Eiturlyf Alþingis

Flest okkar hafa fylgst með Kastljósi að undanförnu. Umfjöllun um læknadóp og undirheima sem eru að verða börnum og fullorðnum að bana. Ef þið hafið ekki fylgst með þá mæli ég með því að þið horfið á þessa þætti. Þetta er kaldur og skelfilegur raunveruleiki.

Þessi börn koma ekki öll frá brotnum eða erfiðum heimilum. Alls ekki. En samt ansi mörg. Því miður.

Það vill svo til að þegar heimilin "fúnkera ekki" þá kemur það fyrst niður á börnunum. 

Af hverju ættu þau ekki að "fúnkera" er spurningin. Jú - ansi oft eru það fjárhagsörðugleikar.

Ekki eingöngu - en mjög oft.

Þegar fullorðna fólkið brotnar niður - sér ekki fram úr því hvernig það á að halda heimilinu gangandi - þá er möguleiki á því að eitthvað brotni. 

Sumir eru sterkir. Aðrir ekki eins sterkir.

Og það er ekki hægt að dæma persónuna fyrir slíkt. Það er yfirleitt umhverfið sem hefur mest áhrif á persónuna.

Bubbi Morteins kom með ágætis blogg.

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/blod-a-skrifbordum-ykkar

Margt hægt að lesa úr þessu.

En það sem ég vil undirstrika örðu fremur.

Ef heimilum er fórnað fyrir fjármagnið - eða hvað sem er. Þá er verið að fórna mannslífum.

Þeir sem stjórna landinu hafa virkilega val - almenningur hefur ekki þetta val.

Ef stjórnvöld fara ekki að sjá ljósið og hugsa um fólkið í landinu, þá verð ég að taka undir með Bubba. 

Skrifborð þeirra verða blóði drifin.

Og fyrir hvað?

Hagsmuni örfárra einstaklinga? 

Það er hægt að drepa fólk án þess að skjóta það með með byssu eða öðru vopni.

Það er nóg að taka af því allt sem skiptir það máli, sem það hefur eitt lífstíð að byggja upp. Brjóta það niður. Gera það að aumingjum.

Persónulega þakka ég almættinu fyrir að vera ekki í ríkisstjórn.

Kæri mig ekki um að hafa líf á samviskunni.

Megi almættið fyrirgefa þeim sem fórna öðrum fyrir sjálfa sig.

 


mbl.is Halda áfram að lána Grikkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað að hnerra á almannafæri

Þar sem þingmenn landsins hafa ekkert við tíma sinn að gera hafa þeir nú ákveðið að fara í alsherjar heilsurassíu.

Í athugun er að setja fram frumvarp þar sem fólki er bannað að hnerra á almannafæri og jafnvel ekki á svölum fjölbýlishúsa. Sýklasmit verður að teljast til alvarlegra heilbrigðisvandamála sem ekki er fært að taka á í þeim niðurskurði sem hér er.

Leikskólum sem og skólum verður lokað á sólardögum. Fólk er þá beðið að halda sig heima þar sem rannsóknir hafa löngum sýnt fram á skaðsemi sólar á húðina. Húðkrabbamein er ekki eitthvað sem Íslenska ríkið hefur tök á því að sinna næstu tíu árin eða svo.

Notkun bifreiða verður bönnuð á næstunni þar sem útblástursefni þeirra eru skaðleg og berast um allt andrúmsloftið - hvort heldur sem er inn um opna glugga, á svalir fjölbýlishúsa eða aðra þá staði þar sem fólk gæti verið á sveimi.

Reykingarfólk verður umsvifalaust handtekið vegna mengunnar af ásettur ráði og því komið fyrir í fangageymslum. Til þess verður þó að losa um í tilfellum sakamanna svosem dópsala og nauðgara, en ekki er hægt að sanna á þessa sakamenn mengun andrúmslofts og munu þeir því ganga frjálsir.

Þess utan er fólk vinsamlegast beðið um að bursta í sér tennur reglulega og leysa ekki vind að óþörfu.

Síðar verður komið fram með frumvarp um táfýlu, andremmu og götótta sokka.


mbl.is Tóbak verði bara selt í apótekum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfganna á milli

Við búum vægast sagt á sérstöku landi. Á Suðurlandi er öskustormur, fyrirbæri sem varla getur verið algengt nokkursstaðar. Á Egilsstöðum er hinsvegar ófærð vegna snjókomu. Grátt og hvítt.

Fyrsta ferð Norrænu er væntanleg bráðlega og Fjarðarheiðin illfær vegna snjóa. Það er að koma júní. Vonandi koma erlendu ferðamennirnir á negldum fjallahjólum útbúnir síðan gasgrímu og öðrum nauðsynlegum útbúnaði til ferðalags hérlendis.

Það er ennþá bjart í höfuðborginni þó svo eitthvað sé um öskufall og víða var leikskólabörnum haldið innandyra.

En þetta er klárlega ekki rétti tíminn fyrir fólk til að opna fellihýsi og tjaldvagna til viðrunar eftir veturinn. 

Á morgun gæti svo verið farið að snjóa á höfuðborgarsvæðinu en glaða sólskin fyrir austan.

Já - það er ýmislegt sem gerist á Íslandi og auðvelt að segja að það er EKKERT sem er eins og það á að vera.

Nema kannski ég....... og einhverjir aðrir?


mbl.is Kolniðamyrkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland að verða að ösku?

Það er ekki bara fólkið í landinu sem rís uppá afturlappirnar og mótmælir ástandinu hérna.

Landið okkar virðist taka fullan þátt og hefur verið duglegt við að "verða að ösku" á áhrifamikinn og táknrænan hátt.

Heimilin eru að verða að ösku.

"Óvenjulegt fólk" (skv. Steingrími) er að verða að ösku.

Heilbrigðiskerfið er að verða að ösku.

Skólakerfið er að verða að ösku.

Velferðarkerfið er að verða að ösku.

Hér mun á endanum allt verða að ösku ef ekkert er að gert - nema kannski Harpan.


mbl.is Búið að loka Skeiðarársandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Venjulegt fólk" rétti upp hönd!

Staðreyndin er sú að ástandið í þessu þjóðfélagi er hreinlega orðið of niðurdrepandi til að mann langi til að fylgjast með því. Það sorglegasta af öllu er að mitt í ástandinu geta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komið með svona upphrópanir án þess að skammast sín.

Enginn eignabruni hjá venjulegu fólki?

Hvað er venjulegt fólk?

Ef mið er tekið af þessum orðum Steingríms, þá hlýtur það að vera fólkið sem hafði ráð á því að vera skuldlaust fyrir hrun. Eiga skuldlausar eignir. 

Ég sé allavega enga aðra rökrétta skilgreiningu á þessu "venjulega fólki".

Og hvað skyldu það vera mörg prósent af þjóðinni?

Hvað á að gera fyrir "óvenjulega fólkið"? Má það bara éta það sem úti frýs?

Ég er algerlega og gjörsamlega skilningsvana á svona framkomu og orðskrýpi.

Ef einhverntíma þá er það algjörlega núna sem maður gæti hugsað sér hlutverk Þyrnirósar. Er einhver til í að vekja okkur hérna litlu fjölskylduna (óvenjulegu) eftir ca 100 ár?


mbl.is „Ekki hjá venjulegu fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin kom Íslandi áfram í lokakeppni Eurovision

Þar með hefur ríkisstjórnin unnið sinn fyrsta sigur. Með því að hafa skipulagt hrakið þúsundir almennra borgara úr landi og í flestum tilfellum til Noregs, hefur nú myndast nógu stór hópur til að koma okkur í undanúrslit.

Til hamingju Jóhanna og Steingrímur.

Ekki vissum við að þið væruð svona skörp.


mbl.is Líkurnar 1 á móti 5.814
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eymingjans maðurinn átti þessar millur skilið ekki satt?

Ég skil ekkert í slitastjórn Landsbankans að horfa á þetta sem gjafagjörning. Maðurinn þarf jú að lifa í ellinni - eins og við öll hin. Það væri ömurlegt ef hann þyrfti að búa við þau nánasarkjör sem flestir ellilífeyrisþegar (utan þingmanna á eftirlaunum) þurfa að búa við.

Fuss og svei 

Enda hefur Héraðsdómur meira en nóg að gera í að kveða upp fangelsisdóma yfir fátæku fólki t.d. þessari 46 ára konu sem stal snyrtivörum fyrir heilar 6100 krónur. Það lið verður að uppræta og það strax.

En að öllu gríni slepptu. Auðvitað er þetta gjafagjörningur og hann frekar augljós. Hvað er það í lögum hérlendis sem ekki er að virka? ALLT? 

Vísum frá stóru kröfunum. Látum stórbófana ganga lausa. Enda reiknast mér til að ef okkar ágætu útrásarvíkingar fengu svipaðan fangelsisdóm per 100 krónur og kona sú sem dæmd var í Héraðsdómi til 60 daga fangavistar fyrir 6000 krónur - þá erum við að tala um nokkra lífstíðardóma pr. útrásarvíking.

Og þetta er nú réttlætið sem við búum við. 

Fyrirgefið ef ég hoppa ekki hæð mína af hrifningu.


mbl.is Riftunarmáli gegn Halldóri vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki alveg það sem Steingrímur segir alltaf.......

Gæti mögulega hugsast að einn liður í þessu sé ofsköttun á allt og alla í boði AGS og Steingríms?

Mögulega veit AGS ekkert hvað þeir eru að gera - nema þeim ber að innheimta skuldir. 

Svo er það verðtryggingin sem er alger fátækragildra og hefur aldrei sannast eins betur sem slík og einmitt nú. Eins tekur hún alla ábyrgð af bankakerfinu til að halda efnahagi í horfum. Þeir sem geta ekki tapað er nokk sama.

Einnig er það spurningin um þessa valhafa hér - auðmagnseigendur sem eru oft beintengdir inn á Alþingi. Eru það ekki ca 2% af þjóðinni?

En ætlar einhver að gera eitthvað?

Það er nú það.


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blint þjóðfélag?

Vá - til hamingju, eða hvað.

Það kom svolítið skrítið og fáránlegt fyrir um daginn. Áður en ég áttaði mig var ég komin í rimmu á DV/blogginu við sálfræðing. Ekkert planað - alls ekki. En það kom þessi líka frábæra grein um ofnotkun lyfja fremur en að taka á vandamálinu. Satt og rétt. Benti samt á að þessi grein væri kannski ekki að koma alveg á réttum tíma miðað við ástandið í þjóðfélaginu. Þunglyndislyf gætu t.d. aðstoðað þar sem margur væri að brotna undan því að geta ekki séð fyrir grunnþörfum sínum og sinnar fjölskyldu. Sálfræðitími kostaði hinsvegar frá 9000 - 14000. Einn tími.Það væru bara margir núna í þeirri stöðu að þurfa aðstoð til að geta gert sitt besta.

Ég fékk svar - langt og flott sem m.a. innihélt Lyf lækna ekki atvinnuleysi eða fjárhagsáhyggjur og þau seðja engan. Við skulum heldur ekki gleyma að það er ekki eins og lyf séu án aukaverkana."

Þarna eiginlega sauð uppúr. OK - ég var ekki að spjalla við Vinstri græna eða Samfylkinguna heldur lærðan sálfræðing.

Ég sagðist skyldu éta hatt minn og annarra ef sálfræðin gæti læknað atvinnuleysið. Efnahagsstefnan hér væri bara því miður ekki sálfræðislegs eðlis. Fólk á bótum, í matarbiðröðum, hefði bara því miður ekki efni á því að borga þúsundir til þess að ræða áhyggjur sínar við sálfræðinga. Sem gætu ekki læknað atvinnuleysið frekar en lyfin. 

Til að gera langa sögu stutta þá er samt staðreyndin sú að ef fólk sér ekki fram á að geta ekki notið almennilegs húsaskjóls eða neitt nægilegs matar, þá blasir við vonleysi - sem skapar geðdeyfð - sem oft endar með ósköðum eða verra. Fólk að missa húsnæðið. Fær ekki vinnu. Hefur ekki efni á mat o.s.frv.

Það er glæsilegt að sjá að laun eiga að hækka um 4,25%. Uh. Hvað hefur kaupmáttarrýrnunin verið mikil? 30% Hvað hefur t.d. orkuveitan hækkað mikið og á eftir að hækka meira - bensín matur?

Vá þetta er geggjað.

En ef marka má þessa grein - og athugasemdir við henni - þá er lausn. 

Þetta er allt flokkunarkerfi geðlæknisfræðinnar að kenna........

Einmitt.

http://www.dv.is/frettir/2011/5/3/visindasagnfraedingur-kreppa-rikir-innan-gedlaeknisfraedinnar/?fb_comment_id=fbc_10150230137868923_16797596

Skoða líka athugasemdir.

 


mbl.is Laun hækka um 4,25% í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið rangt - svolítið mikið rangt.

Árið 1995 var almenningur ekki að borga (borga ekki) fyrir stökkbreytt lán. Þá voru að vísu aðallega verðtryggð lán, en þau hafa líka hækkað fram úr getu flestra. Eins var atvinnuleysi ekki á sama stað og það er nú.

Það er því ekki beint hægt að segja að Ísland sé eins og það var 1995.

Ekki man maður eftir fréttum um sílengri matarraðir frá þeim tíma. Uppgjöf og vonleysi meðal almennings. Brottflutninga. 

Vissulega sparaða maður við sig mat. En aðrir hlutir voru nokkurn vegin í lagi.

Kannski er þetta einhver draumsýn hjá ríkisstjórninni. Að hlutirnir séu ekkert verri en þeir voru þá.

Think again.


mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband