Nei Össur - látum þau frekar svelta húsnæðislaus.

Það er stundum erfitt að skilja þegar stjórnmálamenn réttlæta gjörðir sínar líkt og Össur gerir nú. Með því yfirskini að börnin okkar eigi ekki að borga skuldir vegna misgjörða einstaklinga þessarar kynslóðar sem fullorðin eiga þau frekar að svelta sem börn. Það má í raun túlka þetta úr orðum Össurar.

Ekki veit ég betur en að mín kynslóð hafi borgað fyrir óverðtryggða óðaverðbólgu fyrir um 30 - 40 árum. Þá urðu námslán og húsnæðislán að engu. En það var allt í lagi svo lengi sem vinnu var að hafa og möguleiki á að brauðfæða og klæða börnin sín. Og hafa þak yfir höfuðið. Aldrei hef ég grátið verðbólguna sem réð ríkjum hér þegar ég var barn. Hennar vegna áttu foreldrar mínir t.d. þak yfir höfuðið þegar í var barn. Það er miklu meira virði en að gramsa í ruslatunnum eftir tómum dósum Össur. Sem barn.

Já - ríkisstjórnin er að gera mistök Össur. Hún ætlar sér að leggja hér allt í rúst með því að ná niður skuldum á mettíma. Sennilega eru það kröfur ESB sem fæstir kæra sig um núna. Þar með má fórna láglaunafólkinu og stórskaða millistéttina.

Já - ríkisstjórnin er að gera mistök þegar þúsundir leita aðstoðar til að geta nært sig og sína. Þegar yfir 2000 nauðungarsölur eru boðaðar (og langflestar í boði Íbúðarlánasjóðs). Ríkisstjórnin er að gera mistök þegar loka á heilu og hálfu heilbrigðisstofnununum vegna niðurskurðar. Landflótti eykst. Vonleysi skín úr augum fólks.

Til að skapa tekjur - og skatta, þurfa að vera störf. Ekki fjöldauppsagnir. Það er ekki flókin hagfræði. Og skilar sér í ríkiskassan mun fyrr en núverandi harðræðisaðgerðir.

Ef ríkisstjórnin þarf að taka lán til að koma hagkerfinu í gang - þá gerir hún það!

Börnin munu þakka ykkur, Össur og félagar, að fá að lifa áfram áhyggjulaus sem börn og þurfa ekki að fara svöng á vergang með foreldrum sínum. Hafi ekki fjölskyldan þegar sundrast vegna gífurlegs álags sem fylgir því að reyna að berjast við það ómögulega.

Ég veit að börnin mín munu glöð borga, líkt og ég borgaði áður. Fyrir að eiga fjölskyldu, húsnæði og mat á uppvaxtarárunum. Hvað getum við gert þeim betra en að leiða þau hamingjusöm inn í framtíðina?

Bara smá ábending Össur. Ábending um að skoða hina hliðina á málstað þínum.


mbl.is Láti ekki börnin borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband