Verður brunaútsala á hótelum eftir nokkur ár?

Það virðist vera sem íslendingar geti ekki með neinu móti lært af reynslunni. Fyrir hrun var það fjármálamarkaðurinn, í aðalhlutverki bankarnir, sem héldu að með því að búa til tölur án innistæðu væri rétta leiðin til að hagnast grimmt. Þar sem Ísland er einfaldlega of lítið og með vanhæft eftirlitskerfi, var hægt að leika sér að Íslenska hlutabréfamarkaðinum að villd - markaði sem ætti ekki að vera til fyrir svo lítið hagkerfi eins og við erum. Nú, og hvað gerðist?

Núna eru bankarnir, sem áður lánuðu öllum fyrir öllu, búnir að herða svo alla útlánastarfsemi að fólki er ómögulegt að kaupa sér húsnæði eða fá lán nema það sýni fram á greiðslugetu sem miðar við forsendur viðmiða um hvað fólk þarf að hafa í laun til að geta greitt af láni. Viðmiðin eru svo langt frá raunveruleikanum að það er sorglegt. Fólk á ekki að geta tekið lán með afborgun uppá 80 þús á mánuði - en á sama tíma er ætlast til að það geti borgað 170 þús á leigumarkaði sem er gjörsamlega "ekki til staðar".

Það þarf ekki margar háskólagráður til að átta sig á því að þetta dæmi gengur aldrei upp.

En í stað þess að reyna að byggja upp eðlilegt kerfi fyrir lánveitingar til húsnæðiskaupa, eða setja íbúðir á markað til þess að íbúðarverð sé ekki svona uppsprengt - þá snýst allt um að byggja fleiri og stærri hótel.

Byggingarkranarnir sem voru farnir að ryðga í hálfköruðum byggingum eru nú komnir á fullt. Nú skal taka þetta nýja trend "ferðamennina" sem flykkjast til landsins vegna m.a. slæmrar stöðu krónunnar. Bankarnir virðast vera fúsir til að lána í slíkar framkvæmdir.

Jú - það hefur verið fjölgun ferðamanna undanfarin ár. En líkt og á við allt - sama hvaða viðskipti það eru - þá er ekki til sá markaður sem bara vex endalaust. Erum við búin að gleyma "dot.com" æðinu sem ruddi sér til rúms fyrir ekki svo all löngu síðan og hrundi svo eins og allar aðrar bólur. Það er nefninlega sannað að svona "bólur" eru til þess eins að springa.

Sorry to say - ég spái því að ef "byggingarkranarnir" nái yfirhöfuð að klára öll þessi hótelverkefni hér í höfuðborginni, þá endi það í gjaldþrotum og tómu tjóni. Fjársterkir einstaklingar geti keypt þessar byggingar á brunaútsölu eftir nokkur ár þegar næsta gjaldþrotahrina ríður yfir.

Það eru nú ekki margir íslendingar sem virkilega hafa það viðskiptavit að byggja upp frá grunni og hafa rétt jafnvægi á eignafjárstöðu á móti lánum. Svo sennilega koma erlendir fjárjöfrar til að sölsa undir sig markaðinn.

Ísland er lýðveldi og sjálfstæð þjóð. Eða var, bráðum............. ef við höldum svona áfram.

Held að það ætti að skikka alla alþingismenn í hard core hagfræðikúrsa. En sennilega er þeim sama. Þeir hafa það fínt :)

Góðar stundir. 


mbl.is Verðið þyrfti að hækka um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband