Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn again.

Í DV í dag má lesa grein þar sem AGS viðukennir tilstuðlan sína að falli Argentínu með því að heimta niðurskurði og vaxtahækkanir. Niðurskurðir sem þessir leiða af sér minni skatttekjur, atvinnuleysi og minni tiltrúnað á hagkerfinu. Kannast einhver við þetta? Anyone..

Að sögn Joseph Stiglitz er niðurskurður einmitt það sem á að forðast í djúpri efnahagskreppu. En AGS settu lánadrottna Argentínu - sem vildu sína peninga strax - í forgang fram yfir almenning. Almenningur missti því vinnuna og átti ekki fyrir fæði og húsnæði. Kannast einhver við þetta? Hmm

Á Íslandi í dag sitja stjórnvöld og rembast við að hlýða AGS - fyrir lánadrottnana erlendu, meðan almenningur er svikin, brotinn og vonlítill. 

En afhverju erum við í re-play hérna? Jú, Evrópusambandið á í vanda með að bjarga skuldugum löndum svæðisins (var ég ekki eitthvað að tala um þetta í fyrra bloggi - minnir það). Það eru einhver merkileg tengsl milli ESB og AGS - sem eru að gagnast okkur fremur illa.

Nú - þegar þessi kreppa númer II sem Evrópuríkin eiga von á brestur á af fullum krafti, hvar verðum við þá? Langt frá því að fá stuðning frá ESB trúi ég. En það er allt í lagi að fórna einu litlu sjóbörðu landi fyrir smá pening til handa stóru þjóðunum - er það ekki?

Málið er að ég er bara ekkert svo ánægð með þetta. Er ekki bara mál til komið að sparka AGS heim til sinna ESB landa og reyna innspýtingu í hagkerfið í stað niðurskurðar fram og til baka. Við getum unnið, Íslendingar, ef við bara fáum það.

Hvað segiði - erlendir lánadrottnar eða Íslenskur almenningur? Ha? Hvað finnst ykkur?

 


mbl.is Vara við annarri kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég segi nei takk, ekkert ESB og AGS má fara fjandans til.

Sævar Einarsson, 10.6.2010 kl. 14:43

2 identicon

Sæl Lísa,

Þú ert greinilega greind og vel gefin því skrif þín (hið minnsta það sem ég hef lesið) eru einsog töluð úr mínu hjarta:)

Það að horft sé framhjá þeirri staðreynd að AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem hann hefur komið og það að meðölin okkar útúr kreppunni eigi að vera þveröfug við það sem að önnur siðmenntuð lönd styðja sig við til þess að forðast hyldýpið er nokkuð sem að borgarar þessa lands þurfa að rísa gegn úr því að kosnir fulltrúar og embættismenn lýðveldisins geta það ekki.

Axel Óli (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 16:27

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þakka þér fyrir Axel Óli. Ég er bara að velta fyrir mér nákvæmlega hvernig hægt er að stöðva þetta, því það hlýtur að vera til leið. Annað kemur bara ekki til greina.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.6.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband