Hvað skyldu margir af þessum 56% hafa lesið lögin og samningana?

Mér finnst alveg með ólíkindum að fólk ætli að fara fram og samþykkja lög og samninga sem það hefur ekki lesið.

Hér eru samningarnir við Breska ríkið.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/DRIA_Isl_Bret.pdf

Hér eru svo lögin sem fólk er að spá í að samþykkja.

http://www.althingi.is/altext/139/s/0546.html

Hér eru svo framsalssamningarnir.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/Framsalssamningur_TIF_Breski_trygg.pdf

Nú væri skemmtilegt að fá könnum um það hversu margir hafa virkilega kynnt sér samningana. Það væri ansi fróðlegt að vita.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eins væri gaman að vita hversu margir af þessum 44% hafa lesið samninginn. Mér finnst með ólíkindum að fólk sé tilbúið að taka áhættu á að eiga í þessum deildum næstu 4 árin með allri þeirri orku sem fer í það og um leið að taka áhættu á að Icesave valdi því að hér dragist kreppan á langin næstu árin með tilheyrandi atvinnuleysi og sennilega vaxandi þar sem að allt fjármagn til fjárfestinga og vaxtar hjá fyirrtækjum verður torfengið og miklu minnia.  Öll þessi áhætta fyrir kannski 30 milljarða eða minna, jafnvel ekki neitt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alltaf verður maður jafn fúll þegar samningurinn er lesinn. Það er reyndar ofmælt að kalla þetta samnig, nær væri að tala um einhliða plagg. Maður veltir fyrir sér hvað íslensku samningamennirnir voru eiginlega að gera þarna.

Ég las ekki icesave II samninginn, en hafi hann verið verri, eins og menn vilja meina, er spurning hvort sá samningur hafi yfirleitt staðist nokkur lög. Það er á mörkum þess að þessi samningur geri það á mörgum sviðum.

Í hvaða samningi væri sett inn setning eins og þessi, sem tekin er úr grein 10.3 samningsins:

Hver þau réttindi eða heimild sem breska fjármálaráðuneytið kann að beita, eða ákvörðun sem það kann að taka skv. samningi þessum (þ.m.t. hvers kyns ráðstöfun, mál eða atriði sem ráðuneytið samþykkir, tilgreinir, ákvarðar, ákveður eða tilkynnir Tryggingarsjóði eða íslenska ríkinu) er breska fjármálaráðuneytinu heimilt að beita eða grípa til alfarið og hindrunarlaust eftir eigin mati á hverjum tíma, án þess að krafist verði rökstuðnings.

 

Gunnar Heiðarsson, 26.3.2011 kl. 01:13

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Magnús - það er kannski rétt að koma því fram að ALDREI hafa nokkur ríki tekið ábyrgð á innistæðutryggingum banka - hvað þá í alsherjar bankahruni. Það má lesa úr þessum samningum hvaða órétti við erum beitt. Þetta er einsdæmi sem ekki á sér neina forsögu. Að tryggja heildar innistæður - samþykkja að málið verið rekið í gerðardómi erlendis. Þetta er þvílílk fásinna að það hálfa væri hellingur.

Fæstir hafa lesið þennan samning eða lögin sem tengjast honum. Samt rífur fólk stólpakjaft. Það er sorglegt dæmi um vanþekkingu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.3.2011 kl. 01:57

4 identicon

Hörðustu JÁ menn eru farnir að efast um röksemdafærslu sína. Þeir vita mætavel að ef gengið breytist lítið, þá hrynja þeirra rök og Yfir TVÖHUNDRUÐ MILLJARÐAR bætast við reikningsdæmið.(og skuldaspírall sem ekki verður losnað úr)

Krónan mun veikjast meira en það á næstu árum. Enda gengi hennar stýrt af smákaupmönnum og vogunarsjóðum í útlöndum, en ekki Hagfræðingum á Íslandi.

JÁ er Blekking. Ekki falla í þá gildru Íslendingar að halda að þetta sá búið mál við að samþykja að borga skuldir annara.

NEI er eina rökrétta svarið.

Már (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 02:53

5 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Magnús Helgi! finnst þér 4 ár langur tími í réttarhöldum? þar sem við höfum allt að vinna en eingu að tapa. Enn þér finnst ekkert mál að borga svínarýið,og við verðum að því í hátt í fjörutíu ár í viðbót. Hugsaðu þér maður það er búið að seija upp þúsundum í heilbrigðis geiranum einungis til að spaa þrjá fjóra miljarða.
Þetta er brjálæði og ekkeret annað. Þess vegna seigja allir hugsandi menn NEI og aftur NEI

Þórarinn Baldursson, 26.3.2011 kl. 11:37

6 identicon

Lísa, því miður ferð þú með rangt mál eins og svo oft áður. Þýska ríkið var dæmt til ábyrgðar fyrir um 10 árum síðan. Þá varð það að greiða skuld hins Þýska innistæðutryggingasjóðs vegna falls einkabanka. Þér hefur verið bent á þetta áður. En þú kýst að hundsa það því rangfærslur falla betur að þínum málflutningi en staðreyndir. Gagnrýni þín á þeim sem ætla að samþykkja lögin er steinkast úr glerhúsi.

Í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, veður þú áfram í trúarhita og fáfræði, rök og staðreyndir fá þér ekki haggað.

sigkja (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 11:56

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

sigkja - þú hefur nú áður deilt á mínar færslur án þess að hafa rétt fyrir þér. Minnisstæðast er hvernig þú skilgreindir 36gr. samningalaga sem síðar féll dómur um stuttu síðar.

Það væri ágætt ef þú gætir komið með fræðsluefni, linka og annað varðandi dóm vegna þessa Þýska einkabanka. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt minnst á þetta mál.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.3.2011 kl. 19:39

8 identicon

Það kemur mér ekkert á óvart að þú skulir segja ".. að ALDREI hafa nokkur ríki tekið ábyrgð á innistæðutryggingum banka.." án þess að kynna þér það. Enda passar það illa inní trúarritin sem þú predikar eftir. Og ekki ferð þú að taka framfyrir hendur þeirra sem mata þig á ritningunni.  Þó þetta sé auðfundið og margoft nefnt þá hefur þetta farið hljótt hjá lýðskrumurum og þeim sem telja staðreyndir málsins til trafala. Þeir sem mata þig segja þér ekki allt og mikið af því sem þér er sagt er ósatt. Og nú mátt þú fara að skoða málin án aðstoðar og leiðsagnar um hvað þú átt að lesa og hvað ekki. Þú mátt fara að mynda þér sjálfstæðar skoðanir og vinna heimavinnuna sjálf til tilbreytingar. Gjörðu svo vel:  http://www.google.com    -(Þú getur jafnvel byrjað á lögunum og samningunum, því ég efast um að þú hafir SJÁLF lesið þá)-

Og varðandi fyrri skrif þá minnist ég þess ekki að vísitalan hafi verið afnumin með dómi, vísitölubundin lán "leiðrétt", bankastofnanir sektaðar eða starfsmenn fjármálafyrirtækja fangelsaðir fyrir lögbrot eins og hefði skeð ef þú hefðir haft rétt fyrir þér um ætluð lögbrot. Dómar sem fallið hafa sýna að fjármálastofnanirnar voru ekki að brjóta 36gr. Samningalaga umfram seljendur skuldabréfanna. Engar ákærur, engar sektir og ekki einu sinni ávítur eða lítið "vinsamlegast hættið þessu". Og vísitölubindingin í fullu gildi ennþá. Ennþá er ekkert sem bendir til þess að þú hafir nokkurn tíman haft rétt fyrir þér. Og það kemur heldur ekki á óvart.

sigkja (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 23:43

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Stór eru orðin sigkja. Vissulega er ég ein af mörgum sem ekki veit ALLT. En hinsvegar læt ég ekki mata mig á neinn hátt.

Við vitum bæði að vísitölubindingin er ennþá til staðar enda var var umfjöllun um 36. greinina á sínum tíma almenn og ég er enn þeirrar skoðunar að verið sé að brjóta á rétti neytenda.

Ég er líka þeirrar skoðunar sem margir aðrir að við séum ekki skuldbundin vegna innistæðutrygginga, enda eru það neyðarlögin sem aðallega er horft til ef kæmi til dómsmáls. Hvað varðar dæmi þitt um þennan þýska banka þá nenni ég ekki að eltast við það. Hér á landi varð alsherjar efnahagshrun þar sem allir stóru bankarnir fóru á hliðina.

Þetta er því svolítið eins og að bera saman epli og appelsínur.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 14:40

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hér er mál þessa banka. Málið snérist um að Þjóðverjar höfðu ekki innleytt innistæðutryggingakerfi þrátt fyrir reglugerðir Evrópusambandsins. Þess vegna stóð enginn Innistæðutryggingarsjóður að baki þessa banka. Hér var hundsað að setja á stofn Innistæðutryggingarsjóð alfarið.

http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:62002J0222:EN:NOT

Málið er því annars eðlis en það sem við horfum á.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 15:06

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svo langir mig svona í lokin að vitna í mjög góðan pistil Þórðar.

"Það er vitað mál að um áramótin 2009/2010 áttu 5% þjóðarinnar meira en helming af öllum bankainnstæðum.  2,5% (4.627 manns) áttu 44% af öllum innstæðum og þar af áttu 9 manns meira en þúsund milljónir."

Þetta vekur spuringuna - HVERJUM VAR VERIÐ AÐ BJARGA MEÐ NEYÐARLÖGUNUM?

Það væri nú áægtt að velta því fyrir sér.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 15:16

12 identicon

Þjóðverjar höfðu innleytt innistæðutryggingakerfi, en eins og hjá okkur þá var það gallað. Gallinn við innleiðinguna, framkvæmdina og eftirlitið varð til þess að Þýska ríkið, sem átti að sjá um að allt væri rétt, var dæmd ábyrgt. Hér var lengi vitað að bankakerfið var orðið stærra en tryggingakerfið réði við. Samt voru greiðslur bankanna til sjóðsins lækkaðar (liður í því að halda bönkunum á Íslenskum kennitölum þannig að við fengjum skattana)og ekkert var gert til að takmarka innlán og draga úr stærð kerfisins. Þetta voru ákvarðanir Íslenska ríkisins, það ákvað að taka sjensinn enda gátum við ekki tapað með þessa snillinga við stjórn bankanna.

Þetta viðhorf að við eigum að taka sjensinn enda getum við ekki tapað er ótrúlega ríkt í Íslendingum. Og er ein megin ástæðan fyrir okkar vandræðum og líklegt til að sökkva okkur ennþá dýpra.

Svo mættirðu velta fyrir þér hvers vegna þórður tekur tölur frá áramótunum 2009/2010 en ekki 2008 þegar Neyðarlögin voru sett. Hvaða blekkingaleikur er þar í gangi?

sigkja (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 16:18

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hverjar eru líkurnar á því að skyndilega hafi sprottið um ný stétt auðmanna á einu ári?

Og samkvæmt þessum dómi fæ ég ekki séð betur en að allavega þessi umræddi banki hafi ekki verið með neinn tryggingarsjóð á bak við sig.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 16:38

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Svo nenni ég ekki þessum skærum við þig. Linkurinn er til staðar og fólk getur skoðað þetta sjálft.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 16:40

15 identicon

Hverjar eru líkurnar á því að fjöldi sparifjáreigenda með tiltölulega litlar innistæður hafi þurft að nota sparifé sitt þessa fyrstu 15 mánuði eftir hrun?

Hverjar eru líkurnar á því að eftir setningu gjaldeyrishaftanna hafi greiðslur sem annars hefðu farið á erlenda reikninga sitji nú fastar á innlendum reikningum?

Og svona mætti áfram telja.

Málið er að fólk gleypir gagnrýnislaust, lætur mata sig. Eitthvað sem passar við trúarbrögðin og hlýtur þar með að vera rétt og engin ástæða til að athuga nánar. Jafnvel þó upplýsingarnar komi frá aðila sem þekktur er fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. þá er hægt að láta hvaða vitleysu sem er hljóma sannfærandi, og hinir trúuðu kokgleypa eins og ekkert sé. Það blekkir engan að tala um Neyðarlögin og taka tölur frá þeim tímapunkti. En að taka tölur sem eru 15 mánuðum nýrri þegar hinar eru til er augljós tilraun til blekkingar. Ýmislegt breyttist á þessum 15 mánuðum. Jafnvel þú getur ekki neitað því.

sigkja (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 19:19

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég var ekki að tala um 95% með litlu innistæðurnar, sem eflaust hafa rýrnað mjög af þeirri ástæðu sem þú nefnir.

Ég hef tekið fram áður - ég er ekki að staðhæfa, en þetta kveikir ákveðnar spurningar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 19:29

17 identicon

Það segir sig sjálft að prósentur og hlutföll voru ekki þau sömu við setningu Neyðarlaganna og gjaldeyrishaftanna og 15 mánuðum seinna. Að ætla sér að nota aðrar tölur en voru við setninguna eru rangfærslur.

Persónulega veit ég um aðila sem þurftu að flytja hingað hundruð milljóna vegna gjaldeyrislaganna og nokkra útlendinga sem hafa losað eignir en koma peningunum ekki úr landi. Ekki ný stétt auðmanna og ekki aðilar sem Neyðarlögin "björguðu", en eigendur hárra upphæða á íslenskum reikningum sem allar eru til komnar eftir setningu laganna.

sigkja (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 20:22

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er mjög athyglivert sem þú segir. Var þá verið að flytja hingað hundruð milljóna úr bönkunum erlendis? Það hvílir væntanlega á þessu bankaleynd geri ég ráð fyrir.

Ég einmitt tiltók að ekki hefði sprottið upp ný stétt auðmanna og vissulega væri gott að fá aðrar og eldri tölur til samanburðar. Þú svona fróður maður gætir kannski komið með fleiri svona athygliverðar upplýsingar?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.3.2011 kl. 22:59

19 identicon

Persónulega veit ég að hingað voru millifærðar af erlendum reikningum hundruð milljóna eftir hrun og setningu Neyðarlaga og gjaldeyrishafta. En ég hef bara yfirsýn yfir mjög lítinn hluta af þeim flutningum. Þannig að þeir hlaupa á einhverjum milljörðum í heildina. Enda Íslendingum óheimilt að eiga gjaldeyri erlendis.

Hver stök millifærsla er bundin einverri bankaleynd, en heildin er það ekki og má sennilega lesa úr opinberum hagtölum.

sigkja (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 01:16

20 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Án þess að vera að alhæfa neitt (svo það sé alveg skýrt) þá hefur mikið verið rætt um mikla peningaflutninga frá erlendu bönkunum í kring um hrunið og litið á það alvarlegum augum.

Væri það ekki stórkostlegt í fáránleik sínum ef týndu peningarnir af Icesave reikningunum lægju svo hér í bönkunum og hefðu gert allan tímann.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.3.2011 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband