11.7.2010 | 18:58
En Katrín vissi að um skúffufyrirtæki var að ræða.
Með því að upplýsa um lög og regluverk orkumála og sölu auðlinda úr landi má vera ljóst að það hljóti að hafa komið uppá borðið að möguleiki væri að selja HS Orku í gegnum land innan Evrópusambandsins. Síðan þykir Iðnaramálaráðherra furðu sæta að aðrir hafi ekki vitað að um skúffufyrirtæki væri að ræða. Hún vissi það greinilega svo upplýsingar ráðuneytisins hafa gagnast með það í huga að til stóð að stofna þetta ákveðna skúffufyrirtæki, Magma Energy Sweden.
Auðvitað er það alþekkt í núverandi íslenskum stjórnmálum að hver bendir á annan og hrópa "ekki ég - ekki ég".
Eru þá forsvarsmenn Magma Energy lygararnir? Eða er það Iðnaðarmálaráðuneytið? Eða jafnvel Vipskiptaráðuneytið? Þessi feluleikur og undanbrögð í íslenskum stjórnvöldum er orðin meira en lítið til skammar. Hvort heldur það eru fjárframlög, mútur, lögbrot eða hvað sem helst.
Það þýðir afskaplega lítið fyrir þetta fólk að stinga endalaust hausnum niður í sandinn og halda að vandamálið hverfi. Þjóðin er orðin alltof meðvituð um vinnubrögð innan stjórnarinnar.
Sorry - bara bláköld staðreynd.
Leiðbeindu ekki eigendum um stofnun félags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að koma Ríkisóstjórn frá strax og hefja rannsókn á glæpsamlegum vinnubrögðum hennar síðustu mánuði.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 19:27
Þarna held ég að flestir séu sammála.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.7.2010 kl. 20:09
"Það þarf að koma Ríkisóstjórn frá strax og hefja rannsókn á glæpsamlegum vinnubrögðum hennar síðustu mánuði."
Sjálfsagt að rannsaka þetta, en meiri þörf er á að rannsaka glæpi fyrri stjórna gegn þjóðinni. Það vita allir nema Sjálfstæðismenn.
Björn Birgisson, 11.7.2010 kl. 20:44
Hér hefur allt morað af spillingu frá því Fjölnismenn voru og hétu - eða fyrr. Gætum auðvitað rannsakað allt draslið aftur til 1950 - hefði vissulega sögulegt gildi og ýmislegt kæmi í ljós. En það eru önnur mál meira aðkallandi.
Aðalmálið er að koma hlutunum í lag og lagfæra það sem er í gangi núna.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.7.2010 kl. 21:32
Algjörlega sammála þér Lísa. Björn það er komið nóg af skítkasti út í loftið til að fela það sem er í gangi...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.7.2010 kl. 22:34
Nú?
Björn Birgisson, 12.7.2010 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.