Enn á að fækka störfum og ganga nær almenningi.

Samkvæmt tölum sem birtar hafa verið hjá Hagstofunni var atvinnuleysi mælt 6,4% á þriðja ársfjórðungi en var komið í 7,5% í október.

Hér er einungis um skráð atvinnuleysi að ræða en raunverulegt atvinnuleysi mun vera þó nokkuð meira.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/11/08/mikill_slaki_a_islenskum_vinnumarkadi/

Og enn er áformað að segja upp fólki og fækka störfum.

Það er nokkuð ljóst að grípa þarf af fullum krafti inn í þessa þróun til að koma hjólum atvinnulífsins í gang aftur.

Fram til þessa virðist áhersla ríkisstjórnarinnar eingöngu vera í átt að styrkingu fjámálastofnanna og aukningu varaforða gjaldeyris. En nú þegar heimilum og fyrirtækjum blæðir hlýtur að þurfa að hugsa málin öðruvísi.

Það hlýtur að vera krafa almennings að ríkisstjórnin leggi fram áætlun um raunhæfar og tímasettar aðgerðir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Án þess að hafa hagsmunasamtök ofar almenningi.

Þessi krafa vekur mann til umhugsunar hvers vegna fundað hefur verið að stæðstum hluta með þeim aðilum sem hafa mestan hag af því að ná sem mestu fé af almenningi og fyrirtækjum inn í fjármálakerfi landsins.

Hvers vegna er ekki hlustað á Hagsmunasamtök Heimilanna?

Ég er að horfa á eignaupptöku almennings og að eignirnar séu færðar yfir til fjármálafyrirtækjanna.

Hvort svo sem aðferðirnar heita breyting vaxtabóta, niðurfærsla og eignanám með gerðardómi, greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun, úttekt á séreignarsparnaði (sem er hreinlega bein eignaupptaka fjármagns fólks í vanda). 

Og ég er ekki par sátt við þá niðurstöðu.

Hvað um þig?


mbl.is 25% fyrirtækja ætla að segja fólki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Algerlega sammála.

Þetta er bara sanngirnismál.

Jón Á Grétarsson, 11.11.2010 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband