Taka á skuldavanda einstaklinga Árni Páll!

Mikið tautað - lítið gert.

Í landinu eru um 17000 atvinnulausir og inni í þeirri tölu er ekki dulið atvinnuleysi sem er talsvert. Greiðsluaðlaganir duga skammt fyrir þessa hópa.

Setja þarf bráðabirgðalög - jafnvel neyðarlög sem gera fjármálafyrirtækjum að frysta lán þeirra skuldara sem klárlega komust í slæma stöðu í kjölfar hrunsins. Það er ekki stóra málið að fylgjast með hverjir hafa staðið í skilum þar til allt brast. Á þetta fólk ekki skilið að fá aðstoð jafnt þeim sem ennþá hafa sína vinnu?

Við skulum ekki gleyma hverjir sváfu á verðinum.

Við skulum ekki gleyma að þegar verðtryggingin var sett á þá voru skuldir heimilanna um 25% af ársinnkomu. Nú er þessi tala komin uppí 300%. Við erum að tala um hækkun uppá 82.000%

Er möguleiki að Alþingi hafi yfirsést að þetta gat aldrei endað öðruvísi en illa?

Hvernig leysir þú þennan vanda Árni Páll? Með því að tala við blaðamenn? Með því að hygla undir þeim sem enn eru skítsæmilega settir?

Nei - held ekki.

Kannski þú takir þátt í mótmælunum á morgun. Mótmælum þeirra sem vilja standa vörð um heimilin. Má bjóða þér?

Heimilum á vonarvöl fjölgar hraðar en það tekur ríkisstjórnina að karpa um búvörur, fiskistofna og svo ég tali nú ekki um ESB.

Nú þarf að hugsa um EITT og aðeins EITT. Að bjarga heimilum og fjölskyldum í landinu. Hugsa svo um atvinnuskapandi lausnir - smurolíu á efnahagskerfið. Breytingar á skattaálögum sem styðja þetta tvennt.

Hugsanlega fær ríkið goodwill ef umheimurinn sér að verið er að taka á vanda þjóðarinnar í stað þess að hengja haus fyrir framan stóru pólitíkusana í útlandinu. Byggja upp - ekki brjóta niður.


mbl.is Dómurinn skapar ekki peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband