Dásemdir ESB á silfurfati.

Nú jæja. Þannig að þetta er ESB undrið. Evrusvæðið virðist ekki vera sá draumur í dós sem margir hér vilja trúa. Ég er viss um að Norðmenn er ánægðir með þá ákvörðun sína að hafa haldið sig fjarri.

Meira að segja Nokia - sem er einn af stærstu framleiðendum gsm síma á alþjóðamarkaði virðist ekki duga til við að draga úr niðursveiflunni.

Ég hugsa að sennilega sé nú gamla góða krónan okkar betri kosturinn þrátt fyrir allt.  Við værum allavega ekki að sjá jákvæðan vöruskipta og þjónustujöfnuð að sama skapi og nú.

Mikið hefði nú tíma alþingis í sumar verið betur varið í að huga að stöðu fólksins hérna heima. Af hverju skyldi Jóhanna vera svona blinduð af ESB? Og afhverjur styður Steingrímur þessa vitleysu þvert á stefnu flokks síns?

Tja - það er nú augljósara með Steingrím - öðruvísi væri hann ekki í stjórn, en þetta með Jóhönnu er dulin ráðgáta. Hún er líka soldið spes........


mbl.is Finnland í djúpri lægð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Já mjög óheppilegt fyrir Finna að vera með Evru. Útflutningur hrynur og atvinnuleysi rýkur upp.

Evran er reyndar ekki alslæm fyrir lönd sem heita Þýskaland.

Frosti Sigurjónsson, 8.9.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Heldurðu að það sé möguleiki fyrir okkur að heita Þýskaland.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.9.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband