Kauphöll Íslands er eitt að því sem leggja ætti niður!

Hvers vegna? Vegna þess að Íslenskur markaður er of smár til að halda úti eigin hlutabréfamarkaði. Það höfum við séð nú þegar.

Hvað gerir alvöru hlutabréfamakaður? Hann er gagnsær og það eru sérfræðingar sem vega og meta raunverðgildi hlutafélaga miðað við þær upplýsingar sem þeir hafa. Og stóra hlutabréfamarkaði er ekki auðvelt að "gabba" því upplýsingarnar eru fyrir hendi.

Hvað er stærsti þátturinn í því að hlutabréf á stórum gagnsæjum mörkupum hækka/lækka? Jú - það eru aðgerðir fyrirtækjanna og væntingar til þeirra. Fyrst og fremst er það stjórn fyrirtækja sem hefur með þessar væntingar að gera. Stjórnir fyrirtækja hérlendis hafa verið krosseignahald andskotans og þessvegna stjórnað væntingum og verði á hlutabréfum. Vegna smæðar okkar og eignarhalds hefur verið auðvelt að slá ryki í augu almennings.

Þetta er ekki svo auðvelt á hinum stóru mörkuðum. En þetta verður alltaf auðvelt hér - við erum bara of lítil þjóð til að standa í því að vera með eigin Kauphöll.

Til að tryggja öryggi hluthafa og halda við stjórnir fyrirtækja þarf að skrá þau á stóra markaði sem hafa strangar reglur hvað upplýsingar varðar. Því ættu Íslensk fyrirtæki að vera skráð á markað t.d. með hinum norðurlöndunum.

Nema auðvitað við viljum halda vitleysunni áfram!

Anyone?


mbl.is Skráningu Haga frestað til hausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Get ekki annað en tekið undir þetta, heilshugar.

ThoR-E, 5.6.2010 kl. 19:16

2 identicon

Sammála,

Tl hvers að vera með þetta hér?.  Það eru kauphallir út um allan heim sem fyrirtæki geta komist inná ef einhver innistæða er fyrir rekstri þeirra.

itg (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:30

3 identicon

Breyttist þetta ekki þegar OMX og Nasdaq komu til landsins?

Annars er ég á því að sameina eigi íslenska markaðinn þeim danska;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 19:57

4 Smámynd: Bumba

Alveg sammála, ekkert vitlausara en að hafa svona stofnun í landi sem allsstaðar er hægt að stela og pretta. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.6.2010 kl. 20:54

5 identicon

En hvað með sjálfstæði vort? Eða krónuna okkar. Er þetta ekki hornsteinn og grundvöllur sterks efnahagslífs á íslandi? Viljum við virkilega skrá öll okkar sterku fyrirtæki á evrópskum eða bandarískum mörkuðum, þar sem við neyðumst til að reikna í dollurum eða evrum. Allir vitu jú að slíkir aumingja gjaldmiðlar eru jú að líða undir lok. Eða ertu kannski að segja að krónan sé ekki nógu góð fyrir okkur íslendinga?

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 08:42

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kauphöll hefur ekkert með sjálfstæði að gera. Enda er sjálfstæði okkar mun eldra en Kauphöll Islands. Öll okkar "sterku" fyrirtæki voru skráð í Kauphöllina við það gengi sem stjórnendur "bjuggu til" með því að kaupa bréf útá lán á víxl í fyrirtækjum sínum.

Eins hefur þetta ekkert með krónuna að gera. Þó svo fyrirtæki skili frá sér ársreikningi í öðrum gjaldmiðli hefur það engin skaðleg áhrif á krónuna sjálfa. 

Hlutabréfamarkaðir eiga að vera gagnsæir og aðgengi að upplýsingum um fyrirtæki á mörkuðum þess eðlis að hægt sé að fylgjast með starfsemi þeirra og ráða í hvort brögð séu í tafli. Það er ekki auðvelt að blekkja alvöru hlutabréfamarkaði þar sem sérfræðingar fylgjast vel með. Okkar litla markað er hinsvegar mjög auðvelt að manipulera á allan hátt. Og almenningur sem verslar á þessum markaði líður fyrir.  Hlutabréfamarkaðurinn hefur því verið ómarktækur og í versta falli skaðlegur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.6.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband