Hreina eign?

Ég gat ekki annað en fipast í lestrinum þegar kom að kaflanum um að vaxtaniðurgreiðslur ákvörðuðust af hreinni eign. Þegar verðbólga og stökkbreytt lán eru búin að éta upp eignir fólks - þá er talað um hreina eign!

Svona til upplýsingar þá var ég einmitt að fara yfir pappíra og skoða mitt litla sæta lán, sem er verðtryggt. Verðbólgan hefur bætt á það litlum 54% undanfarin ár. Fyrir þann tíma átti ég "hreina eign" en hún hefur verið étin upp af verðbótum og er nú komin yfir í hreina skuld.

Auðvitað hlýt ég að vera óendanlega þakklát hinni miklu skjaldborg heimilanna sem hefur akkúrat ekkert gert fyrir mig. Ekki neitt.

En það er um að gera að verðlauna þá sem meira mega sín. Þeir eru einmitt einstaklingarnir sem þurfa fyrst og fremst á því að halda. Mun betra að fara í þannig aðgerðir en að gera það rétta í stöðunni - að leiðrétta lán fólks.

En það virðist ekki samræmast hugmyndum ríkisstjórnarinnar að efna loforð sín um að slá skjaldborg um heimilin. 

Leið Jóhönnu til handa bágstöddum heimilum heitir Umboðsmaður skuldara. Ekki veit ég alveg útfrá hverju þeir miða greiðslugetu fólks, en eitt veit ég - þau viðmið eru kolröng.

Ef þriggja manna fjölskylda, með eina atvinnulausa fyrirvinnu á að geta reitt fram af bótum sínum yfir 50 þús á mánuði (reiknuð greiðslugeta) þá er nokkuð ljóst að formúlurnar á þeirra excelskjali er ekki alveg að gera sig í raunveruleikanum. Ekki nema framfærslan sé mögulega reiknuð útfrá 2ja ára gömlum tölum.

Ef maður kíkir á sundurliðun fyrir rafmagnskostnað, leikskólagjöld, síma ofl. þá erum við að tala um tölur sem eiga sér ekki lengur stað í raunveruleikanum - eftir allar hækkanir sl. árs.

Og hvaða 3ja manna fjölskylda lifir á 80þús á mánuði í mat?

Allavega fæ ég ekki séð að þessir útreikningar standist raunveruleikann á nokkurn hátt. Og raunveruleikinn er fengin af persónulegri reynslu - kemur excelskjali ekkert við.

En skuldirnar - þær eru uppreiknaðar og verðbættar í topp.

Ég beygji mig og bugta í djúpri virðingu og þakklæti til Jóhönnu fyrir þessa dásemdar skjaldborg....

NOT

 

 


mbl.is 12 milljarða endurgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flott grein Lísa. Já við missum eignir okkar vegna verðbóta sem notaðar eru til að borga afskrifit lána (fjárdrátts) sem útgerðin tók. Peninga sem notaðir eru núna til að fjárfesta um allt þjóðfélagið til að festa í sessi völd sem tryggja hér nýja auðstétt sem ætlar sér að nota fólkið sem þræla í eingin þágu.

Þetta hefur aldrei verið framkvæmt í vestrænu ríki fyrr en er að ske hérna.

Ólafur Örn Jónsson, 22.4.2011 kl. 12:04

2 identicon

Það sem menn gera sér ekki grein fyrir er að seinna hrunið sem allir eru að bíða eftir, er komið.

Seinna hrunið er ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Skjaldborgin var byggð á vitlausum stað. Hún stendur nú tígurlega í kringum bankana og pólitíska spillingu.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband