30.8.2009 | 19:24
Óviðeigandi tenging fréttar
Ég bloggaði fyrr í dag um áhyggjur mínar á högum heimil og fyrirtækja, sem ákall til stjórnvalda að fara að gera eitthvað í málefnum þessarra hópa. Þetta blogg tengdi ég við frétt um bruna Laugarásvídeó.
Orðalag mitt og tenging vakti þó önnur viðbrögð, eða þau að um ásökun af minni hálfu væri að ræða í garð eiganda Laugarásvídeó. Sú var alls ekki raunin og engan vegin það sem átti að lesa af innihaldinu. Ég harma ef eigandi Laugarásvídeós hefur haldið eitthvað álíka og bið hann þá afsökunar.
Það sem hins vegar átti að koma fram var, að þegar fjöldi fólks er komið á vonarvöl er alltaf aukin hætta á því að glæpatíðni aukist til muna. Það er nú þegar farið að sýna sig hér, meira er um innbrot, þjófnaði og svo gæti bæst við auknar íkveikjur.
Sem fyrr segir - þá er þessu alls ekki beint til neins ákveðins einstaklings eða einstaklinga. Einungis það að tíðarandinn hér er að breytast á verri veg vegna ástandsins og það verður að fara að gera eitthvað í þessum málum.
Athugasemdir
lélegt yfirklór af þinni hálfu og ófullnægjandi , dugar ekkert minna en afsökunarbeiðni í persónu , er með afrit af færslunni og titillinn :
Ef þetta er ekki enn eitt kallið á ríkisstjórnina!
við frétt af sorglegum bruna hjá góðum manni er ekkert annað en bein ásökun.
ég náði í Gunnar í dag og við höfum mælt okkur mót til að skoða færsluna þína á morgun og sjá hvað honum finnst.
ekki beint að honum þvæla og ekkert annað !!
danival þórarinsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 19:49
Sjálfskipaður sannleiks og siðapostuli sem reynir að nota ógnun til að fá útrás fyrir tækifærissinnaða réttlætiskennd sína.
Ó þú heppinn að honum var ekki skítsama. þá hefði þessi andlega sjálfsfróun þín verið til lítils, drottnunargirnin í hámarki, og þú eftir í blússandi einræðu við sjálfann þig inni á baði; maður þekkir þetta:D
Þú ert hrokagikkur að mínum smekk;)
Kalikles.
Kalikles, 30.8.2009 kl. 21:30
Þetta var auðvitað ekki til þín Lísa mín! Þú ert langt fyrir neðan mitt hrokastig;)
kveðja Kalikles.
Kalikles, 30.8.2009 kl. 21:36
Danival - það er með eindæmum hvað fólk getur lesið útúr orðum annarra og það allt annað en bréfritari les úr eigin huga og riti.
Mín vegna máttu fara yfir færsluna með hópi fólks úr öllum áttum og stéttum. Ég hef orðið vör við það hérna á blogginu hvað fólk er tilbúið til að dæma orð annarra fyrir allt annað en þau eru og ásaka það um lélegan hugsunarhátt og illan vilja.
Það væri fáránlegt að beina færslu að manni sem maður þekkir ekki neitt. En hitt er annað að ástandið í þjóðfélaginu verður svartara með hverjum deginum og fólk er greinilega orðið slæmt á tauginni. Það sannast í aukningu á glæpum og þjófnuðum af öllu tagi.
Maður veit að sjálfsögðu ekki hvað er að baki svona íkveikju - það getur verið svo margt. Þarna voru nokkur fyrirtæki, ekki satt? Íbúðir líka. Kannski var einhverjum í nö p við einhvern. Maður veit ekki. En ég hef áhyggjur af því að það sé ástandið í þjóðfélaginu sem knýr fólk áfram til svona aðgerða. Svo eri bloggarar greinilega að fara á taugum.
Reyni að passa að matreiða færslur mjög nákvæmlega ofaní fólk héreftir!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.8.2009 kl. 22:07
...og hvert fór þessi fyrridagsfærsla sem fór svona fyrir brjóstið á þessum danival ?
Elín Helgadóttir, 30.8.2009 kl. 23:16
Ég tók hana nú bara út Ella mín. Það var komin í gang einhver alsherjar múgsefjun þarna inni. Maður skrifar og meinar A og svo kemur einhver inn og öskrar B af öllum mætti og síðan hópur fólks á eftir......... en bara afþví ég tengdi þetta við þessa ákveðnu frétt þá heldur ákveðinn hópur fólks að maður sé sestur í dómarasætið.
Þannig að það var best að taka tenginguna út, vera skýrmæltari og vona svo að fólk þurfi ekki að taka inn róandi útaf eigin hugsanagangi.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 30.8.2009 kl. 23:27
Ég verð að setja það að fyrri færslan sem þú fjarlægðir orkaði tvímælis á mig. Svona prívat og persónulega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.8.2009 kl. 02:07
Það er svo margt sem getur orkað tvímælis án þess að sú sé ætlunin. Samt er ég viss um það að hafi hún verið tend við aðra frétt, t.d. fréttina um norska manninn sem ætlar að lögsækja Landsspítalann - þá hefði hún virkað nákvæmlega eins og ég ætlaði henni - sumsé ekki tvímælis.
En það var þessi ákveðna frétt sem fékk mig til að leiða hugann að aukinni glæpatíðni sem fylgir efnahagshruni og fátækt sem fylgir í kjölfarið. Flóknara er það ekki.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 08:59
"Tók færsluna út og vona að fólk þurfi ekki að taka inn róandi útaf eigin hugasnagangi"
Lísa:eftir fyrri færslu þína fylltist kommentakerfið hjá þér af athugasemdum frá fólki sem ekkki gat lesið annað út úr skrifum þínum en ásökun í garð videóleigueiganda, sjálfur var ég þar á meðal.
Þú baðst afsökunar á þessu, en leyfir þér síðan að fara aftur í sama gírinn og svara þessu fólki með stælum og belging.
Hvað er eiginlega málið með þig Lísa ?..
hilmar jónsson, 31.8.2009 kl. 09:07
Hilmar minn - þú virðist bæði hallærislegur og gjörsamlega laus við húmor. Og þú gjörsneyddur skilningi á skrifum annarra. Lifir í þínum eigin þrönga kassa með þínar þröngu skoðanir. Það er fullt af þínum líkum hérna inni svo það er ekkert furðulegt að fólk hópist inn með ásakanir og skilgreiningar á skrifum og husunum annarra. Maður hefur séð það víða á blogginu. Síðasta nærtæka dæmi er þegar stór hópur fólks úthúðaði Margréti Tryggvadóttur og ásakaði hana um fordóma og illan ásetning án þess að hafa hundsvit á því hvað henni bjó í brjósti.
Það er skemmtileg lesning um bréfaskriftir Þráins t.d. í bloggi Gísla Baldvinssonar. Finnst ekki skrýtið að svona hugsanagangur hrópi á illan ásetning frá öðrum.
http://gislibal.blog.is/blog/gislibal/entry/940136/
Andrés - ég minntist aldrei á húseigendur eða að þeir beyttu ólöglegum aðferðum. Ég talaði um einstaklinga - og það nær yfir allt þjóðfélagið - og það er nákvæmlega það sem er að gerast. Það var einstaklingur sem kveikti í, hver eða afhverju vitum við ekki (og ég taldi mig aldrei vita það neitt betur), Það eru einstaklingar að brjótast inn í íbúðir fólks, það eru einstaklingar að brenna bíla fólks. Allt þetta er ólöglegt. Ég talaði aldrei um að einstaklingar gerðu þetta til að losna úr skuldafeni - það eru þín orð.
Einu ásakarnirnar sem hafa komið fram hér á þessum þræði, sem og hinum eru ykkar ásakanir í minn garð, þar sem bersýnilega svo margir vitringar hér á blogginu vita betur hvað ég hugsa en ég sjálf. Þið áttið ykkur vonandi á því hvað þetta er hallærislegt:)
En það er staðreynd að staðan í þjóðfélaginu er slæm, hún hvetur til aukinnar glæpatíðni og stjórnvöld þurfa að taka á málunum. Ef við tökum mið af því sem hefur gerst annars staðar t.d. í Suður-Ameríku í kjölfar efnahagskreppunnar þar þá er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur.
Ég segi það enn og aftur og ég meina það - stjórnvöld þurfa að fara að líta sér nær og taka á málum hér heima á Íslandi í stað þess að eyða öllum þessum tíma í ESB, Breta og Hollendinga. Þörfin er hér!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 11:06
Ef þér finnst fyndið að ýja að alvarlegum glæp án þess að rök séu að baki, já þá er er ég sennilega húmorslaus og hallaærislegur.
Restin af færslu þinni dæmir sig sjálf.
En þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem þú gerir þig að fífli hér á blogginu..
hilmar jónsson, 31.8.2009 kl. 11:42
Hefur sumt fólk ekkert betra við tímann að gera en að segja aðra vera að ýja að þessu og hinu, þrátt fyrir yfirlýsta og margítrekaða sögn höfundar færslunnar um að svo sé ekki!
Mér vitanlega hef ég aldrei gert mig að fífli hvorki hér né annarsstaðar.
En þeir sem ráðast að fólki og snúa útúr færslum þess og segja þær vera annað en þær eru - það fólk kemur afskaplega heimskulega fyrir sjónir.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 16:16
Sæl Lísa, ég eiginlega verð að vera sammála fólkinu sem er að skrifa hér varðandi fyrri færsluna þína því það var nákvæmlega það sem ég las út úr þeirri færslu, þ.e. ásökun um að hann hefði kveikt í sjálfur. Mér fannst virðingarvert að þú skildir biðjast afsökunar en finnst nú ótrúlegt að þú komir með ásakanir á lesendurnar að við séum að hrópa "B" af öllum mætti. Hefði verið skiljanlegt ef einhver einn hefði misskilið þetta en ekki margir.
Verð nú að viðurkenna líka að mér finnst fólk fara ótrúlegum hamförum hér með ásakanir og blammeringar. Öllum getur orðið á mistök og enginn er þar undanskilin.
Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:01
Andrés - ég rauf tenginguna sjálf og tók út færsluna því ég sá að vegna tengingarinnar mátti miskilja hana - eins og ég hef marg sagt!
Svona hljóðar upprunalega færslan:
"Heimilin og fyrirtækin eru á vonarvöl. Litlu aðilarnir með rekstur á eigin kennitölu eru að gefast upp ef þeir eru ekkí búnir að því.
Ríkisstjórnin verður að fara að koma með ráðstafanir sem duga - ekki ráðstafanir sem koma fólki í gjaldþrot eða verður þeim til minnkunar á annan hátt.
Eða auka fjárlög til slökkvuliðs og lögreglu verulega. Því maður er hræddur um að ef ekkert verður að gert þá fari fólk að leita ólögmætra og jafnvel hættulegra neyðarúrræða."
Að vísu var ekki feitletrun - en ef fólk bara les færsluna þá hlýtur það að sjá að í henni sjálfri felst engin ásökun heldur áhyggjur um það sem gæti gerst ef ekkert er að gert.
Guðrún - athugasemdirnar voru það sem blésu þetta svo upp og gerðu þetta verulega tortryggilegt og ljótt mál. Því þær beindu augum mun meira að þessum misskilningi en færslan sjálf. Svo hrópin um "B" voru vissulega ekki útí hött.
Færslan er það sem hún er. Áskorun á stjórnvöld um að líta sér nær og fara að huga að okkur hér heima, fjölskyldum og fyrirtækjum sem eiga í vanda. Frekar en að sitja auðum höndum og láta allt fara úr böndunum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 20:44
Ég myndi nú bara láta þessa færslu hverfa líka... málar þig bara meira og meira út í horn með hverju orði :)
Heiða B. Heiðars, 31.8.2009 kl. 21:29
Heiða - ég er fullkomlega sátt við þessa færslu eins og ég hef sagt. Þeir sem mála sig út í horn og gera sig að fíflum eru þeir sem virðast ekki getað séð hlutina fyrir það sem þeir eru - þó svo það sé matreitt ofaní þá trekk í trekk. Veit ekki hvort það er heimska sem veldur þessu eða hroki.
Ráðlegg allavega fólki sem ekki getur lesið, skilur ekki það sem það les eða er einfaldlega of illa innrætt til að geta séð neitt nema skrattann í hverju horni að eiga sín vandamál við sjálft sig.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 22:31
Jamm... en það skemmir ekki að þegar maður viðurkennir að hafa haft rangt fyrir sér að viðurkenna það bara alla leið.
"...að gera sig að fíflum..." eru þín orð ekki mín
Heiða B. Heiðars, 31.8.2009 kl. 22:34
Tja Heiða - ég verð að viðurkenna að nú er ég ekki að skilja þig. Alla leið hvert? Um hvað ertu eiginlega að tala?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 31.8.2009 kl. 23:50
Andrés - þar sem þú varst svo vænn að feitletra smá texta fyrir mig eins og "Litlu aðilarnir með rekstur á eigin kennitölu eru að gefast upp" og "gjaldþrot" þá verð ég eiginlega að spyrja þig hvaða tengingu þú sérð útúr þessu og túlkun gesta minna? Sérstaklega þegar staðreyndin er sú að Laugarásvídeó er ekki " lítill aðili með rekstur á eigin kennitölu" heldur er það ehf - eða einkahlutafélag. Og það hefur aldrei verið talað um það sem "gjaldþrota". Þessvegna sé ég ekki þessa tengingu - hvorki við fyrirtækið né gestina eins og þú nefnir þá. Eða veist þú eitthvað sem ég veit ekki?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.9.2009 kl. 00:04
Ég á við svona "fyrirgefðu EN" dæmi
Heiða B. Heiðars, 1.9.2009 kl. 00:43
Fyndið Andrés - eins og ég var búin að útskýra það fyrir þér sem öðrum að hvergi væri ætlunin að ýja að einu eða neinu varðandi þessa ákveðnu frétt.
Samt sem áður og þrátt fyrir það virðist sem þú (og aðrir hér á þræðinum) neiti að láta segjast og reyni að finna allar leiðir til þess að sýna fram á að ég hafi nú samt einmitt verið að því - með hraparlega lélegum árangri enda ertu nú vægast sagt búinn að sýna fram á það með því að skjóta þig í fótinn með feitletrunum og útumdúr.
Það er bara sorglegt að sjá bloggara eins og þig og Heiðu (og fleiri) hérna reyna að klóra svona í bakkann frekar en að viðurkenna að þið eruð ranglega að dæma skrif annarra - en viljið ómögulega viðurkenna það. Ég á við bara svona fyrigefðu - en.... pathetic.
Mér finnst að bloggarar ættu almennt að skammast sín fyrir að reyna endalaust að snúa útúr skrifum annarra með skítkasti og endalausum leiðindum. Þetta er ljótur og leiður ávani og sýnir ekki mikinn innri mann. Og það er merkilegt hvað þetta virðist alltaf vera sama fólkið sem sýnir af sér svona frjótt ímyndunarafl gagnvart öðrum og þeirra skrifum og skoðunum - og alltaf með það fyrir augum að rægja það og gera lítið úr því.
Þið verðið að fyrirgefa, en mér er nett sama um hvað fólk sem hegðar sér svona heldur um mig eða mín skrif og skoðanir - þið eruð á einhverju plani sem ég kæri mig ekki um að kannast við.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.9.2009 kl. 01:16
Tilvitnun: "Mér finnst að bloggarar ættu almennt að skammast sín fyrir að reyna endalaust að snúa útúr skrifum annarra með skítkasti og endalausum leiðindum. Þetta er ljótur og leiður ávani og sýnir ekki mikinn innri mann. Og það er merkilegt hvað þetta virðist alltaf vera sama fólkið sem sýnir af sér svona frjótt ímyndunarafl gagnvart öðrum og þeirra skrifum og skoðunum - og alltaf með það fyrir augum að rægja það og gera lítið úr því."
Ertu að tala um sjálfa þig?
Palli Svans (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:50
Ritskoðun aumingja litlu fórnarlambana!
Ef að Lísa sagði þetta ekki beint, eru allar álygtanir þínar á þína ábyrgð. Að bloggið væri tengt frétt hefur ekkert gild! Lestur einnar fréttar getur vakið allskonar hugleiðingar, sem auðvitað geta tekið sér allskonar form eftir forsendum, geðslagi, skoðunum o.s.frv. Og ég fullyrði að þú hafir ekki gert ráð fyrir neinu nema eigin sýn og forsendu.
Ef að þú ert of mikill andansræfill fyrir opna umræðu sem ekki er í bómullarhnoðrum, ættir þú kannski heldur að halda þig í vernduðu umhverfi......svona áður en þú kæfir málfrelsið í skjól hroka sjálfsupphafningar og tækifærissinnaðrar réttlætiskenndar.
Kalikles.
Kalikles, 1.9.2009 kl. 14:11
"Maður gerir einfaldlega ráð fyrir því að þegar fólk tengir við fréttir að það sé að fjalla um umfjöllunarefni fréttarinnar"
Þér sem dæmi, er maðurinn sjálfur ábyrgur fyrir að gera ráð fyrir, sem er auðvitað bara personuleg útgáfa af sannleik sem drifin er af ímyndun.
Taka hausinn uppúr sandinum!
Kalikles.
Kalikles, 1.9.2009 kl. 14:21
Það er frábær eiginleiki að geta beðist afsökunar og játa mistök.
Þú ættir að tileinka þér þá eiginleika Lísa.
Þú þarft ekki að svara. Ég veit hvað þér finnst.
Samt ábending.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2009 kl. 11:27
Það var einmitt það sem ég gerði Jenný - hér í þessum pistli. Viðurkenndi þau mistök sem ég gerði og baðst á þeim afsökunar.
Tek hinsvegar ekki á mig mistök sem aðrir vilja meina að ég hafi gert en gerði ekki. Biðst ekki afsökunar á annarra hugarfóstrum. Það er ekki mitt mál.
Annars er þetta fín almenn ábending - á við marga.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.9.2009 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.