Stjórnvöld standi við orð sín - það er það minnsta.

Ég veit að svona sem einstakur bloggari sem ekki lætur mikið í sér heyra, eru áhrif manns kannski ekki mikil. En samt er nú svo að nú ættu allir að rísa upp á afturfæturnar og mótmæla af krafti.

Í kjölfar hins mikla hruns sem kostaði ærið marga atvinnunna og fjárhagslegt öryggi og gerði eignir fólks að engu, lofuðu stjórnvöld skjaldborg um heimilin. Ef stjórnvöld ættu einhverntíma að efna eitthvert loforð þá er það þetta loforð. Íbúðir standa víða auðar eða eru hálfkláraðar. Um 1500 íbúðir ef ég man rétt. Og nú á að kasta heilu fjölskyldunum út á Guð og gaddinn vegna óráðsíu og mistaka sem þær höfðu ekkert með að gera. Þetta, gott fólk, er ekki sanngjarnt.

Hvernig byggjum við upp neysluþjóðfélag að nýju ef fólkið í landinu hefur ekki efni á að lifa? Hagur hvers er að ýta undir frekari fátækt og vansæld? 

Persónulega vil ég skora á stjórnvöld að afgreiða öll þau frumvörp sem fyrir liggja og eru til þess ætluð að hjálpa fjölskyldum í landinu þegar í stað. STRAX. Og afstýra þessu stórslysi.

Svo vil ég sjá lyklafrumvarpið verða að veruleika. Það eru mannréttindi hvers einstaklings að missa þó einungis það sem veð er tekið í - ekki vera sett í nauðung til framtíðar!

Koma svo!


mbl.is Reynt að forðast hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vera að einn bloggari hafi ekki svo mikið að segja en málefnaleg innlegg sem þetta er nokkuð sem í nægilega miklu magni ætti að verða til þess að stjórnvöld geri það sem þau eru ráðin til að gera, standa með sönnum valdgjöfum sínum og launagreiðendum, fólkinu í landinu!

Sömu bankar með sama starfsfólk er áfram gefin veiðiheimild á fjölskyldur þessa lands eftir að hafa leitt þær í fátæktargildru í boði stjórnvalda.

LYKLAFRUMVARPIÐ Í GEGN OG ÞAÐ TAFARLAUST!!!

Axel Óli (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband