10.7.2010 | 21:31
Það var rétt!
Ég styð þingmann Hreyfingarinnar heilshugar í þessu máli og fagna þessu erindi.
Iðnaðarmálaráðuneytið og allir þeir sem komu að þessum samningi þurfa að gera grein fyrir máli sínu og það ekki seinna en strax. Margir lögðu sitt af mörkum til að koma í veg fyrir þennan samning og að auðlindir okkar Íslendinga væru ekki seldar úr landi á þennan hátt. En allt kom fyrir ekki.
Ég fæ ekki skilið hvernig ríkisstjórnin getur setið áfram eftir, núna tvö lögbrot, á skömmum tíma!
Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar Magma eignaðist hlut OR í HS-orku, síðasta haust eða sumar. Þá fól þingflokkur Vg, Steingrími J. það að vinna að því innan ríkisstjórnarinnar, að sett yrðu lög, sem takmörkuðu eignarhald útlendinga á auðlindum þjóðarinnar.
Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vg, sagði svo í viðtali við RÚV, einhverjum mánuðum síðar að Samfylkingin, hafi verið andvíg, slíkri lagasetningu. Það er skiljanlegt, miðað við síðustu fréttir, enda Iðnaðarráðherra varla að leiðbeina mönnum í kringum lög, sem hann hyggst fella úr gildi, eða breyta, þannig að ekki verði í kringum þau komist.
En stóra stefnumál Samfylkingar, að binda það stjórnarskrá að þjóðin eigi auðlindirnar, er bara merkingarlaust lýðskrum. Og þá er spurning um restina á stefnuskrá þessa flokks, sem svíkur jafn veigamikið atriði og þetta er.
Kristinn Karl Brynjarsson, 10.7.2010 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.