Er þetta nógu skiljanlegt? Þar sem tunnuslátturinn var greinilega ekki nóg.

Eins og þingmenn Hreyfingar hafa bent á víða í fjölmiðlum að undanförnu, þá er Neyðarstjórn eða kosningar eina heilbrigða leiðin í átt þjóðinni til bjargar.

Nú setja þingmenn Hreyfingarinnar fram tillögu sína á skýran og skilmerkilegan hátt. Það er von mín (og eflaust fleiri) að þetta opni augu ríkisstjórnarinnar þar sem tunnusamspilið og eggjasalatið á Alþingishúsinu virðist á einhvern hátt hafa verið misskilinn.

Nú bíður þjóðin í ofvæni.


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Formannsfífl stjórnarflokkanna drulluðu nærri því á sig af hræðslu þegar þeim varð ljós alvaran á bakvið tunnusláttarmótmælin um daginn. Samt bulla þau og ljúga einhverri þvælu um samráð allra stjórnarflokka um vanda heimilanna en það er bullandi falskur söngur. Þau verja hagsmuni fjárglæpafyrirtækjanna með oddi og egg og ætla heimilunum enga fyrirgreiðslu. Spurning að blása enn til mótmæla og láta nú ekki aðeins duga búsáhöld og tunnuslátt, fíflin tvö skildu greinilega ekki skilaboð mótmælanna. Nauðsynlegt er að taka þau í verklega kennslu með afgerandi hætti á Austurvelli og víðar sem fyrst.

corvus corax, 14.10.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Elle_

Frábært af Hreyfingunni.  Heiður sé þeim.  Þau verða æ mannlegri og mannlegri í mínum huga. 

Elle_, 14.10.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Held að það þurfi fleiri tunnur og fólk á Austurvöll á næstunni. Stjórnvöld virðast ekki skilja neitt fyrr en þau verða hrædd um að missa stólana!

Edda Karlsdóttir, 14.10.2010 kl. 18:52

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég held að almenningur líti svo á að þau séu þegar búin að missa stólana. Það getur ekki verið eðlilegt að forsætisráðherra þurfi lífvörð við hvert fótmál meðan nokkrir þingmenn geta labbað útí fjölmennið og barið tunnur með sínu fólki - almenningi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2010 kl. 20:27

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott blogg hjá ykkur og allt í rétta átt til lýðræðis það er að segja fólkið í landinu er með í stjórn en ekki flokksræðið sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 15.10.2010 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband