Fáránleiki stjórnmálanna

Ísland er klofið í afstöðu sinni til ESB - samt á að sækja um aðild. Aðildarríkin eru klofin í afstöðu sinni um aðild Íslands, nema það lúkkar vel í þeirra erfiðleikum. Sumir vilja hengja þetta á Icesave aðrir ekki. Er enginn að sjá þetta pólistíska rugl?

Við viljum ekki, þeir vilja ekki - en samt á að eyða milljörðum í þetta?

Halló, er einhver vakandi þarna í Samfylkingunni?


mbl.is Eining ESB í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Lísa Björk og það er alveg ótrúlegt að þau skuli ekki sjá vitleysuna í þessu öllu saman hjá sjálfum sér... þetta er alveg ótrúlegt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 17:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Við viljum að ísland gerist fullgildur og formlegur aðili að ESB.  Jú.

Enda var yfirgnæfandi meirihluti fylgjandi aðildarumsókn á sínum tíma og samþykkt á Alþingi.

Núna hætti þið bara þessu væli endalaust. 

Málið er í ferli.    Enginn ástæða tl að vera hræddur krakkar mínir. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nei Ómar Bjarki við (þ.e. meirihluti Íslendinga) viljum bara alls ekki gerast fullgildur og formlegur aðili að ESB eins og þú staðhæfir. Þú hlýtur að lifa í algerri afneitun á raunveruleikanum (eða ert í Samfylkingunni) - krakkinn þinn! Sem betur fer sjá flestir Íslendingar að okkur er mun betur borgið utan ESB og líkurnar á því að við munum fara þangað inn á þessari öld eru hverfandi.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.6.2010 kl. 18:09

4 identicon

Ómar Bjarki !  "Við" viljum.  Hverjir eru þið?  Og af hverju að tala niður til okkar sem krakka?  (Ekki þar fyrir held ég að margir krakkar "fatti" alveg hvað er í gangi).  Skv. skoðanakönnunum er íslenska þjóðin á móti.   Sjálfur var ég í upphafi meðmæltur að fara í viðræður.  E....n eftir því, sem tímar hafa liðið, og nú er að koma í ljós hvers lags eyðimerkurganga þetta er, með flest öll ESB ríkin með allt niður um sig, þá er þetta orðinn meiri háttar þvættingur, að ég tali nú ekki um ef umsóknarferlið á eftir að kosta okkur e-a milljarða!!   Ekki bætir úr skák að því er haldið fram nú í dag, skv. áreiðanlegum fréttum, að staðan í Icesave sé frá og með 17. júní 2010 orðin barátta á milli ESB og Íslands !!  Þetta er bara einn af óþefunum, sem fylgja þessu sambandi.    Held að Össur sé orðinn einn að róa þessum báti, sem á aldrei eftir að komast út úr Reykjavíkurpollinum,  Faxaflóa, enda bara með eina ár, og fer því í hringi.  Mér hefur fundist Össur að mörgu leyti frambærilegur, en sú skoðun er farin.   Heilög Jóhanna setti svo punktinn yfir iiið, þegar hún í ræðu á 17. júní  staðfesti menntunar- og kunnáttuleysi sitt.   Þvílík ríkisstjórn á ekki langa lífdaga framundan!

Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 18:30

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ómar Bjarki er ekki allt í lagi... ég hef aldrei kosið með þessari aðild og mun ekki gera það eins og staðan er í dag. Að bera þessar aðildarumræður undir þjóðina á mannlegum nótum er allt annað mál. Þetta Icesave er ekki mitt að greiða, en það er kannski þitt.... og ég er ekki barnið eða krakkinn þinn. Á 4 stykki sjálf og veit hverir foreldrar mínir eru og systkini... En þú veist kannski ekki um þín börn ef átt einhver...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.6.2010 kl. 18:35

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Væl væl. 

Þetta er mjög einfalt.  Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi aðildarumsókn að sambandi fullvalda lýðræðisíkja evrópu og það var samþykkt af alþingi.

Nú er málið bara í ferli og hefur sinn gang í rólegheitum.  Eigi flókið.

Og siðan gerist Ísland bara aðil að nefndu sambadi í framhaldinu.  Allt bara í rólegheitum enda óumflýjanleg þróun. 

Rétt eins og fönnin bráðnar og hverfur með hækandi sól - mun væl andsinna hverfa með aðild að ESB.  Alveg fyrirséð.

Rétt eins og vælið yfir aðild landsins að EFTA hvarf og í framhaldinu aðild að EES.  Það væl og vol hvarf.  Hvarf eins og dögg fyrir sólu og er nú dregið fram aðallega til að hlægja að í samkvæmum og sem heimild um hve fólk getur bullað mikið.  Væl andsinna verður notað og hið sama far. 

Eða hvað?  Eruði sem sagt að segja að Ísland eigi að fara æur EES og ganga í Kína?!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2010 kl. 18:47

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hví skyldum við ganga undir vald Kína?

Hví skyldum við ganga undir vald ESB?

Hví skyldum við ekki bara vera sjálfstæð þjóð áfram?

Er það svo skelfilegt Ómar Bjarki?

Varðandi þennan yfirgnæfandi meirihluta um umsóknina sem þú talar um, er rétt að minna þig á að sá mikli meirihluti var ansi naumur og fenginn með nauðgun Samfylkingar á Vinstri Grænum!

Gunnar Heiðarsson, 18.6.2010 kl. 19:26

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Meirihluti Ómar - mú ha ha. Hefurðu ekki séð neinar skoðanakannanir? Vinstri grænir voru andvígir aðild þegar þeir gengu til stjórnarumræðna. Margir kusu þá einmitt þess vegna. En til að fá ráðherrastóla þá snérust þeir í afstöðu sinni. Þvílíkt lýðveldi.....

Nei - þetta er sko alfarið ákvörðun pólitíkusa. Það hafa margir sent mér fræðigreinar, rökræður og hvaðeina. Ekkert af þessu hefur fengið mig til að sjá að Íslandi væri betur borgið undir stjórn stóru Evrópuríkjanna - þó síður sé.

Gunnar - ég held að enginn sé að tala um að ganga til liðs við Kína. Þeir voru hér í viðskiptaerindum um daginn, mikið rétt. Ég hef persónulega ekki séð ástæðu til að vera á móti hráum viðskiptum við Kína svo lengi sem þeir fá skýr skilaboð um að það þýði ekki að við aðhyllumst stjórnhætti þeirra. Íslendingar eiga jú í viðskiptum við marga þá sem við ekki aðhyllumst stjórnmálalega- eða aðgerðalega séð. En það er önnur saga.

En við eigum að vera sjálfstæð þjóð með sjálfstæðan gjaldmiðil áfram. Vissulega þurfum við að taka allverulega til í stjórnmálum, stefnum og öðru. En ekki láta stórveldin gleypa okkur með húð og hári, tyggja og spýta svo útúrsér hretinu. Takk pent. Við erum alltof auðug þjóð - bæði að náttúruauðlindum sem og legu landsins - til að gefa það stóru löndunum sem minna eiga þrátt fyrir stærð.

Það er mín hugsun og sem betur fer ekki bara mín!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.6.2010 kl. 20:43

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ómar það hefur sennilega alveg farið framhjá þér að samfylkingin fékk ekki góða kosningu og af hverju skyldi það vera?jú af því að eina stefnumál samfylkingarinnar í kosningunum var aðild að ESB og þessi fáu atkvæði sem þið fenguð var algjör minnihluti.En stærsti sigurvegari kosninganna var VG og af hverju !! jú það var afþví að þar var á hreinu að ekki yrði farið í ESB,en Steingrímur hefur að kosið að svíkja kjósendur sína og mun enda einsog frjálslindir í næstu kosningum.Hvað segir þétta þér Ómar !!!!meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB.....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 18.6.2010 kl. 23:04

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef hef ekkert að gera með samfylkinguna. 

Skoðanakannanir hafa sýnt að afstaða kjósenda VG var um 50/50.  Hemingur fylgjandi og helmingur andvígur.  Enda væri nú annað óeðlilegt.  Umhverfismál sem oft hafa verið VG hugleikin eru samhljóma afstöðu ESB - enda ESB í fararbroddi í  þeim málum sem öllum öðrum  málum glóbalt.

Það sem hefur gerst er að massíft própaganda í kringum málefnið undanfarið hefur ruglað fólk í ríminu.

Það eru skiptar skoðanir í öllum flokkum varðandi aðild að esb.  Skoðanir í sjallaflokk eru skiptar líka.  Hafa alltaf verið.   Þó mikil þöggunarárátta hafi verið hjá ykkur undanfarið varðandi málefnið.  Barið á öllum sem sýnt hafa smá sjálfstæði. 

Málið núna er bara í ferli nuna og hefur sinn gang.  Útrætt. Punktur og period.

That said, þá er samt alltaf áhugavert, fræðilega séð, hve íslendinga geta verið óttalega heimóttalegir og hræddir og fáfróðir hreinlega.  ESB umræðan minnir á (Ekki bæjarreið bænda til að mótmæla símanum um 1900, því bændur vildu í rauninni GSM) hún minnir á soldið hérna, deilur manna í blöðum í lok 19. aldar,  um hvort útilegumannabyggðir væru uppá hálendinu.

Það er ekki lengra síðan að fólk trúði, sko í fúlustu alvöru, að útilegumannabyggðir væru upp á hálendi Íslands!  Um það rifust menn í blöðum meir að segja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2010 kl. 23:25

11 Smámynd: Dexter Morgan

Nenni ekki að lesa bullið í honum Ómari B(ull) Kristjáns. lengur, skoðið þessa könnun frá Capacent Gallup:

Maí 2009

Helstu niðurstöður

Hversu mikla eða litla

áherslu finnst þér að ný

ríkisstjórn eigi að leggja á

að hefja aðildarviðræður

við Evrópusambandið?

Mjög mikla áherslu 21,9% Frekar mikla áherslu 20,0% Hvorki né 13,8% Frekar litla áherslu 11,9% Mjög litla áherslu 32,3%

Þetta sýnir ykkur, gott fólk, að Bullið í honum Ómar er ómarktækt, típískt ESB sinna bull. Hvernig þeir hamra eilíft á því að "meirihluti þjóðarinnar".... blablabla

Bara BULL og ekkert annað, enda væri svona "umsókn" kolfelld í þjóðaratkvæði núna, 75-80% væru á móti. Alveg klárt mál.

Dexter Morgan, 19.6.2010 kl. 01:57

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er með ólíkindum að fársjúkt fólk í Samfylkingunni hafi rottað sig saman og kalli sig pólitískan flokk. Valdagræðgi og vesaldómur Ríkisstjórnar er yfirþyrmandi og þarf að stoppa þessa terrorista af með öllum ráðum.

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 07:36

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jóhanna fékk undir sig púða til að sitja hærra en Steingrímur, fyrir bragðið lítur karlinn helst út eins og moðpoki við hliðina á hinni heilögu drottningu háloftanna.   

Um þetta ESB mál þarf ekkert að tala frekar þar sem við viljum halda áfram að vera Íslendingar, líkt og Færeyingar vilja bara fá að vera Færeyingar og hversvegna meigum við ekki halda áfram að vera aðeins öðruvísi sérvitur en hjarðir mið Evrópu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2010 kl. 08:35

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjörlega sammála Hrólfur...

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 08:41

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslandssaga 2009 101.  First lesson.  Aðildarumsókn að sambandi fullvalda lýræðisræðisríkja Evrópu:

,,30. júl 2009. 
Ríflegur meirihluti styður ESB-viðræður
Tæp 59 prósent landsmanna styðja aðildarviðræður við ESB samkvæmt niðurstöðum skoðanakannanar Fréttablaðsins. Tæp 57 prósent stuðningsmanna VG styðja viðræðurnar"

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2010 kl. 12:47

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frekjan og yfirgangurinn í kommúnistum á borð við Ómar Bjarka hérna er eins og að hlusta á stórhættulegt fólk. Sem betur fer er það að koma fram meira og meira hverslags spennitreyja ESB er og tilræði móti lýræði og Stjórnarskrá, að það er útséð um ESB aðild um alla framtíð. Þess vegna þarf að vekja fólk til vitundar um ESB svo fólk skilji hvað það er. Ég held að engin lygarök séu eftir fyrir ESB sinna því fólk er almennt búið að sjá í gegnum það og skilur hverslags þrælahald er verið að bjóða uppá sem á að borga fyrir að auki.

Óskar Arnórsson, 19.6.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband