3.9.2010 | 12:32
Leyfist ráðherrum allt?
Hvað þarf að gerast til að ráðherrar fari að vera heiðarlegir gagnvart kjósendum sínum? Er það leyfilegt að koma með bjartar yfirlýsingar sem annaðhvort standast ekki eða eru svo sviknar?
Mögulega sjá þau skötuhjú í topp two þarna í ríkisstjórn fram á vænkandi hag. Enda veit ég ekki betur en að í þann mund sé að skella á fólk nauðungarsölur og annað vænlegt fyrir ríkiskassann.
Og hvað ætlar ríkið að hafa uppúr þessu spyrja margir. Fer þetta ekki til bankanna? Eiga þeir ekki eignirnar?
Þegar stórt er spurt! Ríkisstjórnin hefur nefninlega tryggt sér væna hlutdeild í þessari gjaldþrotahrinu með breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs sem samþykkt var á alþingi í desember 2009.
http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.130.html
Hvað er þetta á mannamáli?
Hér á eftir kemur stærsti hluti 1. kafla 1. gr um dómsmálagjöld og þær breytingar sem fólust í nýrri útgáfu laganna frá janúar 2010. Til samanburðar eru fyrri tölur og fyrir hvað þær standa.
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.
20. gr.
Lögin tóku gildi 1. janúar 2010
Breytingar á Dómsmálagjöldum.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
a. Í stað fjárhæðarinnar 1.350 kr. í 1. tölul. 1. mgr. kemur: ...............15.000 kr. (fyrir útgáfu stefnu)
b. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fyrir þingfestingu:
a. Af stefnufjárhæð allt að 3.000.000 kr. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15.000 kr. (þessi upphæð var 3.900 kr. skv breytingum 2004)
b. Af stefnufjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála
þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu . . . . . . . . 30.000 kr. (viðbótar sundurliðun f.f. lögum var 3.900)
c. Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það . . . . . 90.000 kr . (viðbótar sundurliðun f.f. lögum var 3.900)
c. Í stað fjárhæðarinnar 3.900 kr. í 3. tölul. 1. mgr. kemur: ................15.000 kr. (Fyrir þingfestingu og dómssetningu 15000 hvort)
d. Í stað fjárhæðarinnar 150 kr. í 4. tölul. 1. mgr. kemur: ....................250 kr. (Fyrir endurrit og ljósrit á hverja síðu)
e. Í stað fjárhæðarinnar 12.700 kr. í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur:´.....50.000 kr. (Fyrir kæru og áfrýjunarleyi pr. liðurf)
f. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu:
a. Af áfrýjunarfjárhæð allt að 3.000.000 kr. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000 kr.( viðbót f.f. lögum var áður 12.500)
b. Af áfrýjunarfjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála
þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu . . . . . . . . 50.000 kr. (viðbót f.f.lögum var áður 12.500)
c. Af áfrýjunarfjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það . . . 130.000 kr.(viðbót f.f. lögum var áður 12.500)
g. Í stað fjárhæðarinnar 3.900 kr. í 4. tölul. 2. mgr. kemur: .................25.000 kr. (fyrir þingfestingu)
h. Í stað fjárhæðarinnar 12.700 kr. í 5. tölul. 2. mgr. kemur: ...............50.000 kr. (fyrir útivistargjald)
Já - ríkið ætlar sér sko sitt af öllum þessum slæmu málum sem búið er að koma þjóðinni í. Og hver borgar þessar stökkbreyttu fjárhæðir til ríkissjóðs? Jú - auðvitað skuldarinn.
Þakka ykkur svo fyrir að verja almannahag.
Betri staða efnahagsmála en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er kraftur í þessum skrifum! Kraftmikil réttlætiskennd
Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.9.2010 kl. 13:25
Þetta eru ótrúlega miklar hækkanir, og þetta hefur ekki komið í neinum fréttum, mér vitandi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.9.2010 kl. 14:20
Nei - það er einkennilegt. Ég hef skoðað þetta svolítið og það hafa áður verið hækkanir á öðrum liðum innan þessa laga s.s. leyfisbréfum ofl. Þó ekkert svipað þessu. Það hefur verið kært til Umboðsmanns alþingis og mig minnir að ég hafi amk séð eina leiðréttingu mála. En um þessar óhóflegu hækkanir gjalda á væntanlega skuldara í þessu tíðarfari ættu að varða lög.
Alveg spurning hvort Ráðherralög samræmast þessu í okkar efnahagsástandi?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2010 kl. 15:16
Mamama áttar sig ekki á þessu hefði Reykásinn sagt
Þetta minnir á veru Ólafs Ragnar í Fjármálaráðuneytinu á sínum tíma
Þetta er þörf áminning og ábending til allra þinganna að hleypa ekki hverju sem er í gegn
Það verður fróðlegt að skoða þetta.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 15:56
Ég vildi gjarnan að þetta yrði skoðað og einhver umræða væri um þetta. Man ekki að hafa minnst á neitt tengt þessu - bara þessa krúttulegu neysluskatta sem Jóhanna sagði að kæmi ekki niður á þeim með lægstu tekjurnar.......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2010 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.