Greiðsluvilji vs. greiðslugeta!

Ég persónulega skil ekki hvað allir eru að tala um þverrandi greiðsluvilja! Eins og það sé þannig að þegar maður getur ekki lengur borgað reikningana sína, annað hvort vegna þess að þeir rjúka uppúr þakina eða fólk hefur misst vinnuna - þá minnki greiðsluviljinn!

Það er greiðslugetan sem er farin damn it - ekki greiðsluviljinn.  Fólk vill almennt borga sína reikninga - en fólk vill líka getað gefið fjölskyldunni að borða. Halló, ef maður er með 150 þús (atvinnuleysisbætur, námslán t.d.) samanber 300 þús fyrir hrun. Reikningarnir hafa hækkað úr 170 á mánuði í yfir 200 þús. Hvað á manneskjan að gera. Velja reikninga til að borga fyrir 150 þús og fara svo með fjölskylduna út að bíta gras?

Auðvitað ekki.  Maður passar börnin sín. Berst við að halda húsinu, bílnum og eiga mat. Þetta eru grunnnauðsynjar í nútímaþjóðfélagi. Bílnum - já, vegna þess að börn eru í skóla og leikskóla. Það þarf að komast milli staða - í búð - í skóla - til læknis.....

Við stöndum frammi fyrir aðstæðum sem engan gat órað fyrir. Við töldum okkur geta séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar. Það voru ekkert allir með himinhá lán. En jafnvel venjuleg lán verða fólki ofviða þegar launin hverfa. Greiðslugetan er horfin - ekki greiðsluviljinn!

Þjóðin á heimtingu á því að geta lifað og boðið börnunum sínum mannsæmandi líf. Hvernig væri að taka þessa peninga sem við þykjumst eiga til að borga Ice-save og bjarga eigin þjóð? Þeir sem höfðu efni á því að gambla fyrir 12% vexti hljóta að hafa efni á að tapa einhverju. En við - Íslendingarnir - sem ekkert gerðum. Við höfum ekki efni á því!


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála þér Lísa að taka IceSlave peningana og nota hérna á Íslandi fyrir börnin okkar og barnabörn.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.8.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað væri það réttast í stöðunni. Að minnsta kosti láta það ganga fyrir að gera ráðstafanir fyrir heimilin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband