Oft hefur nú ríkið notað "þrepakerfi"

En það hefur reyndar oftast átt við um skatta. Nú er kominn tími til að leiðrétta verðtryggðu lánin, jafnvel í þrepum. Hvort um algert afnám hennar verður svo eða komið á ákveðnu þaki sem mun verja lántakendur fyrir sveiflum í hagkerfinu er einn möguleiki. Allt þetta verður að skoða. Það er óhæft að hin almenna fjölskylda geti sér ekki um frjálst höfuð strokið vegna gífurlegra hækkana lána á sama tíma og kaupmáttur launa fer lækkandi. Það er ástand sem aldrei getur endað vel - og ekki er það sparnaðarhvetjandi þótt síður sé.

Íslendingum er "gert" að leggja fyrir ákveðinn sparnað af launum sínum í formi lífeyrissparnaðar. En neysla er líka nauðsynleg til þess að það skapist hér atvinnugrundvöllur. Einnig verður að endurskoða skatta og skattleysismörk. Hækkun skatta á sprotafyrirtæki er eingöngu til þess að draga úr þessu atvinnuskapandi afli og að skattar séu lagðir á t.d. bótaþega sem jafnvel þurfa að standa í röðum til að fá matargjafir er hreinlega skammarlegt.

Það er víða pottur brotinn í íslensku stjórnkerfi og kominn tími til að endurskoða það vandlega. Ef ekkert er að gert erum við á leið í fjöldafátækt. Það bitnar á okkur öllum, sér í lagi börnunum okkar. Og ekki skapar það af sér tekjur fyrir þjóðarbúið.

Nú er mál að snúa þessu við. Fjármálafyrirtæki þurfa líka að taka á sig skelli, enda hafa þau tekið miklar áhættur í sínum viðskiptum. Í langan tíma hefur áhætta lánveitenda verið takmörkuð með t.d. verðtryggingunni. Enginn möguleiki er fyrir lántakendann að hagnast mögulega á viðskiptum sínum. Ef á endanum enginn getur tekið lán er illa komið fyrir fjármálafyrirtækjum. Þau lifa eingöngu á viðskiptavinum sínum stórum og smáum.

Ég segi það og meina, okkur er ekki vel borgið með að skapa hér fátæktarríki og setja fólk útá guð og gaddinn. Aðgerða er þörf!


mbl.is Varar við of miklum væntingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband