Hér er ég sammála Viðskiptaráðherra!

Það gleður mig að heyra þessi orð frá viðskiptaráðherra sem margir munu hafa haldið að teldi þetta slæm tíðindi vegna afsöðu til bankanna. En Gylfi er að mínu mati hæfur hagfræðingur enda yfir Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Skuldir heimilanna tefja fyrir framgangi mála í atvinnulífinu og draga úr neyslu sem er nauðsynleg til að viðhalda hagkerfinu. Því fleiri sem hafa efni á því að neyta vöru og þjónustu, þess betra fyrir efnahagskerfið.

Með þessum dómi hefur létt á skuldum heimilanna. Þó, því miður, eru enn í stórfelldum vandræðum vegna annarra afleiðinga bankahrunsins s.s. þeir atvinnulausu sem ekki hafa efni á að greiða af lánum sínum hvort sem þau eru leiðrétt eður ei. Einnig er það millistéttin - fjölskyldufólkið sem rétt mögulega gat náð endum saman en getur ekki lengur vegna kaupmáttarrýrnunar og síhækkandi skuldum. Láglaunafólkið og bótaþegar eru líka í þessum hópi.

Það er því enn langt í land með úrlausnir fyrir almenning. En hér má sjá byrjun og hérna skaut réttarkerfið Alþingi ref fyrir rass.

Gott væri nú ef Alþingi gæti klárað málin á þessum nótum.


mbl.is Áhrif dómsins að mestu til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband