Þingmenn Hreyfingar halda áfram tiltekt í þágu almennings.

Nú munaði mjóu að HS Orka lenti í í eigu erlendra aðila. Og auðvitað vissi Iðnaðarmálaráðuneytið (undir stjórn Samfylkingar) að um skúffufyrirtæki væri að ræða. Skúffufyrirtæki í Svíþjóð.

Nú má staldra aðeins við þessa hugsun. Afhverju skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Ykkur er velkomið að efast um skoðanir mínar, en samkvæmt lögum er það nú svo að sé réttindum úthlutað til langtímanotkunar eins og í þessu tilfelli verður hann á nokkrum árum að beinum eignaréttindum samkvæmt grundvelli hefðaréttar.

En skilyrðin fyrir því að óbein eignaréttindi í formi nýtingar-/afnotaréttar myndi beinan og óskoraðan eignarétt samkvæmt hefðarrétti eru að eignin sé annað hvort í einskis manns eigu eða opinberri eigu og hafa verið nýtt í 40 ára eða meira.

Stóra spurningin er - þar sem Svíþjóð er í ESB. Lendir þá eignarrétturinn hjá ESB?

Sama plottið er í gangi með kvóta okkar íslendinga eins og sjá má í grein sem birtist á Svipunni fyrr í kvöld.

http://www.svipan.is/?p=9265 undir nafninu Gjafakvótakerfið.

Ef kvótakerfið með þessum hætti ratar til LÍÚ mun næsta ljóst að Sjálfstæðismenn munu sveiflast í einu vetfangi í átt til ESB sem mun á endanum eignast kvótann þar sem AGS vegur linnulaust að efnahag okkar og kemur í raun í veg fyrir efnahagslega endurreisn. Kvótinn er skuldsettur - já - og á endanum gæti það svo auðveldlega lent endanlega í eign annarra aðila.

Og er verið að hafa hag almennings í huga hérna? Nei - hér er fólk að maka sinn krók án umhugsunar um Ísland framtíðarinnar. Auðlindalaust Ísland. Peð í höndum Brussel.

Það undrar mig ekki að ég heyrði Þjóðverja sem starfar í Brussel hlægja dátt og segja. "Hva - ég hélt að allir hér gerðu sér grein fyrir því að ESB vill fá auðlindirnar ykkar. Og það er talað um það innan okkar að í boði sé niðurfelling á Icesave skuldunum"

Ég hváði. Síðan þagði ég lengi. Auðvitað er þetta ekki neitt sem ég get staðfest, en heildarmyndin í púsluspilinu er vissulega að birtast, eitt brot í einu.

En við Íslendingar eigum orðið öfluga grasrót. Grasrót sem ekki er tilbúin til þess að við - almenningur - Íslendingar - afsölum okkur réttindum okkar og auðlindum. Hreyfingin er brú þessa grasrótahópa inná Alþingi okkar Íslendinga.

Og grasrótin mun berjast áfram, afla sér upplýsinga og miðla til fólksins í landinu. En það er fólksins í landinu að leggja eyrun við og velja. Viljum við auðvaldið eða viljum við Ísland.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér finnst það af sjálfsögðu lofsvert hjá Margréti að vilja kæra söluna.

 En mér finnst það samt ekki síður áhugavert, það sem haft er eftir Gylfa og Katrínu í lok fréttarinnar.

 Þessi "meinti" vilji þeirra til lagasetningar, var ekki fyrir hendi síðasta haust, þegar ráðherrar Vg, vildu breyta þessum lögum.

Nær væri því að spyrja þau "skötuhjú", afhverju lögunum var þá ekki breytt, þegar ráðherrar Vg, lögðu það til?

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyrði fréttina líka og þótti með ólíkindum að hlusta á Gylfa Magnússon þegar hann sagði að hugsanlega yrði þetta tekið upp á alþingi það pirraði mig og því segi ég burt með stjórnina og þökk sé hreyfingunni hún er fyrir okkur og lýðræðið við viljum Ísland Flott blogg hjá þér Lísa.

Sigurður Haraldsson, 12.7.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þau skulu eiga það hrós,þingmenn Hreyfingunnar,að þau reyna standa vörð um sjálfstæði landsins og berjast fyrir þjóðina.-Á meðan aðrir gera lítið annað,en að reyna mata sína eiginn króka,um von um framtíðar ávinning sér til handa.Skítt með almenning.

Ingvi Rúnar Einarsson, 12.7.2010 kl. 21:58

4 identicon

Takk Lísa fyrir gott blogg. Hjartanlega sammála. Þessi svik verður að støðva.

Vil annars "stela" orðum Ingva Rúnars hér ofan. Þau summa þetta vel.

"  Þau skulu eiga það hrós,þingmenn Hreyfingunnar,að þau reyna standa vörð um sjálfstæði landsins og berjast fyrir þjóðina.-Á meðan aðrir gera lítið annað,en að reyna mata sína eiginn króka,um von um framtíðar ávinning sér til handa.Skítt með almenning."

Við skulum muna þetta í næstu kosningum.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 22:56

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það sem við verðum að læra og skilja er það að pólitík er orðin svo siðblind að menn sem gera allt til að komast á þing eru oftast að því til að komast í góðar álnir og það hefur ekkert með almannahag að gera. Frá upphafi hefur þetta verið klíkuskapur þar sem stórir hagsmunaaðilar hafa rottað sig saman og haft með sér fólk og flokka. Kapitalisminn hefur nú sýnt að þeir hafa gersamlega farið offörum í þessu öllu en frjálshyggjan, sem pólitískt afl, vinnur út frá pólitík fremur en hagsmunum þjóðar þegar á reynir. Ef einhver heldur að Brussel sé minna spillt en litla Ísland - þá verða þeir að hugsa aðeins meira og betur.

En grasrótin - sú sem er yfirleitt kæfð í miðstýringu stóru flokksaflanna - hún heldur sinn vörð. Því miður eru bara svo fáir sem gefa því gaum, því það eru svo margir sem halda uppi hræðsluáróðri vegna eigin hagsmuna. Og auðvitað sér fólk ekki muninn, enda þarf að skoða ofan í kjölin ansi margt til að átta sig á raunveruleikanum. Og það eru nú fæstir sem nenna því. Þeir sem hafa það "ennþá" gott - er flestum nokk sama.

Sem betur fer er til fólk - sem hefur það ágætt - en er ekki sama!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.7.2010 kl. 23:20

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lísa þú ert góður málsvari haltu áfram á þessari braut kveðja af norðurlandi

Sigurður Haraldsson, 13.7.2010 kl. 01:50

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góð færsla hjá þér Lísa!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.7.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband