Mat á eignarýrnun vegna hryðjuverkalaga komi til frádráttar höfuðstól.

Ég mundi vilja sjá báðar breytingartillögur samþykktar og væri það mikil bót á núverandi samningi. Endurskoðunarákvæði orðin skýr, hámark á greiðslum úr ríkissjóði sem miðar við vöxt vergrar landsframleiðslu milli ára, auðlindir landsins eru tryggðar og greiðslubyrgðin á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til að byggja upp efnahagskerfið. Gott og vel.

Það er nauðsynlegt og eðlilegt að vaxtagreiðslur miðist við gildistöku samninga en ekki febrúar 2009.

Hinsvegar sé ég ekki breytingartillögu um gjaldfellingu lánanna og áhrif á gjaldfellingu annarra lána (en gæti hafa yfirsést það). Eins finnst mér sjálfsagt að fram komi krafa um mat á því tjóni sem Breska ríkisstjórnin olli okkur með hryðjuverkalögunum. Eignatjónið verði metið til fjár á viðeigandi gengi og dregið frá höfuðstól skuldar við Bretland! Það er óhæft að þeir komist upp með þetta ódæðisverk án þess svo mikið sem blása úr nös.

Ég vona að alþingismenn hafi íhugað þetta mál.


mbl.is Vilja vísa Icesave-máli frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var fullt af fólki á Íslandi sem hafði áhyggjur af og varaði við þessari þróun. Ekki kenna okkur öllum um þetta, Óskar, heldur hinum sem hlustuðu ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt. Íslensk stjórnvöld eru ekki þjóðin.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Þetta er góð hugmynd að láta meta fjárhagslegt tjón aðgerða breskra stjórnvalda.

Það fylgir því ábyrgð að vera kjósandi í lýðræðissamfélagi. Það voru víst íslenskir kjósendur sem kusu frjálshyggjuna yfir sig aftur og aftur.

Grétar

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 20.8.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Óskar: Mér er vel kunnugt um mistökin hér. Mörg skelfileg mistök voru gerð. En gleymdu ekki því að Landsbankinn var, hvort sem þér líkar betur eða verr - einkafyrirtæki. Hann tilheyrði ekki þjóðinni heldur eigendum bankans. Þeir hefðu þá betur sett hryðjuverkalögin á eigendur bankans og frysta síðan þeirra persónulegu eignir. Þeir hefðu mátt vita, fyrst þeir sáu stefna í hart að eignir bankans væru einmitt það sem þeir þyrftu að sækja sínar greiðslur til. Og með rýringu þeirra þá væru þeir í raun að lækka þá upphæð sem fengust uppí eigin kröfur. Afskaplega heimskulegt.

Það var (þrátt fyrir ólögmætar yfirlýsingar stjórnvalda á þeim tíma) engin lagaleg vissa, frekar en nú, um að neyða mætti ríkið til að ábyrgjast hvorki innistæðulán né aðrar kröfur. Það voru engin skýr ákvæði um það þar sem um einkabanka var að ræða og kerfishrun.

Þessvegna geta þeir bara sopið kálið úr eigin ausu! Við höfum nóg af öðru drullumalli til að lepja upp. Því miður.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.8.2009 kl. 14:12

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvað er þetta með þig og fréttir? Auðvitað hefur maður fylgst með fréttum. En veit ekki til að þar hafi komið fram að hryðjuverkalög hafi verið einasta leið Breta til að stöðva eigendur Landsbanka! Þú talar sjálfur um stjórnendur Íslensku bankanna! Íslenska ríkið stjórnaði ekki bönkunum - en Bretar settu hryðjuverkalögin á það! Eða lastu kannski ekki innleggið mitt hér að ofan áður en þú svaraðir því?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.8.2009 kl. 17:48

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Satt hjá þér, þetta var illa orðað. Hryðjuverkalögin voru sett gegn Landsbankanum í orðanna hljóðan. En til þess að ná hryðjuverkastimplinum út þurfti ríkið að koma til skjalanna. Það má því heita að hryðjuverkalögin hafi fallið á ríkið í heild ekki satt. Og ef ríkið á að ábyrgjast skuldir þessa einkabanka þá getar Bretar tekið á sig þann skaða sem hlaust af þessari hryðjuverkalagasetningu. Best að hafa hlutina rétt ritaða þó svo meiningin hefði mátt vera ljós.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.8.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband