Samvinna og lýðræði!

Ég tek hattinn ofan fyrir Jóni Gnarr og félögum. Þeir koma ekki úr villta spillta vestrinu eins og svo margir forverar þeirra. Þeir vilja breytingar - það viljum við öll. Og þeir þorðu að berjast fyrir því.

Ég hlakka til að sjá hvernig samvinna Besta flokksins verður við aðra flokka. Ég tel að Besti flokkurinn sé ekki kominn til að "berja á andstæðingnum" og vera á móti öllu - heldur frekar að efla samvinnu í þágu fólks. Vinna fyrir fólkið - allskonar fólk.

Á Íslandi hafa verið að rísa upp öfl sem hrópa eftir lýðræði, samvinnu og almannahag. Á Alþingi er Hreyfingin þetta afl. Í Reykjavík er það Besti flokkurinn og Reykjavíkurlistinn hefði komið sterkur inn. Svipaðir flokkar hafa komið fram í öðrum kjördæmum. Það sem þessi öfl hafa sameiginlegt er kallið eftir lýðræði, breytingum og almannahag. Sigrast á áratugalangri spillingu innan stjórnmála og tala tungu fólksins í landinu. 

Samvinna.

Þetta viljum við sjá í landspólitíkinni líka. Og nú er tækifærið til að rísa upp og krefjast úrbóta fyrir Íslendinga. Við höfum eitt nægum tíma í að spila eftir stjórnmálauppskriftum risanna handan hafsins. Við erum snillingar í spillingu og klíkuskap. Svo miklir snillingar að sjálfsagt verður okkar minnst í sögubókum framtíðar um aldir alda. Við skutum undan okkur lappirnar og nú er kominn tími til að læra af mistökum okkar og velja alvöru lýðræði. Vera sjálfstæð í alvöru. Taka eigin ákvarðanir sem sjálfstæð þjóð. Ekki skrumskæling pólitíkusa fortíðar. Horfa ekki á glataðar og úreltar fyrirmyndir gráðugra og valdafýsinna þjóða í kringum okkur.

Tækifærið er núna - látum það ekki fram hjá okkur fara.

Líkt og Rómverjar forðum, getum við orðið fyrirmynd nýrra tíma.

No guts no glory


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljúfa Lísa !

 Þú hlýtur að vera  spaugsöm !" Ég tek hattinn ofan fyrir Jóni Gnarr" !!

 Tuttugu þúsund sex hundruð sextíu og sex kjósendur í Reykjavík, létu trúðinn Jón Gunnar Kristinsson, hafa sig að algjörum fíflum !

 Hafi nokkurntíma verið stofnaður flokkur sem kallast mætti " flokkseigendafélag", var það samsetning trúðaframboðsins. Jón Gunnar ráðaði einn sjálfur öllu liðinu á listann !

 Drengur sem vart kann móðurmálið, hvað þá að hann kunni stafkrók í málum nágrannaþjóðanna - sérðu slíkan stjórna fundum og ráðstefnum fyrir hönd höfuðborgarinnar ??

 Var þér ekki kennt sem unglingi, að kosningarétturinn væri meðal lýðræðisþjóða, helgur réttur, sem ALDREI ætti að hafa í flytningum ?

 Það verður hlegið vítt um veröldina að þeim Molbúum sem byggja þetta land - sér í lagi Reykvíkingum !

 Og drengurinn Dagur, varaformaður í flokki sem tapaði hvorki meira né minna  en 36% af sínu fylgi frá kosningunum á síðasta ári - sá sami Dagur leiðir trúðana í hásætið !Mundu Lísa mín góð, að " hugsjónamanneskjur" verða fyrst og fremmst að hafa jarðsambönd !

 Rómverjar forðum hefðu sagt um það sem nú er að ske í höfuðborginni.: " Sic transit gloria mundi" og bætt við " Nolens volens! " !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 23:20

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kæri Kalli!

Ef við skoðum ríkisstjórnina, þá er fjármálaráðherra jarðfræðingur og forsetisráðherra flugfreyja.

Það er fullt af mjög gáfuðu fólki sem þjáist af lesblindu. Það gerir það hvorki óhæft né spillt. Hefur ekki setið í einkaþotum á leið í laxveiði. Hefur ekki tekið þátt í sölu auðlinda til að auka eigin hróður.

Ég á dóttur sem kann mjög vel móðurmálið - en hún getur ekki fyrir nokkra muni skrifað það vegna lesblindu. En hún er fluggáfuð og góð stúlka. 

Ekki gera lítið úr fólki sem þú þekkir ekki. Eða ert þú fullkominn?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.6.2010 kl. 23:27

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og má ég minna þig á kæri Kalli.

Jón Gnarr var lýðræðislega kjörinn. Og má ég líka benda á að engar lýðræðisumbætur hafa orðið á Alþingi okkar Íslendinga núna - þrátt fyrir beiðni almennings. Má ég benda á að einungis ein Hreyfing hefur krafist lýðræðisumbóta!

Kosningarrétturinn er helgur réttur - en lýðræðið hefur kafnað í flokksræði. Dagur er ekki að leiða trúða í hásætið, hásætið er fólksins og það kaus. Það hefði eins vel getað verið Hanna Birna sem stóð í öskufallinu í dag - í stað Dags. 

Mundu það.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.6.2010 kl. 23:32

4 identicon

Góður pistill hjá þér Lísa. Kalli Sveins, við skulum bara bíða og sjá til hvernig Besta flokknum gengur í Borgarmálunum. Málið er að almenningur er búinn að fá svo mikið ógeð á spyllingunni, sem er svo megn og allsstaðar að fólk vill allt annað en hagsmunatengda stjórnmálamenn.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 12:14

5 identicon

 Gott hjá þér Lísa  , skrifa meira bara   takk 

Ásgeir Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 21:22

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já það er mikið rétt. Almenningur hefur fengið nóg af spillingu og loforðum sem eru svo svikin á kostnað almennings. Nú er fólkið að rísa upp úr öskustónni og krefjast lýðræðis og heilinda. Mín von er að við rísum upp af fullum krafti og krefjumst þess sama í landspólitíkinni - helst áður en árið er allt!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.6.2010 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband