Gone with the wind - ekki kúrekamynd.

Þvílíkur frasi.

Meðan eignir fólks brenna upp í verðbólgu og gengishruni þá sér stjórnin lítið annað en ESB og Icesave. Mest liggur á því að semja við Breta og Hollendinga - þá hina sömu og gerðu lítið úr okkur með hryðjuverkalögum. Og fólkið í landi má bíða, vona og horfa á eftir eignum sínum. Af hverju? Vegna þess að gráðugir fjármagnseigendur erlendis létu glepjast af loforði um 12% vexti og lögðu undir. Hinn gráðugi Landsbankamaður sá að teikn voru á lofti um verri tíð og arfa í haga og setti allt í gang til að ná inn fé af fjármagnseigendum - og tókst það. Íslensk stjórnvöld blunduðu enda lítið annað að gerast en að rífast um álver eða ekki álver og raka inn skatttekjum af gífurlegum hagnaði einkabankanna. Ríkiskassinn var að ná á sig smá holdi þar sem búið var að greiða skuldir þjóðarinnar.

Það var potað í stjórnvöld - en nei, það gat ekkert komið fyrir á Íslandinu græna góða. Allt þetta klára bankafólk var að raka saman fé. Best að rífast aðeins áfram um álver. Óþarfi að eyða tíma í að fylgjast með einkabönkum - þeir koma okkur ekkert við - þjóðinni. Enda ekki með ríkisábyrgð. Sussu nei.

Eða hvað?

Allt í einu er ríkisstjórnin vakin af værum blundi - með hávaða og látum. Steypt af stóli með undirleik potta og panna og ný ofurgræn ESB stjórn fengin í staðin. Stjórnin sem ætlaði að bjarga heimilunum í landinu - enda vinstri stjórn. Ekki stjórn auðvaldsins - sussu nei. Efnahagur skildi endurreistur og heimilum bjargað. En hvað gerist?

Ný stjórn sest niður og byrjar að taka ákvarðanir um olíugjöld, heimildir til að greiða úr bönkunum, stjórn fiskveiða, ráðstafanir í ríkisfjármálum, launakjör forstöðumanna ofl. Og svo stóru bomburnar ESB og nú loks Ice-save.

Og fjármálaráðherrann býðst til að vera sá eini sem ekki vinni sigur í málinu!

Sigur! Sigur hverra?

Bretar fá sitt væntanlega. Hollendingar væntanlega líka. Og við megum halda áfram að safna skuldum (án ríkisábyrgðar) sem tekur hverja fjölskyldu ca 100 ár að borga. Og skuldir ríkisins að auki. Atvinnuleysissjóður er uppurinn. Mæðrastyrksnefnd getur ekki brauðfætt alla þá sem á þurfa að halda. Fólk getur ekki sent börnin sín hjálparlaust í skóla. Nauðungaruppboð, gjaldþrot og atvinnuleysi.

Og meðan stóru málin eru nú í höfn - fjármálaráðherrann sá eini sem tapar - og stjórnmálamenn fara nú í langþráð frí, þá má þjóðinni halda áfram að blæða út.

Það eina sem vinstri stjórn félagshyggjunnar hefur gert fyrir heimilin, er að fólk fær að lítilsvirða sig á vanskilaskrám og fara í gjaldþrotaskipti til að eiga smá möguleika á að halda sínu. Og þetta er kallað úrræði.

Þetta er sko ekki kúrekamynd. Þetta er Gone with the wind. gone with the wind2

Á morgun kemur nýr dagur og enginn veit hvernig hann endar.


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Frankly my dear, I don't give a damn...~

Steingrímur Helgason, 28.8.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Mér er orðs vant..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.8.2009 kl. 00:22

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góður Steingrímur - eins og alltaf

Það skil ég vel Jóna mín - hvað getur maður sagt

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 29.8.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband