Vill Samfylkingin samt halda áfram aðildarviðræðum?

Má bjóða þér evru?

Lítur ekki út fyrir að það séu kostakaup í dag. Það er lengi búið að vara við þessu. Teikn hafa verið á lofti all lengi um að evrusvæðið sé ekki sú paradís sem Jóhanna og Samfylkingin hennar halda að það sé.

Merkilegt - ég bara get ekki skilið þessa konu og þá sem  henni fylgja. Ómögulega.

Það er hægt að bjarga litlum gjaldmiðli eins og krónunni. En hjálpi mér - evrunni.

Sennilega mun litla sæta íslenska krónan sigla upp miðað við evru ef svo verður sem á horfir.

Eitt hint - bara að gamni.

Sú staðreynd að kínverjar ásælist hér svæði er merki um tækifæri. Hvenær skildu íslendingar sjá þetta?

Nei takk - enga evru fyrir mig........


mbl.is Varað við mögulegu hruni evrusvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Jú endilega evrur takk. Þú hlýtur að selja þær með einhverjum afslætti?
Ég greiði með krónum...

janúar 1999 var ein EVRA =   81 ISK
janúar 2008 var ein EVRA =   91 ISK
okt.     2009 var ein EVRA = 183 ISK
í dag                       EVRA = 159 ISK


... er þetta sterka krónan og veika evran sem þú ert að tala um?

Páll Blöndal, 28.11.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er að tala um eftir fall evrusvæðisins - ekki núna. En ef þú átt evrur endilega fáðu sem mest fyrir þær.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.11.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er allavega þannig í dag Páll Blöndal að ef ég ætti Evrur þá færi ég í bankann og seldi þær. Ég mu ekki bíða í 10 daga eftir því að fá kanski lítið brot af 159 krónunum.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2011 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband