Verðtryggingin gerir það að verkum að fjármálafyrirtæki þurfa ekki að vanda sig.

Verðtryggingin er vinur fjármálafyrirtækjanna. Fjármálafyrirtækin geta lánað út verðtryggð lán og það er sama hvað gerirst í þjóðfélaginu, þau geta ekki tapað.

Þetta er mjög slæmt fyrir þá sem fara með hagstjórn og efnahagsstjórn. Fjármálafyrirtækin þurfa nefninlega ekki að passa uppá að þeirra athafnir sé verðbólguhvetjandi. Ef sjálf fjármálafyrirtækin þyrftu að passa uppá að sínar aðgerðir ýttu ekki undir aukna verðbólgu og þar með að tapa á því vegna útlána, má ganga útfrá því að mun meira yrði vandað til allra aðgerða þessara fyrirtækja.

Það getur því ekki talist annað en slæmt að fjármálafyrirtæki hafi þetta skálkaskjól umfram skuldara og þurfi lítið að hugsa um hvernig áhrif peningastjórnunar þeirra sjálfra hafa á hagkerfið.

Ég mundi því leggja til leiðréttingu á verðbólgu til upphafs kreppu og afnema verðtrygginguna í kjölfarið. 


mbl.is Niðurfærsla talin bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta verðtryggingarmál virðist vera illa snúið - eða búið að gera það svo samofið kerfinu að illgerlegt virðist að ná því út.

Lánir þú mér 1.000 krónur og kókflaska kosti á sama tíma er þar með kominn samanburður á verðmæti.

Hækki kókflaskan í 1.200 krónur áður en ég borga þér - þá vilt þú fá 1.200 krónur + vexti. Þú vilt ekki tapa á því að lána mér.

Svipuð rök fær maður - EN - ef þú lánar mér 1.000 krónur og við semjum um vexti - raunhæfa vexti - er þessi samanburðartrygging þá nauðsynleg? Ég sé það ekki.

Af hverju ( svo við tökum vísitölutenginguna inn í málið ) þarf lán á íbúðarhúsnæði að hækka þótt áfengi - tóbak og bensín hækki???

Er ekki eðlilegra að semja um vitræna vexti ??

Yfirskrift þín er rétt -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 16.10.2010 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband