Kínversk viðfangsefni - það segir ýmislegt!

Ætli niðurstaðan hefði verið sú sama ef svarendur hefðu komið frá Bandaríkjunum?  Einhvernvegin efast ég um það.  Þar er jú normið að konan sé heimavinnandi.  Væntanlega er sú bandaríska því mun afslappaðri þegar kemur að ánægjustundum með makanum.  Sú kínverska, sem ekki á mann með góða bankainnistæðu vinnur væntanlega baki brotnu. 

Þetta mundi annars segja okkur að ánægjustundir íslendinga yrðu ekki fleiri í bráð.  Yeah right!


mbl.is Ríkir menn betri í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vita þeir ekki að kynlíf er samvinnuverkefni og gæðin þess vegna ekki bara á ábyrgð annars aðilans

Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

En íslenzkar, Lísa mín ?

Steingrímur Helgason, 19.1.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Framsóknarmaðurinn: Fullnæging er samvinnuverkefni

Sjálfstæðismaðurinn:  Ég fullnægi minni konu hjálparlaust, einn og óstuddur. Fullnæging fæst best með einkaframtaki!

Samfylkingingarkonan: Jafnt skal yfir báða ganga. Ef ég fæ ekki fullnægingu, þá fær hann ekki fullnægingu!

Vinstri grænn: Sérhver fullnæging skal sköffuð af ríkinu. Sérstök fullnægingareftirlitsnefnd úthlutar þeim.

Frjálslyndir: Fullnægingarkvóta skal útdeild til dreifðra byggða. Fullnæging skal vera óframsegjanleg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

....óframseljanleg, átti þetta að vera

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2009 kl. 00:13

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtileg pæling og skemmtilegar athugasemdir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.1.2009 kl. 01:13

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Noh - maður sumsé spyr ekki um innistæðu heldur flokksþáttöku þess sem maður hefur augastað á - það gefur auga leið.

Steingrímur minn - við erum íslenskir víkingar.  Þreyttar eða ekki þreyttar - við erum alltaf fullkomnar

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.1.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband