Sko - hvorki er þetta frétt, né rétt sagt frá.

Þessi frétt frá mótmælum dagsins er með þeim fyndnari Cool.

Sjáum til - við erum að tala um 60 tunnur. Þar af einhverjar gamlar olíutunnur. Og það lak úr einni þeirra! Vá - fréttnæmt.

Sannleikurinn er samt sá að mótmælendur sjálfir settu sig í samband við lögreglu sem var á staðnum og greindu frá því að olía hefði lekið úr einni tunnunni og hvort ekki væri rétt að dreifa t.d. sagi yfir hana strax.

Ákveðið var að gera ekkert í málinu fyrr en eftir að mótmælum lyki.

Þá vissulega kom hreinsibíll og dreifði vikri yfir olíuna.

Thats all folks.


mbl.is Olía lak úr mótmælatunnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannleikurinn skiptir engu máli þegar að við getum hvorteðer bara rissað eitthvað á blað og samt verið stærsti fréttamiðill á landinu.

Kær kveðja

Helgi

Blaðamaður hjá Morgunblaðinu.

Helgi (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:13

2 identicon

Sjálfur hef ég upplifað atburð sem varð tilefni til þess að ákveðinn fréttamaður ákvað að greina frá honum. Það sem mér þótti merkilegt var að ég var sá eini sem var viðstaddur þegar umræddur atburður átti sér stað. Fréttamaðurinn virðist ekki hafa haft fyrir því að hafa uppá mér við vinnslu fréttarinnar, enda stóðst frásögn hans af atburðinum ekki.

Svo stendur maður sjálfan sig að því að lesa hinar og þessar fréttagreinar og eftir lesturinn veltir maður því fyrir sér hvort eða hve mikið af því sem greint var frá, var rétt.

Því miður virðist metnaðarleysi og spilling fynnast meðal þeirra sem sinna hlutverki fjölmiðla hér á landi og í raun er það hluti af og ástæða þess að önnur spilling hefur fengið að grassera óáreitt í landinu um langt skeið.

Hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:18

3 identicon

Æ,,IIIII,,  Ekki gera svona lítið úr svona krassandi glæpafrétt,, Hefði getað skapað miklar og tímafrekar umræður,,jafnvel lagasetningu í þingsölum á morgun,,Og þannig unnist enn frekari frestur til að taka á skuldavanda "Tómthúsafólksins"

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:19

4 identicon

Mér sama hversu nákvæm þessi frétt er, bottom line er að það er verið að mæta með tunnu fulla af olíu á mótmæli, það er fáránlegt að það geti lekið hráolía á Austurvelli, algjörlega fáránlegt. Getur ekki verið erfitt að fá hreinar og tómar tunnur!

Einar (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:24

5 identicon

Nei Einar, bottom lineið er að fréttamennska er dauð á Íslandi.

Björgvin (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 00:29

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þið eruð yndisleg. Vá - auðvitað er fáránlegt að það geti lekið hráolía á Austurvelli :) En auðvitað er þetta allt fyrirfram planað og pælt. Að safna hráolíu í brunn á Austurvelli til að afla tekna fyrir "Tómthúsafólkið" sem mun flytja þangað fljótlega. Það verður reist lítil smurstöð fyrir saumavélar tjaldborgar framan við styttuna af Jóni Sig. sem mun brauðfæða þá 5000 einstaklinga sem hafa fengið úthlutað tjaldlóð framan við styttuna.........

Bara rissaði þetta upp, mér og öðrum til gamans - vonandi.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:33

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hvað sem sannleikanum líður - hefði ekki mátt geyma olíuna? Stjórnin er að kynda elda ófriðar - olían hefði komið sér vel. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.11.2010 kl. 00:41

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þið eruð ágæt hvað með þennan mótmælanda sem átti tunnuna er hann ekki skekur um að dreifa spilliefnum á lóð alþingis

Ps. ekki vissi ég til að tunnurnar væru eyrnamerktar.

Sigurður Haraldsson, 5.11.2010 kl. 00:44

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:57

10 identicon

Eyrnamerktar,,?? hvað meina menn,,?? Sá eina í sjónvarpinu,,Rauða,,með eyrnalokka,, Hún stóð í ræðupúltinu,, Það buldi í henni eins og tómri tunnu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:01

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er nokkuð ljóst að enginn mætir með fulla olíutunnu í mótmæli. Ástæðan er einföld, tunnan tekur um 220L og er nálægt 200kg. Þar að auki kosta 220L af steinolíu ca. 30.000 kr. 

Það að einhverjar dreggjar hafi verið í tunnu sem notuð var getur verið, en þá er um að ræða fyrst og fremst einhvern sóðaskap sem af því hlýst, ekki hægt að tala um mengun eða mengunarslys eins og gefið er í skyn í fréttinni.

Gunnar Heiðarsson, 5.11.2010 kl. 01:21

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fréttin hefði auðvitað átt að vera sú að mótmælendur hefðu verið með eldsprengju og tilbúnir að varpa henni á Alþingishúsið. Það hefði verið miklu meira krassandi!

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 01:46

13 identicon

Nei, ég held að ástæðan fyrir því að fólk mæti ekki með fullar tunnur í mótmælin sé sú að hæst glymur í tómum tunnum ;) hehe

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 09:32

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Annars er auðvitað nóg af "spillingu" þarna fyrir. Óþarfi að vera að spilla nokkrum olíudropum líka. Þetta hefði örugglega dugað á nokkra lampa.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.11.2010 kl. 10:17

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt.  Mæta með fulla olíutunnu á austurvöll!  Það er nú bara ekki í lagi!  Og hva - vikri?  Og er olían þarna ennþá?

Alveg gjörsamlega misheppnað þessi ,,tunnumótmæli".  það er hávaðaofbeldi í þessu og í raun ætti lögreglan að gera svona upptækt ímetíeitlí.  Böðlast þarna á tunnum eins og bavíanar. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.11.2010 kl. 13:38

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ómar - það mætti enginn með fulla olíutunnu. Það var varla botnfylli í einni þeirra sem var snúið á hvolf. Kom smá pollur sem er farinn núna.

Landið er fullt af bavíönum sem böðlast á "allskonar". Sjálf hef ég meira dálæti á "bavíönum" sem böðlast á tunnum en þeim sem böðlast á afkomu saklausra einstaklinga á einhvern hátt.

En auðvitað sér hver þetta með sínu "nefi".

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.11.2010 kl. 14:49

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lísa mín taktu alls ekki mark á honum Ómari Bjarka. Hann er það sem kallast upp á frönsku: Agent Provacateur. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2010 kl. 20:26

18 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tékk :)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.11.2010 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband