Bótaþegar greiða skatta! Hvaða réttlæti er það?

Afskaplega verð ég nú að vera ósammála Steingrími - ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram nein lágmarks neysluviðmið, en flestir (vonandi allir) vita að lægstu laun og bætur eru allt of lág til þess að hægt sé að lifa af þeim. Það sannast í sífelldri aukningu þeirra sem sækja sér aðstoð til Mæðraverndar, Fjölskylduhjálpar og Hjálparstofnunnar Kirkjunnar.

Verð neysluvöru hækkar hinsvegar hjá þessum láglaunahópi. Orkuverð, bensín ofl. Slíkt gerir kjör þessa fólks bágari en ella.

Ef skattdreifing ætti að vera vel heppnuð væri t.d. ágætt að horfa á hvað fólk þarf nauðsynlega að hafa til að geta framfleytt sér og aðlaga persónuafslátt af því viðmiði. Setja ekki neysluskatt á nauðsynjavöru þar sem ekki er hægt að breyta yfir í staðgengilsvöru. Allir þurfa vatn og orku og margir komast illa af án ökutækis. Nú svo hækkaði strætisvagnagjald heil ósköp.

Ég ætla ekki að vera orðlöng, en mig langar að benda Steingrími á eina staðreynd. Ef virkilega væri ráðist í atvinnusköpun yrðu skatttekjur til ríkissins mun hærri. Það yrði fljótt að skila sér í ríkiskassann. Þess utan myndi neysla aukast.

Það tekur kannski lengri tíma að prjóna peysu heldur en að rekja hana upp - en notagildi peysunnar er mun meira en garnhrúgu.


mbl.is Skattkerfisbreytingar tekist vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband