Stælt og stolið!

Ég held að það sé komin tími til að fá hérna minnihlutaríkisstjórn! Þessi sem við höfum er klárlega ekki að gera sig, enda með ESB sólgleraugu sem blindar þeim sýn á annan raunveruleika.

Ég datt inná áhugaverða athugasemd við bloggi á eyjunni.is. Höfundur ókunnugur. En athugasemdin var þess eðlis að ég hefði varla getað skrifað betri sjálf.

Hún er því hér - stolin - en lýsir minni afstöðu engu að síður.

"GSS // 2.10 2009 kl. 21:14

Í framhaldi af vangaveltum þínum kemur hér vitrun mín og forspá. Bretar og Hollendingar munu ekki hvika frá afstöðu sinni í Icesave deilunni. Niðurstaðan: ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og VG lýkur fyrir miðjan október.
Við tekur minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skipuð sjö ráðherrum varin vantrausti af þingmönnum Hreyfingarinnar og fjórum þingmönnum VG, þeim Ögmundi Jónassyni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasyni.
Samkomulagið byggir á því að boðað verði til Alþingiskosninga í lok september 2010 og skulu verkefni minnihlutastjórnarinnar vera:
1. Ekki verði kvikað frá fyrirvörum Alþingis í Icesavedeilunni og undirbúningur hafinn að því að verja rétt Íslands fyrir dómstólum og til þess fengnir færustu lögfræðingar, íslenskir og erlendir.
2. Samskiptum við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn verði hætt og öflugar sendinefndir sendar til Norðurlandanna, Rússlands, Kanada, Japans, Kína, Bandaríkjanna og til fleiri vinaþjóða og leitað eftir stuðningi.
3. Öllum hugmyndum og áætlunum um Evrópusambandsaðild verði slegið á frest og ekki hugað að þeim málum fyrr en Ísland hefur rétt úr kútnum og geti mætt til viðræðna við sambandið sem öflugt og fjárhagslega stöndugt land.
4. Unnið verði af krafti að uppbyggingu atvinnuveganna og tryggt að allar forsendur svo sem vaxtastig verði atvinnulífinu hagfelldar en fátt er alþýðu landsins mikilvægara um þessar mundir en einmitt kraftmikil atvinnustarfsemi.
5. Skuldastaða heimilanna tekin til endurskoðunar og leitað lausna sem eru þeim einhvers virði og boðlegar og raunveruleg stoð í.
6. Fjárlögum sem nýlega voru lögð fram hent á fjóshauginn og endurskrifuð frá grunni enda verði endurreisnin að minnsta kosti miðuð við fimm ára áætlun.
Þetta verða verkefni minnihlutastjórnarinnar en önnur mál sem koma inn á borð stjórnarinnar og þarfnast úrlausnar verði unnin náið og af fullum heilindum með þeim þingmönnum sem verja hana falli og leiðir raunar af sjálfu sér."

Ég gæti vel lifað við þessa stefnuskrá!

Að viðbættu ákvæði um meiri mannafla til Evu Joly til að hún megi á sem bestan veg klára rannsókn sína og draga menn til saka varðandi efnahagshrunið.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband