigin afstöðu. Þarf ekki að mæta á þingflokksfundi (ekki að hann hafi gert það svosem) og getur ekki sett upp snúð ef flokksfélagar eru honum ekki sammála.
Aumingja Þráinn. Kannski fer honum að leiðast þófið ef hann hefur engann til að agnúast í.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.8.2009 kl. 20:16
Eitt sinn stóðu tveir Jónar og ræddu saman en vinur minn einn sem stóð álengdar benti til þeirra og sagði stundarhátt "sjáið þið þarna eru þeir báðir, aumingja Jón og Jón aumingi". Hvor skyldi nú hafa verið hvað?
Persónulega finnst mér að ÞB ætti bara að segja af sér þingmennsku, því hann gat ekki ekki fylgt (eða skildi ekki) stefnuskrá eigin flokks. Samanber athugasemd mína hjá Birgittu Jónsdóttur við færslu hennar um afsökunabeðni Margrétar Tryggvadóttur.
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 17.8.2009 kl. 21:12
Það er leitun að öðrum eins subbukommentum og hér koma fram.
Þvílíkur rógur frá nafnlausum lyddum.
Þvílík reisn Lísa og Birgitta. Hélt að þið væruð stærri en þetta.
hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 01:22
Rosalega vita allir mikið (allt?) um þennan mann (og ég veit eiginlega ekki neitt) Mun samt ekki byggja skoðanir mínar á honum, eftir allskonar "umsögnum".
Eygló, 18.8.2009 kl. 03:57
Hilmar: Hvað áttu við með ummælum þínum um reisn Birgittu? Hún ritstýrir ekki þessum þræði og hefur ekkert um það að segja hvað fólk skrifar hér né annarsstaðar. Legg til að þú varðveitir eigin reisn í stað þess að ráðast að annarra.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.8.2009 kl. 10:11
Það kom hér inn athugasemd frá "kjósanda" sem ég ákvað að fjarlægja þar sem hún á ekki heima í þessari umræðu.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.8.2009 kl. 10:32
Ég á við komment Birgittu nr 4 þar sem hún velur að hæðast að þeim manni sem einn stóð með stefnu BH.
Með þig Lísa, eftir að hafa lesið komment frá þér hér og þar í bloggheimum, þá hreinlega fallast mér hendur ef ég ætti sérstaklega að definera smekkleysuna í þér gagnvart Þránni.
Önnur komment hér að ofan ( fyrir utan það sem þú tókst út ) dæma sig sjálf.
Eða vill Kolbrún í kommenti 3. fara dýpra ofan í einkalíf Þráinns ?
hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 12:54
hvernig lest þú hæðni úr athugasemd nr. 4
sé ekki betur en að Birgitta sé að óska honum velfarnaðar sem óháður þingmaður.
er þetta ekki bara komið nóg í bili? er ekki rétt að leyfa þingmönnunum bara að vinna að málefnum þjóðarinnar í friði, án allra ásakana og illdeilna.
ThoR-E, 18.8.2009 kl. 13:00
Er einhver að trufla þá Ass ?
hilmar jónsson, 18.8.2009 kl. 13:01
öll þessi umræða öll hefur án efa truflandi áhrif á þá. Svona áreiti hjálpar þeim eflaust ekki í því að vinna að einu stærsta máli íslandssögunnar, Icesave.
En þrátt fyrir þetta allt finnst mér þau hafa komð vel út.
ég velti fyrir mér hvort þetta sé stafsetningavilla, eða hvort þú sért svona mikill brandarakall.
ThoR-E, 18.8.2009 kl. 13:08
Hilmar: Kíkjum á stefnu Borgarahreyfingarinnar. Og bentu mér nú vinsamlegast á það atriði sem Þráinn var einn um að standa við.
Að því loknu geturðu litið inn á blogg lillo þar sem hann hefur sett saman fyrirmyndar fyrilit um störf þessara fjögurra þingmanna.
1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð.......
2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
3. Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri.
4. Skuldsett fyrirtæki verði boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef ásættanlegt verð fæst.
5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins...
6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands.........
Síðan kemur áhugaverður kafli um þjóðaratkvæðagreiðslu (sem t.d. ÞB felldi að þingfest yrði í lok aðildarviðræðna).
Landsmenn semji sjálfir sína eigin stjórnarskrá
1. Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um mál sem varða þjóðarhag óski 7% þjóðarinnar þess. Sama skal gilda um þingrof.
2. Bera skal alla samninga sem framselja vald undir þjóðaratkvæðagreiðslu.
3. Rofin verði öll óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims.
4. Viðurkenna skal þau sjálfsögðu mannréttindi að vægi atkvæða í alþingiskosningum verði jafnt, sbr. 21. gr. Mannréttindayfirlýsingar S. Þ., enda sé það í samræmi við hugmyndir um aukið vægi þjóðaratkvæðisgreiðslu um einstök mál. Það er augljóst að ekki gengur að láta suma landsmenn hafa meira vægi en aðra í þjóðaratkvæðagreiðslu.
5. Fjöldi þingmanna miðist við fjölda á kjörskrá og verði hlutfallið 1/4000. Það er í samræmi við algengt hlutfall hjá öðrum þjóðum sem við berum okkur saman við. Þetta myndi þýða örlitla fækkun þingmanna frá því sem nú er en hægfara fjölgun í framtíðinni með vaxandi fólksfjölda.
6. Kjördæmaskipan verði endurskoðuð og kjördæmum á suðvesturhorninu fækkað úr þremur í eitt.
7. Tryggð verði skipting valdsins milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi.
8. Ráðherrar, þingmenn og æðstu embættismenn framkvæmdavaldsins gegni embætti í mesta lagi í átta ár eða tvö kjörtímabil samfellt.
9. Fyrstu málsgrein 76. greinar stjórnarskrárinnar verði breytt til samræmis við Mannréttindayfirlýsingu S. Þ. um réttinn til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan. 76. gr. verði á þessa leið eftir breytingu: „Öllum skal tryggður réttur til grunnlífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og lífsviðurværi þeirra sjálfra og fjölskyldu þeirra. Grunnlífskjör teljast vera nauðsynleg næring, hreint vatn, klæði, húsnæði, læknishjálp og félagsleg þjónusta, svo og réttur til öryggis vegna atvinnuleysis, veikinda, fötlunar, fyrirvinnumissis, elli eða annars sem skorti veldur og menn geta ekki við gert.“ Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.
10. Allar náttúruauðlindir verði í þjóðareigu og óheimilt að framselja þær nema tímabundið og þá aðeins með viðurkenndum gagnsæjum aðferðum þar sem fyllsta jafnræðis og arðs er gætt.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.8.2009 kl. 14:02
Síðan vil ég þakka öllum innlitið og ég hvet fólk til að styrkja og styðja við bakið á þingmönnum sem vinna ómetanlegt starf dag og nótt fyrir okkur þjóðina. Ég mun halda áfram að styðja við þá þingmenn sem mér finnast skara framúr, sé þess þörf. Þau þurfa vissulega á jákvæðum stuðningi að halda!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.8.2009 kl. 14:07
Tek undir þetta Lísa.
Mér finnst í þessu máli öllu að litið sé framhjá því frábæra starfi sem þingmennirnir hafa unnið og hve hart þau hafa lagt að sér. Unnið að t.d Icesave málinu myrkranna á milli.
Því er litið framhjá og þau dæmd eftir einhverju einkabréfi.
En nú er þessu máli vonandi lokið og geta þau farið að vinna áfram að málefnum kjósenda sinna og þjóðarinnar allrar.
ThoR-E, 18.8.2009 kl. 14:20
Hefur Hilmar - comment #13 - ekki lesið pistlana hans Þráins um fjölskyldumál, sumarfrí og sveitarferðir?
Eftir þann lestur veit ég, og hálf þjóðin að auki, hvað konan hans Þráins heitir, að honum þykir vænt um hana og ber virðingu fyrir skoðunum hennar, hvað stúlku-barna-börnin heita, hvert þau fara öll í sumarfrí og með hverjum. Gott ef ekki hvað hestarnir heita sem þau klofsetja í sveitinni.
Ja hérna, Hilmar - fávís ertu ef þú lest ekki skrifin hans Þráins.
Kolbrún Hilmars, 19.8.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.