Þjóð í fjötrum!

Þeir sem halda að þetta séu góðar fréttir ættu að endurskoða hug sinn.

Meðan ríkið dregur saman alla fjárfestingu (og þá er líka talað um fjárfestingu í atvinnu - samneyslu, sem eykur enn vanda þjóðarinnar) eykst vaxtakostnaður vegna gífurlegrar lántöku.

Til að geta borgað þessi lán eru heimili og fyrirtæki sett á vonarvöl með skattahækkunum, sem gerir það að verkum að skatttekjur aukast. Hækkun tryggingargjalds hefur veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja og möguleika þeirra á að ráða fólk til vinnu því þetta gjald er beintengt við greidd laun. Þetta er þessvegna ekki bara óhagkvæmt fyrir atvinnumarkaðinn þegar horft er til fyrirtækja og aukinna skattgreiðslna á þau, heldur líka hvað varðar að hægt sé að ráða nýtt fólk til starfa.

Aðrir skattar sem hafa hækkað fara beint inní verðlagið og vísitöluna sem neysluskattar.

Með sérhverri skattahækkuninni er því beint vegið að atvinnulífinu og fólkinu í landinu og í stað þess að vinna bug á því ástandi sem hér er og stuðla að minnkun atvinnuleysis og þess að efnahagskerfið fái nauðsynlega innspýtingu hafa þessi úrræði ríkisstjórnar þveröfug áhrif. Verða þar af leiðandi einungis til að auka á erfiðleika og dýpka kreppuna.

Þannig að, gott fólk, þó svo fyrirsögn fréttarinnar hljómi kannski jákvæð - þá eru undirliggjandi ástæður hennar langt frá því að vera jákvæðar eða góðar fréttir.

 


mbl.is Dregur úr halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lísa,

já við skulum endilega ekki vera jákvæð, það er ekki það sem þjóðinni vantar, eða hvað..??

Er alveg hættur að átta mig á þessu moggabloggi, hver niðurrifs bloggarinn á fætur öðrum hérna.

Eigum við ekki bara að henda af okkur pólitísku klæðunum og reyna að líta jákvæðum augu á framtíðina, og vona að þessi frétt beri okkur þau tíðindi að þetta sé nú þrátt fyrir allt á réttri leið hjá okkur.

Kv Helgi R.

Helgi R. Jónsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 09:11

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það væri betra að fá réttar fréttir Helgi. Til að mynda ef litið er á aðra grein hér í Morgunblaðinu þá má sjá hversu mikið er nú til í þessu.

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/09/07/meiri_samdrattur_her_en_hja_krepputhjodum/

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.9.2010 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband