Hungur eykur ekki hagvöxt!

Á hverjum degi birtast tölur sem benda allar í sömu átt. Einstaklingar og heimilin í landinu eru nauðbeygð til að skera niður nauðsynjar. Ekki skrýtið að því er spáð að hagvöxtur verði minni en ætlað var.

Þetta fæst m.a. af aukinni skattlagningu neysluvöru og hækkun virðisauka. En þetta er líka vegna þess að þrátt fyrir kaupmáttarrýrnun hafa t.d. bætur fólks ekki hækkað. Ekkert er gert til að koma til móts við þá sem hafa hvað minnst á milli handanna. Hvernig eiga þeir einstaklingar að mæta sífelldum hækkunum á nauðsynjum?

Það er víst að hungruð þjóð er ekki það sem skapar hagvöxt hér á landi. Þjóð sem haldið er frá eðlilegri neyslu og einstaklingar sem geta ekki lengur nálgast nauðsynjar fyrir sig og sína. Ekkert af þessu eykur framleiðni og hagvöxt.

Ef horft er á þessar fréttir, ekki út frá sjónarmiði ríkisins, heldur almennings - þá er niðurstaðan ávalt sú sama.

Almenningi hefur verið ýtt út í horn og er að kikkna undan sköttum, álagi og atvinnuleysi.

Hvar er skjaldborgin? Hvar eru úrræði fyrir sveltandi þjóð?

 


mbl.is Minni sala á kjöti og mjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband