Stjórn Egyptalands hefur greinilega bein í nefinu.

Það væri óskandi að okkar ríkisstjórn gæti státað af því sama. En - því miður.

Þeir sem skoða málin í víðu samhengi geta séð að hér er hagkerfinu haldið í fjötrum vegna skattapíningar. Það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem hvetur til þessara auknu skatta og ríkisstjórnin spilar með eins og strengjabrúður.

Hvað gerist þegar skattar eru orðnir svona háir?

Jú - áhrifin verða öfug. Þjóðfélagið staðnar. Fólk hefur ekki efni á neyslu. Atvinnurekendur hafa ekki efni á því að ráða til sín fólk. Atvinnuleysi eykst og æ fleiri færast niður í fátækragildruna.

Samkvæmt könnunum eru stóru fyrirtækin ekki bjartsýn á að geta bætt við sig starfsfólki. Ennþá er niðurskurður og fólk að missa atvinnuna. Fólks sem þarf fyrir heimilum að sjá.

Á sama tíma er komið að því að aðstoð til skuldsettra heimila er að renna út. Bankar krefja fólk um að semja um 110% leiðina fyrir mánaðarmót og Umboðsmaður skuldara lofar ekki lengur skjóli fyrir þá sem sækja um eftir sama tíma.

Þó svo einstaklingar séu samþykktir í þetta vægast sagt meingallaða kerfi, er ekkert sem segir til um að þeir fái úrlausnir. Það er nánast ómögulegt fyrir fólk sem hefur ekki atvinnu að fara samningaleiðina. Það hefur ekki tekjurnar til þess.

Af hverju - vegna þess að hagkerfið er í fjötrum. Það er enga atvinnu að fá.

Hver heldur hagkerfinu í fjötrum? Jú - batterý sem við köllum AGS.

Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og krefjist þess að ríkisstjórnin standi við loforð þau sem gefin voru almenningi í landinu.

Allir eiga rétt á því að hafa þak yfir höfðinu. Geta nært sig og sína. 

Það er okkar að segja "hingað og ekki lengra".

Við - almenningur stútuðum ekki hagkerfinu. Við viljum vinna og sjá fyrir okkur.

Það kemur einfaldlega ekki til mála að þær fjármálastofnanir sem kipptu fótunum undan fjölda einstaklinga, geti nú gengið að þeim og hirt allt sem þeir hafa unnið fyrir.

Ég segi STOPP!

Þorir þú að gera það líka?


mbl.is Hættir við að leita til AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Lísa Björk; æfinlega !

Hugboð nokkurt; hefi ég fengið þess eðlis, að með Haustkomunni, muni íslenzkir stjórnmála niðurdrabbarar verða lemstraðir verulega, svo eftir megi muna - þó svo; ekki sé ég eins viss um, að gengið verði jafn hratt fram, og í hinum ágætu Berba- og Arabalöndum Norður- Afríku og Mið- Austurlanda, um sinn, að minnsta kosti.

En; sá sem upphafinu veldur, í réttmætri aðför, að himpigimpum innlendra stjórnmála, mun fölskvalaust talinn miklu; og göfugum starfa hafa að unnið, ef fara mætti, sem við kysum, helzt.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.6.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já minn ágæti - tími heiðarleika og fólksins mun koma svo lengi sem samstaða næst. Það er ég viss um.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2011 kl. 19:44

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og hér er kona sem gefst aldrei upp. Aldrei.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 25.6.2011 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband