Elsku blessuðu lögin og hvernig lesið er úr þeim........

Já - íslenskir lagabálkar geta verið flóknir og þar gætir stundum ósamræmis á milli einstakra laga. Ábyggilega hefur margur laganeminn klórað sér í höfðinu um túlkun þessa og hins, þrönga túlkun, víða túlkun og fordæmi.

Meira að segja héraðsdómur og Hæstiréttur eru ekki alltaf sammála, hvað þá Hæstiréttur og Alþingi.

Hér er ein sviðsmynd sem má skoða. Nú eru eftirstöðvar gengistryggðra lána orðnar mun lægri en eftirstöðvar samskonar láns sem er verðtryggt. Í báðum tilfellum liggur sama ástæða að baki þessari gífurlegu hækkun sem varð á höfuðstól þessara lána þó svo eingöngu annað lánsformið hafi verið dæmt ólöglegt.

Samt er skrítið að Félagsmálaráðherra og lánveitendur húsnæðislána gerðu það að reglu (sækja þurfti um undantekningu) að afborganir verðtryggðra lána væru miðaðar við höfuðstól þess þegar bankahrunið varð í 3 ár og mismunurinn færður aftan við lánið.  En afhverju ekki að leiðrétta lánið? Það er greinilegt með þessari reglu að hér er um að ræða ósanngjarna kröfu á neytandann að borga af stökkbreyttum höfuðstól. Sama  hvort um er að ræða gengistryggt eða verðtryggt lán.

Afhverju ekki að leiðrétta höfuðstól lána endanlega miðað við sömu dagsetningu?

Kíkum á þessa hluta 36. gr. Samningalaganna:

[36. gr. c. Ákvæði 36. gr. gilda um samninga skv. 1. mgr. 36. gr. a, þó með þeim breytingum sem leiðir af 2. og 3. mgr.
Við mat á því hvort samningur skv. 1. mgr. sé ósanngjarn skal líta til atriða og atvika sem nefnd eru í 2. mgr. 36. gr., m.a. skilmála í öðrum samningi sem hann tengist. Þó skal eigi taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag.
Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.]1)

Ég mundi segja að þeir sem eru að missa húsin sín vegna bankahrunsins vegna hækkunar lána, kaupmáttarrýrnunar og atvinnuleysis flokkist vel undir mjög raskaðs jafnvægis milli réttinda og skyldna samninsaðila. Annar má taka húsið af hinum, hinn getur lítið gert - þ.e. neytandinn.

Hm - hvað segið þið?

 


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er frábær grein hjá þér og tekur allan vafa af.

Hefurðu prófað að senda þetta í ráðuneytin?

Óskar Guðmundsson, 25.6.2010 kl. 16:53

2 identicon

Þegar talað er um raskað jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila verður fólk fyrst að gera sér grein fyrir því hver eru réttindi og skyldur samningsaðila. Í hefðbundnum lánþegi/lánveitandi samningum er kaupmáttur, atvinnustig, verðbólga, aflabrögð og frjósemi ekki hluti af réttindum og skyldum samningsaðila og geta því ekki raskað því jafnvægi. Allt þetta og meira til getur haft áhrif á greiðslugetu lánþega og þörf lánadrottins fyrir endurgreiðslu  en það eykur ekki réttindi eða fríar neinn undan skyldum.

Með leiðréttingu lána er greinilega verið að tala um eitthvað allt annað en leiðréttingu. 2+2=4, sama hversu óhagstætt það er. Lánið er að breytast eftir fyrirfram ákveðnum og samþykkum forsendum. Ef fólk vill að lánið breytist eftir einhverjum öðrum forsendum en þeim sem samningar segja til um, 2+2=3, þá kallast það ekki leiðrétting. Mundi einhver kalla það leiðréttingu ef launin hans væru færð aftur til 1995 vegna þess að atvinnurekandinn er frekar blankur þessa dagana vegna uppskerubrests í Brasilíu sem hann á enga sök á?

sigkja (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 17:17

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Góð athugasemd sigkja - en þegar samningsaðili í raun veldur bankahruninu? Eins og fjármálafyrirtækin með aðstoð blindra stjórnmálamann gerðu? Hver er staðan þá? Þetta var ekkert venjulegt kaupmáttar, atvinnustigs, verðbólgu osfrv dæmi. Það má segja að samningsaðilar húsnæðislána allir sem einn hafi átt stóran þátt í því að skapa þetta ástand.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2010 kl. 18:17

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En ég geri mér fulla grein fyrir því að Brasilía kemur dæminu ekkert við og undir venjulegum kringumstæðum ætti þetta ekki við.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2010 kl. 18:21

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vandræði. Nú kemur enginn lagafróður maður til að túlka þetta miðað við að samningsaðilinn hafi brotið réttindi sín og skyldur. Þó er til um þetta skýrsla í 9 bindum. Réttindi og skyldur samningsaðila (fjármálafyrirtækjanna) var væntanlega að stunda heiðarleg og arðbær viðskipti. En þess í stað urðu þessir samningsaðilar valdir að því að setja heilt hagkerfi á hliðina. Ég mundi ætla að hér hafi lánveitandinn aldeilis raskað jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila á kostnað neytanda.

Vill einhver gjöra svo vel að éta þetta ofaní mig þar sem ég er jú ekki lögfræðingur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2010 kl. 22:43

6 identicon

Í þínu dæmi þá gleymdist það að það er ekki bankinn sem reiknar vísitöluna, ákvarðar gengið og setur stýrivextina, það er ríkisstarfsmaður. Og þó svo bankinn hafi verið illa rekinn og miðað sín viðskipti við annað en hag lánþega, eins og hans er réttur, þá hefur lánþegi áfram sínar skyldur. Lánþegi á enga heimtingu á því að lánadrottinn hagi sínum viðskiptum honum í hag nema um það hafi verið samið. Telji annar aðili sig hafa orðið fyrir eða geta orðið fyrir tjóni vegna aðgerða hins er það rekið sem annað mál.

Réttindi og skyldur lánþega breytast ekki þó lánadrottinn stundi óheiðarlega viðskiptahætti á einhverjum sviðum. Rétt eins og réttindi og skyldur lánadrottins breytast ekkert við það að lánþegi sé óheiðarlegur. Lánadrottinn á rétt á greiðslunni eða hinu veðsetta. Fái hann hvorugt hefur samt engin breyting orðið á réttindum og skyldum, jafnvægið er það sama, það er neglt fast í samningnum, hann á rétt á greiðslu hvort sem hann fær hana eða ekki.

Við höfum öll okkar réttindi og skyldur. Mér ber t.d. skylda til að stöðva á rauðu ljósi. Geri ég það ekki er skyldan samt fyrir hendi og réttindi mín hafa hvorki aukist né minnkað. Og það veitir þér ekki aukin rétt til að gera það sama eða minnkar þínar skyldur.

sigkja (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 03:35

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gott og vel. Samningurinn heldur þrátt fyrir óheiðarlegar viðskiptavenjur lánþega. En þá kemur þessi áhugaverða setning frá þér " Telji annar aðili sig hafa orðið fyrir eða geta orðið fyrir tjóni vegna aðgerða hins er það rekið sem annað mál."

Hér er vissulega engin spurning um að aðilar hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna aðgerða fjármagnsstofnanna. Og það hefur bein áhrif á þær kröfur sem gerðar eru til lánþega/neytenda hvað varðar greiðslu á stökkbreyttum höfuðstól ellegar missa eignir sínar og verða hundletur um aldur og ævi verði gjaldþrotalögum ekki breytt.

Þetta eru kannski ekki réttu lögin til að vísa í um rétt neytandans. Enda hef ég einungis takmarkaða þekkingu á lögunum. En þú virðist hafa mikla og góða þekkingu ásamt reynslu af túlkun þeirra.

Það væri því áhugavert að fá ábendingu um hvar í lögunum má finna tilvitnunina hér að ofan og hver réttarstaða neytanda gæti verið í þessu tilfelli.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta átti auðvitað að vera fjármálastofnana ekki fjármagnsstofnana......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:28

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ef við skoðum forsendubrest t.d. má þá ekki telja það brostna forsendu þegar aðgerðir lánveitenda valda því að forsendur um endurgreiðslu láns breytast verulega og varanlega neytanda í óhag og ljóst má vera að neytandi hefði aldrei gert viðkomandi samning hefði verið vitað að aðgerðir lánveitanda gætu haft þessar afleiðingar?

Það getur varla verið að í íslenskum lögum sé ekki ákvæði sem ver neytandann gagnvart þvílíkum afglöpum sem fjármálastofnanir hafa gert og með tilliti til þess að eftirlitsstofnanir sem koma áttu í veg fyrir að afglöp sem þessi gætu átt sér stað (FME - stjórnvöld) sinntu ekki hlutverki sínu og skyldum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2010 kl. 11:42

10 identicon

Þegar ég tek lán þá miða ég við vissar forsendur. Þær geta verið margvíslegar, laun, heilsa, uppskeruhorfur, líkur á lottó vinningi o.s. frv. Þó forsendurnar breytist þá hefur það ekkert með lánasamninginn að gera. Ég get misst vinnuna, fótbrotnað og ekki fengið vinning í lottó, samt þarf ég að borga lánið eins og samið var um.

Þó ég semji um að borga með tonni af korni, því ég reikna með að uppskera tvö og þarf eitt til að lifa, þá stendur samningurinn. Best hefði verið að semja um hlutfall uppskeru, en þá hefðu vextirnir orðið hærri vegna meiri áhættu lánadrottins. Og hafi lánadrottinn lagt eld að ökrunum get ég farið í skaðabótamál, ég þarf samt að standa við lánasamninginn.

Ég get selt þér og lánað fyrir einu versluninni í þorpinu, snúið mér við og opnað aðra verslun hinumegin við götuna. Siðlaust, fúlt og óréttlátt, en þú ert bundin af lánasamningnum þó aðgerðir mínar hafi kippt rekstrargrundvelli undan þinni verslun. Þú getur kært, ef eitthvað er ólöglegt. Þú getur farið í skaðabótamál valdi ég þér tjóni. Þú getur reynt að fá lögbann o.s.frv. En áfram þarft þú samt að standa við samninginn.

Hvorugur aðili er skuldbundinn til að bera hag hins sérstaklega fyrir brjósti. Þeim ber að afhenda umsamda upphæð, eða verðmæti, og séu engar aðrar kvaðir í samningi þeirra þá enda þeirra skyldur þar. Lánasamningar eru í mörgum tilfellum eins og hver önnur vara. þeir ganga kaupum og sölum. Sá sem er að fá greiðslurnar frá mér þessi mánaðarmót er ekkert endilega sá sem upprunalega lánaði. Ég veit ekkert um hann annað en að hann fær greiðsluna. Og hann veit ekkert um mig annað en að ég hef skuldbundið mig til að greiða eins og samningurinn segir til um.

sigkja (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 16:50

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nú þekki ég vissulega meginregluna: að samninga skuli efna og halda.

Einnig er greinin um forsendubrest langsótt sé hún túlkuð þröngt. " Forsenda verður að vera veruleg, báðum kunn við samningsgerð og hefði getað verið gerð að skilyrði í samningi"

En það eru líka viðhorf innan laganna sem stundum stangast á eins og að "réttur einstakra aðila og hagsmunir þjóðfélagsins krefjast þess að aðilar séu ekki bundnir við ákveðna löggerninga þ.e. þá sem brjóta í bága við almenna réttlætis- og siðgæðisvitund. "

Ósanngirni nær til bæði neytenda og seljenda.

Þannig að mér vitanlega er þetta ekki alveg svona klippt og skorið - allavega ekki samkvæmt því litla sem ég lærði í viðskiptalögræðinni og samningagerð.

•

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2010 kl. 23:26

12 identicon

Það er eiginlega ekki hægt að ræða nema meginreglur þegar hvert mál er frábrugðið því næsta. Annars er maður kominn út í endaleysu eins og "hvað er klám".

Margir vilja að bankarnir beri skaðan vegna þess að þeim sé um að kenna. En þeir bankar eru varla til lengur. Þeir sem núna eru að innheimta fengu þessi lán sem greiðslu.  Þeir sem núna eru að innheimta eru t.d. nýju ríkisbankarnir, ekki þeir sem báru ábyrgð á hruninu. Og þó svo "almenn réttlætis- og siðgæðisvitund" heimti að þeim sé refsað, taki á sig töp og innheimti aðeins hluta af láninu, þá stangast það á við mína réttlætis- og siðgæðisvitund að refsa einhverjum sem ekki á sök á ástandinu.

Það getur oft verið snúið að sjá muninn á almennri réttlætis- og siðgæðisvitund og fáfræði, múgsefjun og frekju. Ég sé margt sameiginlegt með banka umræðunni í dag og Lúkasarmálinu.

Einnig má benda á það að í lánaviðskiptum mætti segja að lánþegi sé seljandi og lánadrottinn neytandi. Lánþeginn fær ætíð sína greiðslu í upphafi en lánadrottinn fær í staðinn þennan tombólumiða sem lánasamningurinn er. Hvernig virkar neytendaverndin þá? 

sigkja (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 03:31

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er sammála þér með að það stangist á við réttlætis- og siðgæðisvitund að refsa einhverjum sem ekki á sök á ástandinu. Líkt og almenningur á alls ekki sök á ástandinu. Almenningur hefur þó ekki hug á því að borga ekki það til baka sem þeir fengu að láni - upphaflega upphæð ásamt vöxtum. En það er hvergi skilgreint í samningum hvernig skuli taka á málum sem upp koma ef verðbólga og þ.a.l verðtrygging fer úr böndunum (vegna afglapa annarra). Einungis að samningurinn sé verðtryggður.

Nú hinsvegar meiðir það almenna réttlætis- og siðgæðingsvitund hagsmunaaðila að ákvæði um vexti sem skráðir eru í gengissamninga skuli halda eftir að þeir voru dæmdir ólögmætir. Þarna er viðhorfið orðið þver öfugt. Þarna er þá lánveitandinn, að þínu mati, orðinn neytandinn sem keypti slæman tombólumiða (vísvitandi um ólögmæti hans) og hann bera að verja? En almenningur, sem keypti sinn "tombólumiða" í góðri trú - grunlaus um afskipti lánveitanda (og fleiri aðila) af áhlaupi á krónuna og efnahag landsins - um hann skal standa meginregla?

Nú finnst mér réttlætis- og siðgæðisvitund þín bera keim af fjármálaheiminum og hagsmunaaðilum þar. En ósanngirni nær til bæði neytenda og seljenda. Og til að hundsa þá staðreynd er ekki hægt að breyta seljanda í neytanda til að styðja við ákveðin rök.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 10:35

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hins vegar - með tilvísun í síðustu færslu - það man ég eftir að hafa skrifað undir útreikninga um afborganir og eftirstöðvar lánsins miðað við verðbólguviðmið Seðlabankans á þeim tíma. Þessir útreikningar sem ég skrifaði undir á sínum tíma standast ekki lengur - og langt frá því. Auðvitað var ekki um samningsákvæði að ræða varðandi verðtrygginguna, EN þetta var ákveðin forsenda þegar lánið var tekið og viðurkennd af báðum aðilum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 11:27

15 identicon

Telst það refsing að standa við gerða samninga? Almenningur samdim um þetta vitandi það að Ísland er ekki þekkt fyrir stöðugleika og lága verðbólgu, þess vegna eru þessi lán til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lán hækka um 50, 100, 150 prósent á örfáum mánuðum. Og fyrir daga verðtryggingarinnar voru lán eins og happadrættisvinningar, fólk borgaði helming, einn fjórða eða minna.

Hvers virði er : "En það eru líka viðhorf innan laganna sem stundum stangast á eins og að "réttur einstakra aðila og hagsmunir þjóðfélagsins krefjast þess að aðilar séu ekki bundnir við ákveðna löggerninga þ.e. þá sem brjóta í bága við almenna réttlætis- og siðgæðisvitund." - þegar almenn réttlætis- og siðgæðisvitund sveiflast til eftir því hvoru megin borðs menn sitja en ekki eftir réttlæti eða siðgæði?

"En það er hvergi skilgreint í samningum hvernig skuli taka á málum sem upp koma ef verðbólga og þ.a.l verðtrygging fer úr böndunum" - Hver á að dæma það hvenær eitthvað er farið úr böndunum? Það sem einn kallar "að fara úr böndunum" kallar næsti maður "eðlilega leiðréttingu", samanber útflutningsgreinarnar. Það er hvergi skilgreint í samningum hvernig skuli taka á málum sem upp koma ef verðbólga og þ.a.l verðtrygging fer úr böndunum vegna þess að samningurinn miðast við það. Samningurinn gengur út á það að verðmætið sé tryggt þó allt fari úr böndunum. Vildu aðilar setja inn takmarkanir og varnagla þá væri samningurinn þannig og kjörin miðuð við það. Þau væru jafnvel kölluð eitthvað annað, eins og t.d. "óverðtryggð lán", ekki slæmt nafn. Það gagnar lítið að koma eftirá og segjast ekki vera sáttur við þróun greiðslugetunnar og heimta eftirgjöf. Það teljast varla eðlilegir viðskiptahættir.

Einu sinni fór ég í útilegu, miðað við veðurspá frá veðurstofu íslands, en svo kom rok og rigning og tjaldið fauk. Á ég kröfu á veðurstofuna? Þótt þér séu sýndir einhverrir útreikningar miðaðir við einhverjar forsendur þá er það ekki á neinn hátt bindandi fyrir hvorgan aðilan. Þú hefðir vel getað fengið þessa útreikninga miðaða við lægri verðbólgu eða hærri, 20, 50, 200 þetta er bara útprentun úr Excel ekki heilög ritning.

"Nú finnst mér réttlætis- og siðgæðisvitund þín bera keim af fjármálaheiminum og hagsmunaaðilum þar. En ósanngirni nær til bæði neytenda og seljenda. Og til að hundsa þá staðreynd er ekki hægt að breyta seljanda í neytanda til að styðja við ákveðin rök." -  Ef þú getur ekki skoðað málið hlutlaust og sætt þig við skylgreiningar á hugtökum, en kýst að búa til þínar eigin eftir hentugleika, þá er þú komin út fyrir vitrænar samræður og út í pólitík. Þá getur þú haldið áfram að tala í merkingarlausum frösum og vinsælum slagorðum.

sigkja (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 13:15

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En einmitt með því að skoða þetta hlutlaust þá sér maður að hér er mál sem vert er að skoða lagalegar hliðar á. Þetta er ekki ósvipað náttúruhamförum - sem t.d. tryggingarfélög taka skýrt fram í sínum samningum að þeir tryggi engan vegin.

Svona verðbólga hér er ekki daglegt brauð. Svona hruni býst enginn við. Það hefur alltaf verið óstöðugleiki - já - en eftir að verðtryggingin var sett á hefur ekkert verið í líkingu við þetta. Það er meira að segja all langt síðan hætt var að leiðrétta reikningsskil í samræmi við verðbólgu. Slíkt hefði varla verið gert ef vænta hefði mátt svona stórra áfalla sem sjálfsögðum hlut. Þá hefði eignastaða verið leiðrétt í ársreikningi í samræmi við verðbólguna - en sú fræði er ekki kennd við Háskóla lengur. Sennilega vegna þess að enginn vænti þess að þörf krefði.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 21:40

17 identicon

Þú virðist vera að vísa til þessarar greinar:

" 26. gr. Verðbreytingarstuðull til notkunar við ákvörðun á verðmæti eigna, söluhagnaði og fyrningum eftir því sem nánar er ákveðið í lögum þessum skal reiknaður árlega, í fyrsta sinn fyrir árið 1980.  [[Stuðullinn skal miðast við breytingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá upphafi til loka 12 mánaða tímabils. Miða skal breytinguna við þann mun sem verður á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem gildir fyrir janúarmánuð á tekjuári og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem gildir fyrir janúarmánuð á álagningarári. Hafi aðili annað reikningsár en almanaksárið skal miða stuðulinn við þann mun sem verður á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem gildir fyrir fyrsta mánuð tekjuárs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem gildir fyrir fyrsta mánuð eftir lok þess tekjuárs. Ríkisskattstjóri skal birta verðbreytingarstuðul í lok hvers tekjuárs og gildir hann fyrir það ár."----

Í nefndaráliti sem fylgdi frumvarpinu um afnán þessara laga stendur:

-----".. Gert er ráð fyrir að verðbólguleiðréttingar í skattskilum og reikningsskilum verði afnumdar, en með því að falla frá verðleiðréttum skattskilum verður í raun farið að skattleggja nafnverðsafkomu í stað raunverðsafkomu sem getur á verðbólgutímum leitt til hugsanlegrar ofsköttunar..." - Þannig að það var einmitt vegna hættu á verðbólgu og ofsköttun verðbólgunnar vegna sem þetta var afnumið, og því ekki ástæða til að kenna það við Háskólann.

 

" En einmitt með því að skoða þetta hlutlaust þá sér maður að hér er mál sem vert er að skoða lagalegar hliðar á." - En þú ert ekki að því, þú ert búin að mynda þér skoðun, allir sem eiga skuldabréf eru sekir: nýir bankar, lífeyrirssjóðir, sparisjóðir, félög, fyrirtæki og einstaklingar. Hópur sem þú setur undir einn hatt og kallar "fjármálafyrirtæki" og segir þá seka um hrunið. Með þetta að veganesti hófst þú skoðun á lagaflækjum til að hafa af þeim eignir.

 "Þetta er ekki ósvipað náttúruhamförum - sem t.d. tryggingarfélög taka skýrt fram í sínum samningum að þeir tryggi engan vegin." Það er rangt. Þú getur keypt þér tryggingu fyrir náttúruhamförum. Tryggingafélagið metur verðmætið og hættuna og iðgjaldið er eftir því, rétt eins og með aðrar tryggingar. Verðtrygging er alveg eins, þú færð lægri vexti á verðtryggt skuldabréf og lengri lánstíma en ef það væri óverðtryggt. Þú ert búin að selja þessa tryggingu, verðtryggingu. Ó verðtryggt skuldabréf er ekki með þessa tryggingu, verði þessar hamfarir þá tapar eigandi skuldabréfsins, hann kaupir skuldabréfið á kjörum sem miðast við þá áhættu. Ekki værir þú sátt ef þú værir með brunatryggingu og eftir bruna kæmi tryggingarfélagið og segðist ekki hafa átt von á bruna, hvort þú værir ekki sátt við að fá helming greiddan, það vantaði líka slökkvitæki, slökkvikerfi , reyk og hitaskynjara í flest herbergin, sjónvarpið var í gangi og þú varst að baka,  þannig að bruninn er eiginlega þér að kenna.

sigkja (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 02:49

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég verð nú að leiðrétta þig þarna. Ég set ekki lífeyrissjóði undir hatt sem fjármálafyrirtæki. Enda eiga lífeyrissjóðir að fara með vörslu peninga frá sjóðsfélögum og ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt. Mér vitandi var aldrei gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir tæku þátt í áhættubraski með sjóð þann sem þeir hafa til vörslu, enda eiga þeir að huga að hag sjóðsfélaga sinna líkt og hlutafélög eiga að huga að arðsemi til hluthafa sinna og sína það með góðri stjórnun og arðsömum fjárfestingum.

Einstaklingar geta ekki talist til fjármálafyrirtækja né þau félög eða fyrirtæki sem ekki hafa með útlán almennt að gera.

Ennþá á eftir að endurskoða uppgjör milli nýju og gömlu bankanna. Bendi hér á bloggfærslu Marínós G. Njálssonar. http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1071832/#comment2921454

Víst er að fjármálafyrirtæki (eins og ég skilgreini þau) munu reyna að lágmarka tjón sitt. Eins er víst að barist verður gegn því að leiðrétta höfuðstól skuldsettra heimila vegna verðtryggingar. Allt verður gert til að túlka þau lög sem fyrir eru neytanda í óhag - og þá meina ég neytanda sem lántaka (ekki lánveitanda).

Það má segja að það að líkja efnahagshruni okkar við náttúruhamfarir sé ekki rétt, enda eru náttúruhamfarir sjaldnast af manna völdum.  Algert bankahrun okkar Íslendinga var hinsvegar af mannavöldum og það má segja að það hafi vantað slökkvitæki (stjórnvöld), reyk og hitaskynjara (FME) og að fjármálafyrirtækin hafi verið að baka stórfelld vandræði (stjórnendur bankanna). Almenningi er því gert að greiða tjónið uppí topp.

Þú telur þetta sanngjarnt - útfrá lögfræðinni. Má vera.

Hitt er annað, að þorri almennings finnst illa að sér vegið og getur með engu móti sett sig í spor tryggingarfélags eða líkt efnahagshruninu við húsbruna. Enda ekki ástæða til, slíkt gerist iðulega. Við erum hér að tala um ástand sem hefur áhrif á allt þjóðfélagið - ekki einstaka fórnarlamb húsbruna.

Þegar ég hugsa málið þá er ekki hægt að líkja þessu ástandi við neitt sem við höfum séð hér. Það er ekkert fordæmi fyrir svona hruni hér á landi.

Þessvegna er greinilegt að það verður að leita úr fyrir alla ramma - þar með ramma laganna (greinilega, ef flestir túlka þau á sama hátt og þú) - til að bæta ástandið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.6.2010 kl. 10:19

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vil benda á þennan texta Hagsmunasamtaka Heimilanna:

"Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að frysta tafarlaust nægar eignir og fé í eigu fjármálastofnana til að standa undir skaðabótaábyrgð sem fyrirtækin kunna að hafa skapað sér í tengslum við nauðungarsölur byggðar á gengistryggðum neytendalánum (húsnæðislán og bílalán). Stjórnvöld þurfa einnig að taka til greina að lánasamningar byggðir á verðtryggingu kunna að vera í sömu stöðu í ljósi forsendubrests sem hlotist hefur af markaðsmisnotkun fjármálafyrirtækja."

Hér má sjá áskorunina í heild:

http://www.heimilin.is/varnarthing/about/alyktanir-samtykktir/918-askorun-hh-til-stjornvalda

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.6.2010 kl. 11:09

20 identicon

Þú vilt "leiðrétta" höfuðstól lána. Stærstu eigendur þeirra skuldabréfa eru ríkisstofnanir eins og nýju bankarnir, íbúðarlánasjóður og aðrir sjóðir og félög eins og lífeyrissjóðirnir. Ef þú færð þessa "leiðréttingu" þarf ríkið aukið fjármagn, hærri skattar á þig. Ef þú færð þessa "leiðréttingu" þurfa lífeyrissjóðir að skerða réttindi, lægri ellilífeyrir fyrir ömmu þína og þig. Ef þú ætlar að bæta hag eins þá gerist það bara á kostnað einhvers annars. Það er voða auðvelt að segja að einhver annar eigi að borga, það bara er enginn annar.

Ef þú skoðar söguna afturfyrir bílprófsaldur þinn þá sérð þú að kreppa og mikil verðbólga er ekkert nýtt á Íslandi. Þess vegna höfum við þessa verðtryggingu. Hún er eingöngu til komin vegna þess að kreppur og miklar verðbólgur eru algengar á Íslandi. Verðgildi krónunnar í dag er til dæmis innan við 5% af því sem hún var við myntbreytinguna 1981. Því mætti vel segja að mikil verðbólga sé reglan frekar en undantekning.

sigkja (IP-tala skráð) 28.6.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband