30.6.2011 | 10:25
Helmingur heimila í landinu tæknilega gjaldþrota
Björn Þorri Viktorsson hrl. segir í Kastljósi í gær að sennilega sé meira en hálf þjóðin tæknilega gjaldþrota. Íbúðir eru yfirveðsettar.
Allt er þetta vegna óráðssíu stóru bankanna sem hrundu hér fyrir tveim árum og tók þjóðina með sér.
Ef þetta er ekki ástæða til þess að almenningur rísi upp og krefjist lausna sinna mála hið snarasta, þá veit ég ekki alveg hver sú ástæða ætti að vera.
Hér má sjá umfjöllun Kastljóss í gær.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4545133/2011/06/29/0/
Samtök Lánþega hafa hvatt fólk til að greiða ekki af skuldum sem lagaleg óvissa ríkir um.
Hagsmunasamtök Heimilana eru að setja af stað undirskriftarsöfnun sem mun verða aðgengileg á netinu innan skamms þar sem krafa er um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar. Vísað er síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari beiðni í árslok.
Úrræði þau sem nú eru á boðstólnum eru mörgum ekki boðleg. Þar er í raun litla sem enga leiðréttingu að hafa og takmarkaðar úrlausnir. Atvinnuleysi eykst og fólk stefnir í gjaldþrot.
Það er ekki boðlegt að meira en hálf þjóðin líði fyrir glæfralega framkomu fyrri bankamanna og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Við almenningur verðum að taka höndum saman og krefjast leiðréttingar.
Ekki nóg með það. Við verðum að krefjast skattalækkanna - að komið sé í veg fyrir aukna verðbólgu með því að auka neysluskatta og að atvinnulífinu sé gefin þau skilyrði að það geti blómstrað að nýju.
http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=754&Itemid=70
Hér má heyra viðtal (byrjar ca 25 mín inni í morgunþættinum frá 27. júní) um þann vanda sem steðjar að atvinnumarkaðinum og þar með heimilunum í landinu.
Látum ekki valta yfir okkur - stöndum sterk saman!
Biðröðin lengist við dyr umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.