Fyrsti sigur tunnuslagverks og eggja?

Svo virðist sem einhver hafi rumskað þegar 10 þús mótmælendur söfnuðust framan fyrir Alþingi og barðar voru 48 tunnur, kveiktur eldur og eggjum kastað. Fæstir þurfa svona mikið til - og sennilega þarf meira til þess að það verk sem hafið er verði klárað með vitrænum hætti.

Jú - frysting og skjól er auðvitað fyrsta skrefið af mörgum í skuldastöðu þjóðarinnar í dag. Þetta er það sem hefði átt að vera raunveruleiki fyrir löngu síðan. En það eru gleðitíðindi að þessi frestun sé komin á, en, þetta er bara frestun.

Hinn undirliggjandi vandi situr þó enn og nú hlýtur það að vera almenn krafa þjóðarinnar að ráðist verði að rótum hans og hann leystur. Það gerist vart með karpi og fundarsetum.

Ég spái því að tunnur verði slegnar uns árangur næst.


mbl.is Segir skuldara komast fyrr í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Miðað við veruleikafirrta tvíeykið Steingrím og Jóhönnu rétt áðan í sjónvarpsfréttum þá Þarf mikið fleiri mótmælendur og tunnur til að þau fari að hlusta á almenning í landinu

Hreinn Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 19:18

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Glerflöskur, viskastykki/tvistur og háoktan-vökvi er ég ansi hreint hræddur um að verði frekar fyrir valinu....

Óskar Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 20:11

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við skulum nú vona að forseti vor átti sig á þeirri hættu áður en hún verður að raunveruleika. Veit að reiðin er þvílík hjá fjölda fólks og vonleysið. Þegar fólk gengur berserksgang hjá umboðsmanni skuldara þá er vanlíðanin orðin mikil.

Almenningur verður að halda áfram að standa saman. Það er von.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2010 kl. 20:30

4 identicon

Þetta er lánadrottnum til góða en ekki þeim sem bera skuldirnar. Þetta er ekki það sem fólkið fer fram á,  heldur fer það fram á leiðréttingu skuldanna, leiðréttingu á þeirri eignatilfærslu sem orðið hefur frá fjölskyldunum til lánadrottnanna.

Enda er himin og haf á milli skuldaaðlögunar annars vegar sem aðstoðar lánadrottnana að mjólka hvern dropa úr skuldurum .... og skuldaleiðréttinga sem skilar aftur hluta þess sem stolið var af fjölskyldunum.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 20:52

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sem stendur er þetta nákvæmlega bara frysting. Til þess að þetta skref verði til góða þarf í framhaldinu að gera ýmislegt það sem gæti lagað skuldastöðu heimila og örvað hjól atvinnulífsins (svo eitthvað sé nefnt). Það verður aldrei gert ef sífellt á að hygla lánadrottnum, það er ljóst. Þetta er sennilega það eina sem þessi ríkisstjórn er fær um að gera - því það leysir í raun engan vanda.

Áframhaldið er svolítið í höndum almennings. Leyfum við þessari ríkisstjórn að fresta vandanum og slá ryki í augu fólks, eða höldum við uppi kröfu okkar um Neyðarstjórn uns grundvöllur er til kosninga.

Við höfum val.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2010 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband