28.7.2010 | 15:28
Kerfishrun og lagamál - berum ekki ábyrgð.
Það kemur fram í löggjöf ESB að munur er á almennu gjaldþroti banka annarsvegar og kerfishruni hinsvegar. Íslendingar stóðu frammi fyrir kerfishruni þegar allt bankakerfið fór á hliðina.
Lögfræðingar víða um heim hafa bent á að okkur beri ekki skylda til að ábyrgjast þessar innistæður og nú kemur það sama frá framkvæmdastjórn ESB um ríki EES.
Það er hreinlega ekki hægt að undanskilja Ísland. Hverra var ábyrgðin á að innistæðutryggingarsjóður hvers banka væri í lagi? Væntanlega bankans sjálfs og að sjálfsögðu hefur FME haft eftirlitsskyldu þar um.
Fjöldi fólks tapaði fé úr sjóðum hér á Íslandi. Nú hef ég hreinlega ekki kynnt mér hvað varð um sjóð 9, eins og hann var kallaður, en þar átti fólk ekki von á að fá sitt til baka.
Þetta með jafnfæðisregluna er því ekki alveg skothelt að mínu mati.
Eins höfðu háttsettir menn á Bretlandi vitneskju um fjárhagslega erfiðleika bankanna og að ekki væri allt sem skyldi, og sendu hingað menn til að kanna þessi mál löngu fyrir hrun. Svo hvers vegna tóku Bretar og Hollendingar ekki til sinna ráða?
Hvernig var með eftirlitskerfi hjá Bretum og Hollendingum sjálfum? Var engin ábyrgð þar?
Og af hverju er Íslendingum neitað lagalegu ferli á þessu máli?
Það er vegna þess, að samkvæmt ýmsum lögum og reglugerðum eigum við í raun ekki að borga Icesave. Hér er verið að leggja heila þjóð á hliðina vegna ríkisskuldar sem er í raun ekki til staðar, nema á pólitískum vettvangi.
Ef hengja á þetta í neyðarlög fyrri ríkisstjórnar þá má víst vera að þau lög séu véfengjanleg. Þau lög eru mannanna verk og má afnema. Það er ennþá í okkar valdi.
Nú ættu Íslendingar sem aldrei fyrr, að rísa upp og krefjast réttlætis!
Bera ekki ábyrgð á innstæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innistæðutryggingasjóður er einn sjóður, ekki sjóður fyrir hvern banka. Íslenska ríkið bar ábyrgð á að hann væri í stakk búinn til að standa við skuldbindingar sínar. Það brást. Meðal annars vegna þess að Íslensk stjórnvöld lækkuðu framlög bankanna í sjóðinn til þess að halda þeim á Íslenskum kennitölum og fá skatta frá þeim. Síðan tæma Íslensk stjórnvöld sjóðinn til að geta greitt að fullu upp innlenda reikninga. Þannig að augljóst er hver ber ábyrgð.
Íslendingum hefur ekki verið neitað um lagalegt ferli í þessu máli. En vegna þess að málið er fyrirfram tapað og dómsniðurstaðan gæti orðið sú að við þurfum að borga alla upphæðina, ekki bara tryggingarupphæðina, vextir yrðu töluvert hærri en hæstu vextir sem hingað til hafa staðið til boða og lánstíminn styttri. Þá hafa Íslensk stjórnvöld ekki viljað fara þá leið. Það erum við sem höfum hafnað dómstólaleiðinni
Útibú þarf ekki leyfi í því ríki sem það starfar. Lögbærum yfirvöldum í heimaríkinu ber að sjá um allt eftirlit og fylgjast með gjaldhæfi þess. Bretar og Hollendingar höfðu enga möguleika og engan lagalegan rétt til að taka fram fyrir hendurnar á eftirlitsskyldu Íslenska ríkisins. Bretar og Hollendingar gátu ekki gripið til neinna ráðstafanna, það var okkar að gera það.
Það kemur hvergi fram í löggjöf ESB einhver munur á almennu gjaldþroti banka og kerfishruni. Innistæðutryggingasjóðurinn á að vera í stakk búinn fyrir hvoru tveggja.
Við erum ekki að ábyrgjast neinar innistæður. Við erum að greiða skuld sem varð til vegna ófullnægjandi löggjafar um innistæðutryggingasjóð og vegna þess að við tæmdum þann sjóð til að greiða okkur sjálfum umfram trygginguna.
Það væri ekki vitlaust af þér að kynna þér málin, jafnvel hugsir, áður en þú tjáir þig.
sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 17:10
Ég hef átt rökræður við þig áður þar sem þú varst ósammála mínum orðum. Stuttu síðar kom hæstaréttarlögmaður með grein í Morgunblaðinu sem var að segja það nákvæmlega sama og ég var að rökræða við þig.
Þetta er flókið allt saman. Seðlabankinn ber ekki ábyrgð á því hvað einkabankar gera. Ekki ríkið heldur. Þetta voru einkafyrirtæki sem bar að fylgja reglum og reglugerðum. Það er ekki flóknara enn það.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.7.2010 kl. 17:59
Hér er ágætis lesning.
http://this.is/villi/?page_id=451
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.7.2010 kl. 18:03
Fólk sem ekki skilur grundvallaratriði málsins nær aldrei að fara með rétt mál.
Þetta snýst um tryggingasjóð innistæðueigenda. Skuld tryggingasjóðs innistæðueigenda við Bresk og Hollensk stjórnvöld. Ekki einhver einkafyrirtæki. Íslenska ríkið, við, settum ekki þau lög og reglur sem okkur bar og tæmdum síðan þennan sameiginlega sjóð allra innistæðueigenda til að borga okkur sjálfum langt umfram það sem okkur var tryggt. Telur þú að það sé sanngjarnt, heiðarlegt og fyrri okkur allri ábyrgð?
Ég efast ekkert um að þú getur fundið haug af fólki sem af einhverum ástæðum sér sér hag í því að halda fram algerri vitleysu. Fólk sem virðist hafa fengið öll sín próf í Cheerios pakka. Það kallast pólitík og lýðskrum og á ekkert sammerkt með sannleikanum og raunveruleikanum. Þú verður nú að fara að reyna að þekkja muninn.
sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 20:42
Sjáðu til. Þú sjálfur virtist ekki þekkja muninn þegar við vorum að tala um samningalög og það sem snéri að gengistryggðum lánum. Ferð í það að tala um sanngirni. Sanngirni fyrir hvern?
Ég mæli með að þú kynnir þér betur þau lög sem eru til staðar þegar heilt bankakerfi hrynur. Ekki bara einn banki - heldur allt kerfið. Ég las þetta á sínum tíma, aðrir hafa vitnað í það en ég nenni ekki sem stendur að finna það aftur núna.
Það voru ekki ríkisbankar sem fóru á hausinn. Þetta voru einkafyrirtæki og það voru braskarar og eigendur bankanna sem bjuggu til fjármagn á pappírum sem ekki var til staðar. Þeir bera ábyrgðina sjálfir - þ.e. fyrirtækið, rétt eins og önnur fyrirtæki sem fara á hausinn. Ekki man ég til þess að USA hafi ábyrgst Lehman brothers.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.7.2010 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.