Kæru ESB sinnar - eat this!

Mikið ofboðslega er ég sammála þessum manni. Ég hef verið skotin niður og tuðuð í kaf vegna skoðanna minna á því að mismunandi hagkerfi kalli eftir mismunandi gjaldmiðli. Annað væri eins og að setja heildarflóru ávaxtafjölskyldunnar í einn pott og ætla að fá hreinan appelsínusafa.

Svo Þjóðverjar ættu að taka upp Þýska markið aftur. Hljómar mjög eðlilega í mínum eyrum.


mbl.is Bloggari hjálpar AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef lengi spáð því að krónan verði langlífari en evran og fengið á mig mörg skot fyrir það, eins og þú.  Algerlega sammála því, að mismunandi hagkerfi kalli á mismunandi gjaldmiðla.

Evra er ekki sá gjaldmiðill, sem hentar íslensku hagkerfi.  Það gerir krónan hinsvegar og er t.d. til mikilla hagsbóta fyrir þjóðarbúið núna, eftir hrunið.

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2010 kl. 10:36

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef aldrei skilið hvernig það átti að láta þetta virka með allar þessar mismunandi þjóðir, hagkerfi, menningu og fleira. Samvinna er alltaf af hinu góða en öllu má ofgera. En auðvitað hafa stjórnmálamenn ýmissa landa séð af þessu góðan ávinning.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvaða ráð sótti imf í ,,viskubrunn" meints bloggara?

Það er eins þessi ,,frétt" hafi verið skrifuð af 9-10 ára barni í grunnskóla.

Þvílíka steypan - eins og um 80-90% ,,frétta" mogga er orðin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 10:48

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég er ESB sinni vegna þess að gjaldmiðill Íslenska krónana er ekki til og verður ekki til framar nema sem leiktjald fyrir íslendinga svo þeir geti stundað þykjustu viðskipti sín á milli. Íslendingar stunda þykjustu sjávarútveg, þykjustu landbúnað og þykjustu stjórnmál. Veruleikinn er kallaður "hrun". Auðvitað er von að SOS sé þýtt yfir á alþjóðatungur sem ESB. Spennan felst í því hvort hægt verður að veruleika tengja þjóðina með fulla aðild og ekkert kjafæði eða á hún að sulla ein í sínum drullupolli áfram með þykjustu EES samninginn.

Gísli Ingvarsson, 10.6.2010 kl. 11:16

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er sama hvað sagt er um ESB og evruna, ef það er ekki til að dásama þessi fyrirbæri, þá bregst Ómar Bjarki ókvæða við og sakar fólk og fjölmiðla um barnaskap og lygi.

Hann virðist vera einhver sérstakur varðhundu ESB á blogginu og alveg sérlega áhugasamur og duglegur sem slíkur, en málefnalegur er hann ekki, en skítkast og svívirðingar eru hans ær og kýr.  Ekki er mikið mark takandi á slíku.

Axel Jóhann Axelsson, 10.6.2010 kl. 11:18

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég held að þjóverjar geri það ekki (taka upp markið). Þeir hagnast meira á því að láta ECB bjarga skuldugu ríkjunum svo þau haldi kaupmætti í evrum.

Ef þeir taka upp markið verða þeir að kaupa evrur fyrir mörk þannig að evran haldi káupmætti í þýskalandi.  Sem er að sjálfsögðu best fyrir Evruna og evrópusambandið en það kostar þjóðverja meira. 

Guðmundur Jónsson, 10.6.2010 kl. 11:39

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvað ætli það kosti ECB að halda uppi kaupmætti í evrum? Geta þeir / munu þeir bjarga skuldugu ríkjunum? Hvað ef raunin er kannski sú að þetta markmið um sameiningu Evrópu á þennan hátt er ekki að takast?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 12:09

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svo ég svari þessu sjálf eftir lestur Viðskiptablaðsins, þá er það nú stóra málið. ECB er barasta ekki að valda því að bjarga þessum skuldugu ríkjum! Það er nú ekkert flóknara en það.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 14:21

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er búið að ákveða í ESB að láta ECB kaupa bréf af Grikkjum utan markaða með pólitískum vöxtum og heimildin er komin fyrir Spánverja Portúgali og einhverja fleiri.  Ef þetta hefði ekki verið gert hefði Grikkland lent í greiðsluþroti í síðasta mánuði og mög önnur lönd fylgt á eftir.  Það er því  tæknilega búið að fara þá leiða að láta ECB hald kaupmætt evrulandanna uppi fyrir þjóðverja. Meira að segja var þetta gert í Grikklandi með skilyrðum um einhver viðskipti við þjóðverja og frakka. Ég hef ekki lagt það á mig að skoða reglur nýja  evruneyðarsjóðsins en ég geri bara ráð fyrir að þær séu líka þess eðlis að það sem rennur í sjóðinn séu  innistæðulausar evrur.

Guðmundur Jónsson, 10.6.2010 kl. 14:34

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk fyrir þetta innlegg Guðmundur. Það er svo margt í þessu bákni sem fæstir nenna að setja sig inní. En það sem maður veit - og þegar maður hugsar um þetta er ekki að líta vel út fyrir mér. Hvað skildu Grikkir hafa verið í löngu og ströngu aðlögunarferli til að ná tilgreindum skilyrðum ESB? Og hver skildu nú þessi skilyrði vera?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 18:18

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vek athygli á grein í Telegraph: If the European climate turns nasty, the ECB could suffer from exposure - Telegraph

Samkvæmt upplýsingum í greininni er áhætta evrópska seðlabankans vegna Grikklands mun stærri en allt eigið fé bankans, sem er ekki nema rúmir 77 milljarðar Evra. Svo eru ríkin hvert um sig búin að skuldbinda sig fyrir allt að tífalda þá upphæð til að bjarga ríkjum úr skuldavanda, og sum þeirra eiga ekki einu sinni fyrir því heldur þurfa sjálf að taka lán, sem þau fá að sjálfsögðu hvergi nema þá kannski hjá hinum Evrópuríkjunum. En bíðum við, þá er svikamyllan komin í hring! Hvar ætla þeir að fá peningana? Prenta þá úr lausu lofti kannski? Svo furða menn sig á því að Evran sé að hrynja, það sem ég furða mig hinsvegar á er að dollarinn skuli ekki ennþá vera farinn sömu leið.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 20:19

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - þetta er það sem mann grunaði. Ég furða mig ekkert á að Evran sé að hrynja. En þetta með Dollarann. Nú þar sem við vorum að fá þessa merkilegu heimsókn frá Kína þá veit ég ekki betur en að einmitt Kínverjar eigi mikið magn dollara og jafnframt fyritækja í USA. Þeir hafa verið að færa sig þar inn og hugnast varla að dollarinn leggi upp laupana. Þetta er svona min hugmyndafræði en ég sel hana ekki dýrara en ég keypti hana.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 21:15

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kínverjar eru milli steins og sleggju með dollaraeignir sínar. Hvort sem þeir halda þeim eða selja þær þá fylgir báðum leiðum MIKIL áhætta. Ef þeir selja þær hratt myndi hjarðhegðun leiða til flótta úr dollaraeignum og gengisfalls sem þeir myndu sjálfir tapa á, og rústa efnahag Bandaríkjanna sem eru þeirra stærsti viðskiptavinur. Ef þeir selja ekki þá eru þeir að taka sénsins á því að einhverntíma á næstu misserum renni upp ljós fyrir bandarískum yfirvöldum og þau innleiði einhverja vitglóru í ríkisfjármálin þannig að innstæða verði fyrir skuldum ríkisins í framtíðinni.

Persónulega tel ég þetta síðarnefnda ólíklegt ef marka má lærdóm sögunnar, og því virðast Kínverjarnir vera nokkuð sammála því þeir eru smám saman byrjaðir að draga úr kaupum á bandarískum ríkisskuldabréfum til að dreifa áhættu og fara varlega í sakirnar til að setja ekki allt á hliðina. Kínverjar eru sko alls engir vitleysingar, og þaulvanir að taka taktískar langtímaákvarðanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2010 kl. 21:32

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er evrópusinni aðallega vegna þess að eg deili sameiginlegum gildum með evrópubúum.  Það eru ákv. prinsip varðandi lýðræði, mannréttindi og umhverfismál og. fl., lífsskilyrði fólks etc. sem evrópubúar og stjórnvöld evrópu hafa og vilja framfylgja og festa í sessi.

Stefna ESB er tekin til fyrirmyndar í ölum alvöru löndum og þau reyna að líkja eftir þeim (ma. í noregur og ísland sem dæmi, enda 70-80% aðilar)

Nú, þá kann vel að vera að einhverjir íslendingar, svo sem sjallar ýmiskonar og heimssýnarmenn LÍÚ og þess háttar, telji sig eiga meira sameiginlegt við stjórnarhætti og mannréttindaframkvæmdir í KÍNA!  Eg skal ekkert útiloka það.  Það má vel vera.

That said, þá er evran þar bara bónus í framtíðinni og lausn á gjaldmiðlavanda íslands sem er mattadorgjaldmiðil sem kunnugt er.

Það sem talað er um hérna varðandi evrópu hefur  ekkert með evruna að gera per se.  Það hefur með það að gera að sum lönd hafa skuldsett sig meira en góðu hófi gegnir og samdráttur orðið í efnahagskerfum ýmsum.  Það er ekkert bundið við Evrópu.  Ísland?  Einhver??  Fólk:  Hugsa!

Þetta er glóbalt vandamál, Japan USA etc.  Halló.

Þið verðið líka að passa ykkur soldið á mogga (Dabba) að hann tekur allar fréttir erlendis um evruna og gúggul þýðir aðeins það sem túlka má neikvætt og setur í sem neikvæðasta samhengi.

Með Telegrah, þá er það blað ekki góð heimild varðandi EU eða evru eins og Jónas Kristjánsson benti á í fyrradag.  (Líklega eftir að hann sá mína útskýringu á eðli þess fjölmiðils á Eyjunni)  Tele er right wing anti EU blað og trúir að UK sé ennþá heimsveldi. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 22:04

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: "Það er ekkert bundið við Evru"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 22:06

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Því miður hef ég aldrei haft trú á ESB og Evrunni fyrir Ísland. Það er annað sem ég er sífellt að verða samfærðari um. Pólitík og viðskipti eru ekki góð blanda undir sama hatti. Ég er ekki viss um að koma Kínverja hingað hafi nokkuð að gera með pólitík, hvorki þeirra né okkar, heldur séu eingöngu viðskiptalegs eðlis. Það er meira en segja má um ESB sem vilja bæði eiga okkur og stjórna - við erum nefninlega, þegar allt kemur til alls - með virkilega góða legu landfræðilega og ríkar auðlindir. Að mínu mati værum við að selja sál okkar til Brussel og fyrir hvað? Gjaldmiðil sem fólk efast um að lifi og svo flókið lagakerfi að varla þeir sem skrifuðu það, skilja það.

Og það er einmitt það sem fólk er að gera - hugsa!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:14

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Guðmundur - ég er alveg sammála þér. Ég held ekki að Kínverjar taki sénsinn á að gjaldfella dollarann. Það er of mikið í húfi fyrir þá sjálfa. Kínverjar eru nefninlega déskotanum klárari í viðskiptum. Og það er víst séstök kúnst að semja við þá - þar koma ólíkir menningarheimar til sögunnar. Og þeir hleypa ekki hverjum sem er að samningsborðinu. Þessvegna held ég að dollarinn lifi áfram en er ansi óviss um Evruna.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 22:19

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. ertu sem sagt að segja að þú sért ánægð með komu Kínverja og fyndist gott ef áhrif þeirra færu vaxandi hérna?

Ef svarið er já - hefurðu kynnt þér hvernig stjórnarfar er í kína og hvernig þeir hafa hegðað sér þar sem þeir ná áhrifum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2010 kl. 22:42

19 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gallinn við sjálfstæða mynt í svona litlu landi eins og Íslandi er hversu ólýðræðislegt það er í rauninni.

Miklar sveiflur hafa verið í genginu og munu líklega verða í framtíðinni.  Sveiflurnar í verðigildi gjaldmiðilsins eiga að vera til að jafna hagsveiflur sem er göfug hugsjón í sjálfu sér.

Sveiflurnar í genginu valda því hins vegar að röng skilaboð eru send í hagkerfinu og árangursríkum fyrirtækjum, sem ættu að vaxa og auka velmegun landsins, er refsað á meðan illa rekin fyrirtæki eru verðlaunuð.  Það skilar sér í minni velmegun og velferð.

Fljótandi gengi virkar kannski betur í stærri ríkjum með fjölbreyttari auðlindir og atvinnulíf en jafnvel í Bandaríkjunum eru fylki þar sem fátækt er mikil, af því mætti draga þá ályktun, af blogginu, að Bandaríkin séu of stórt myntsvæði.

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2010 kl. 02:03

20 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ómar - ég hef sagt í öðrum pistli að ég sé enn ekki búin að mynda mér skoðun á þessu með Kínverjana. Einnig það að ég telji ekki að um neytt stjórnmálasamband sé að ræða heldur einvörðungu viðskipti. Hvorki ég, né nokkur annar sem ég þekki er hrifinn af stjórnarfari í Kína og það er eitthvað sem ég held að enginn vilji hingað. En maður þarf að vita hvað er um að vera áður en maður myndar sér skoðun. Viðskipti geta verið jákvæð en stjórnarmálasamband hins vegar ekki.

Svarar þetta spurningunni?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 07:33

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lúðvík - þetta er alveg satt sem þú segir. Það er erfitt að vera með lítið myntsvæði sérstaklega ef peningastjórnun er ekki góð. Sagan segir okkur að það hafa alltaf verið hagsveiflur, bæði hér og annarsstaðar. En ég er ekki sammála með að árangursríkum fyrirtækjum sé refsað. Hvað er árangur? Er það að vaxa framúr sér á skömmum tíma? Fyrirtæki sem ná árangri vaxa á eðlilegum hraða og ættu ekki að fara fram úr sjálfum sér á góðæri. Með góða stjórnendur ættu góð fyrirtæki að lifa af hagsveiflur. Það eru þau sem "hlaupa of hratt" sem vaxa í góðæri og lognast útaf þegar illa árar. Ert þú ekki að tala um illa rekin fyrirtæki sem hingað til hefur verið haldið uppi af stjórnvöldum í gegnum lægðirnar? Það hefur ekkert með rekstur þeirra að gera - einvörðungu pólitík.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 07:40

22 identicon

Bendi á fróðlega grein eftir Þorstein Pálsson, Trúin á krónuna: http://visir.is/thorsteinn-palsson--truin-a-kronuna/article/2010897155878 

Magnús Már Magnússon (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 08:41

23 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Lísa,

ég er að tala um þegar krónan styrkist og er 25-30% yfir jafnvægisgengi í langan tíma.  Það skemmir fyrir útflutningsfyrirtækjum og refsar þeim þrátt fyrir að rekstur þeirra ætti að blómstra.  Á sama tíma eru innflutningsfyrirtæki verðlaunuð.

Auðvitað er það lélegri hagstjórn að kenna.  En ef myntsvæðið væri stærra þá myndu þessar sveiflur ekki hafa sömu áhrif á fyrirtækin.

Lúðvík Júlíusson, 11.6.2010 kl. 09:21

24 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hér er líka mjög góð grein sem tekur á okkar vanda:

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/mikilvaegi-thess-ad-auka-fjarfestingu

Auðvitað er krónan erfið. Það er ekkert auðvelt að vera lítið eyland. Sérstaklega þegar við þykjumst vera gríðarlega stór. En stórt myntkerfi sem inniheldur fullt af mjög ólíkum hagkerfum er líka mjög erfitt og ekki útséð að það haldi. Það væri mun nærri lægi ef svipuð hagkerfi deildu með sér gjaldmiðli og ákvarðanir væru ekki teknar miðlægt eftir stærð hvers og eins (og völdum). 

Svo skal ég taka eitt pínulítið dæmu um hvað gæti gerst í framtíðinni - þetta er ekki raunverulegt, en alveg mögulegt. Því við erum að tala um pólitískt efnahagssvæði, ekki bara mynt. Pólitísk svæði eru þekkt fyrir það að takast á um völd. Ef tvö risastór pólitísk efnahagssvæði s.s. dollar og evra takast á verður að gera ráð fyrir þriðja aðila. Stórum aðila sem kýs að annað haldi velli umfram hitt. Vegna eigin viðskiptasambanda. Þá þurfum við að horfa á hvaða risar eru ekki í ESB og Evrulandi. Risar sem mundu ekki ráðast á litla staka gjaldmiðla eða lítið eyland.

Pólitíkin er flókið og gráðugt fyrirbæri. Stundum er einfaldlega betra að halda sig utan baráttu risanna. Það er allavega mitt mat.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 10:14

25 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst málflutningur þinn Lísa vera að hægt sé fyrir smáríki  (meðal-stór og stór væntanlega alveg eins) að standa á hliðarlínunni og reyna að næla sér í bestu bitana sem til falla þegar "risarnir takast á". - Þetta er einangrunarstefna í mínum augum og tækifærismennska sem getur ekki gengið upp til lengdar. Það sem verst er við þessi viðhorf er að neita að viðurkenna að við erum búin að taka afstöðu með þvi að vera í EES. Sá samningur er ekkert annað en yfirlýsing þess efnis að við ætlum að hlýta löggjöf ESB um fjórferelsið og flest annað, nema undanþágur vegna sjávarútvegs og landbúnaðarmála. - Við gerum engan tvíhliða fríverslunarsamning við Kína svo dæmi sé tekið. Ef þú ert tilbúin til að segja upp EES samningnum myndi ég virða það. Éf ekki þá talarðu ekki fyrir neinu nema status quo sem er að mínu mati ekki í boði. Við getum ekki séð fyrir neitt nema þá samninga sem við gerum og hyggjumst efna. Restin er bara endalaus flækja tilviljana byggða slíkum forsendum. Þess vegna verðurm við að breyta samningum, víkka út gildissvið þeirra eða þrengja. En óbreytt heimsmynd er ekki framundan. Krónan er dáin. Lengi lifi krónan.

Gísli Ingvarsson, 11.6.2010 kl. 13:05

26 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við skulum sjá.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 14:35

27 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Vandamalið er ekki endilega evran. Það er rétt að evran á ekki góða samleið með því hagstjórnarkerfi sem ríkir í dag. En það er alls ekki sjálfgefið að það sé evran sem er röng.

Að mínu mati er eitthvað verulegt að þegar þeir sem hagnast mest eru þeir sem framleiða minnst. Hæstu tekjurnar eru hjá þeim sem flytja tölur á milli raða í reikniörkum. Mismunandi gjaldmiðlar skapa möguleika á braski þar sem menn geta hagnast ótrúlega á engu öðru en að flytja eignir kerfisbundið á milli gjaldmiðla. Hluti af þessu súrrealistíska kerfi eru lánshæfismatsfyrirtækin sem ef maður lýtur yfir farinn veg hafa einungis sannað vanhæfni sína, þrátt fyrir það hafa þau enn vald til þess að setja heilar þjóðir á hausinn.

Í stað þess að velta fyrir sér gildi einstakra gjaldmiðla væri nær að skoða heildar saamhengið og hversu hollt það er fyrir almenning að búa við kerfi sem stöðugt launar betur fyrir brask en raunframleiðslu.

Kjartan Björgvinsson, 11.6.2010 kl. 21:38

28 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Heldur þú virkilega að það hafi með gjaldmiðil að gera? Nei - þetta er vandamál sem heitir krosseignatengsl og þrífst í litlu þjóðfélagi með eigin Kauphöll og stjórnvöld sem loka augunum. Sama hver gjaldmiðillinn er. Til þess að hindra þetta þarf að skrá fyrirtæki hérlendis á hlutabréfamarkað sem virkilega fylgist með stjórn og stjórnendum fyrirtækja og hefur allar upplýsingar - eins og tíðkast á erlendum hlutabréfamörkuðum. En það skiptir engu máli hvað gjaldmiðillinn heitir - það er misskilningur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 22:45

29 Smámynd: Vendetta

Að halda að Þjóðverjar geti skipt yfir í þýzk mörk án þess að hin evrulöndin verði að hætta að nota evruna er firring. Það er þýzki efnahagurinn sem heldur uppi gengi evrunnar og hefur alltaf gert. Það var líka eitt af skilyrðunum fyrir því að þýzka stjórnin féllst á að taka upp evruna í  stað DM, sem var sterkasti gjaldmiðill Evrópu, að ECB yrði staðsettur í Frankfurt, svo að Þjóðverjar gætu varið evruna beint eða óbeint, þ.e. haldið gengi hennar óhultri fyrir slæmum áhrifum frá hinum evru-ríkjunum. Nákvæmlega eins og meðan DM var í notkun, þá var þýzku stjórninni óheimilt að fella markið, þýzki seðlabankinn var sjálfstæður og einráður hvað gengi marksins leið.

Ef Þjóðverjar ákvæðu að taka upp sinn gamla gjaldmiðil aftur, þá yrði evran handónýtur gjaldmiðill. Þá neyddust hin evrulöndin til að taka upp sinn gamla myntfót upp aftur (eða skapa nýjan, þjóðlegan gjaldmiðil), sem undireins myndi byrja að gengissíga, amk. í Suður-Evrópu.

Ég sé þetta ekki gerast. Ég sé hins vegar fyrir mér þá upplögðu lausn að lönd eins og Grikkland, sem ekki geta uppfyllt skilyrðin, verði þvinguð til að hætta í evrusamstarfinu, amk. þangað til efnahagur þeirra og skuldastaða hefur batnað. Hvers vegna þessi lausn var ekki tekin strax veit ég ekki. Hins vegar er fall evrunnar gott fyrir íslenzkan innflutning (neytendur) til skemmri tíma litið. 

Vendetta, 12.6.2010 kl. 09:52

30 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég held að ástæðan fyrir því að Grikkland gangi ekki úr evrusamstarfinu sé að Grikkir hafa skuldbundið í evrum og ef þeir hætta í evrunni þá minnka ekki skuldirnar, hinn nýi gjaldmiðill Grikklands myndi gjörsamlega hrynja og hagkerfið einnig.

Ef Grikkir myndu lýsa því yfir að skuldirnar yrðu færðar yfir í hinn nýja gjaldmiðil á ákveðnu gengi þá myndi trú fjárfesta og lánveitenda á Grikklandi hverfa og enginn myndi lána þeim nema á ofurvöxtum.  ESB og AGS gætu komið til hjálpar en það þyrfti enn meiri peninga og þetta gæti haft keðjuverkandi áhrif og önnur hagkerfi myndu einnig hrynja.

Þess vegna er betra að hafa Grikkland í evrunni og gera allt sem hægt er til að halda kerfinu gangandi.

Lúðvík Júlíusson, 12.6.2010 kl. 16:02

31 Smámynd: Vendetta

Ég meinti að Grikkir yrðu neyddir til að yfirgefa "evruland", sparkað úr myntsamstarfinu tímabundið (ca. 10 ár) gegn vilja sínum. Það hlýtur að vera hægt með einhverju móti, þótt það þurfi örugglega að gerast skv. ósk (vegins) meirihluta hinna aðildarlandanna.

Vendetta, 12.6.2010 kl. 16:23

32 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kannski er það ekki ódýrt eða auðvelt fyrir þjóðverja að halda uppi gengi Evrunnar, sérstaklega þar sem komið er í ljós að Evran er ekki að geri sig á þann hátt sem fólk bjóst við. Eins og öll innlegg hér á þessum þræði sína eru stórfelld vandræði í Evrulandi sem hafa keðjuverkandi áhrif. Þjóðverjar eru nú vanir að sjá um sig og sína frekar en að taka tilskipunum frá öðrum.

Fyrir mitt leiti er ég ekki alveg að sjá þessa "hjálp" ESB og AGS sem eru augljóslega linkuð saman. Það sést vel hér á landi.

Fólk hlýtur að sjá að þetta er ekki að ganga upp sem skildi án þess að það þurfi að fara að brjóta það niður i frumeindir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.6.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband