11.6.2010 | 19:30
Vil að stjórnin segi af sér strax!
Auma stjórn!
Þið sem hafið selt íbúa landsins í ánauð. Þið sem hafið lofað AGS að ekki verði frekari aðgerðir til boða fyrir heimilin í landinu. Þið sem hafið lofað að draga saman til þess að láta undan erlendurm (og innlendum) lánadrottnum. Þið sem aukið atvinnuleysi og komið í veg fyrir að hjól atvinnulífsins geti farið að snúast að nýju. Þið sem viljið gera okkur að hinni nýju Argentínu.
Gerið nú það eina rétta. Segið af ykkur svo dugmeiri og þornari aðilar getið bjargað ykkar óskunda.
Þið vinnið ekki fyrir Íslendinga! Þið vinnið fyrir lánadrottna og bankastofnanir.
Þið eigið ykkur enga framtíð í pólitík. Til þess eruð þið of duglaus.
Ef þið ætlið ekki að standa uppi fyrir eigin þjóð - gerið öllum greiða. Segið af ykkur!
Niðurskurður mun bitna á öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alveg sammála, þessi ríkisstjórn er að gera hlutina hundraðfalt erfiðari og á að segja af sér ekki seinna en núna!!! því miður fyrir Íslendinga er ekki útlit fyrir að það gerist í bráð...
sandra (IP-tala skráð) 11.6.2010 kl. 19:52
Alveg sammála þér Lísa Björk og mér finnst að við verðum að gera eitthvað strax. Þessi stjórn er að fara í rúmlega 2 mánaða sumarfrí með þau fríðindi í vasanum að það sé nýbúið að HÆKKA ferða sem og dagpeninga hjá sér ef fer sem fer... og það var til peningur fyrir því... Mér finnst þetta svo mikil svívirða við okkur fólkið í landinu að það hálfa væri nóg, því eins og þú segir þá er þessi Ríkistjórn að láta okkur borga fyrir sukk og svínarí útrásavíkingana.. Ég vil meina að hún Ríkistjórnin hafi ekki umboð frá okkur þjóðinni að gera þetta. Einfaldlega vegna þess að hún hlaut ekki kosningu fyrir þessa vinnu... Sandra fyrir mér þá má eiginlega ekki hugsa svona mikið lengur í vonleysi, heldur á þjóðin núna taka sig saman öll sem einn og segja hingað og ekki lengra, hleypa reiðinni sinni út og gera mikil hávaðalæti fyrir framan Alþingi og hætta ekki fyrr en þessi stjórn segir af sér. Ríkistjórn ber að hlusta á fólkið í landinu... Annað er brot á okkar rétti. Vinnuveitendur allir sem einn ættu að gefa mannskapnum sínum frí í þessa aðgerð. Það munu þúsundir fjölskyldna missa heimili sín á meðan sumarfrí stendur hjá Alþingi og það finnst mér ekki í lagi vegna þess að þessi stjórn var kosin líka til að halda skjaldborg utan um heimili ALLRA LANDSMANNA.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.6.2010 kl. 20:45
Sjáið til. Ég stóð vaktina í dag fyrir framan Alþingi með Tjaldborg heimilanna. Ég veit að innan þings var fólk sem óttaðist það sem við höfum að segja. Við vorum ekki mörg. Kannski fimmtán manns. En þessi litli hópur hafði áhrif. Þessi litli hópur þarf að stækka margfalt og margfalt.
Vegna þess að við látum ekki stjórnvöld og AGS fara svona með okkur!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 22:42
Heyr, heyr!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2010 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.